Mímir - 01.06.2005, Side 82

Mímir - 01.06.2005, Side 82
öðrum áttum. Sú almenna regla gildir í íslensku að önghljóðið /y/ „hverfur sem slíkt“ á eftir bakmæltu þanhljóðunum /ú, á, ó/ í bakstöðu og á undan /a, u/. Þannig segja menn t.d. lág [lau:], plógar [phlou:ar] og súgur [su:yr] eða þ.u.l.5 Á eftir sömu hljóðum og undan /i/ kemur þetta hljóðan hins vegar fram sem [j] eins og í súgi [su:ji], láginni [lau:jini] og skóginum [skou: jinum].6 Hreinn segir að þegar orðmyndin lágir er borin fram [lau:ir] en ekki [lau:jir] sé um að ræða „áhrifsbreytingu frá öðrum beygingarmyndum orðsins, þar sem /g/ féll brott reglulega" (s.s. lágan, lágum og lág) en segir svo að „við áhrifsbreytingu frá t.d. bláan, bláum, blá“ verði ft. af lágir [lau:ir] eins og bláir [plau:ir] (1959, bls. 57). Hann virðist því líta á þessa breytingu sem einhvers konar samverkun áhrifsútjöfnunar og hlutfallsmyndunar samkvæmt þeim hugtökum sem hér er stuðst við. Eins og kunnugt er hefur gamalt /rr/ í bakstöðu styst, s.s. herr>her, stórr>stór, hamarr>hamar, berr>ber og ferr>fer(sbr. Jóhannes L.L. Jóhannesson 1924, bls. 74-76). Beyging lýsingarorðsins þurr í frumstigi „ætti“ t.d. að líta þannig út (sömuleiðis kyrr/kjurr): (8) kk. kvk. hk. nf. þur þur þurrt þf. þurran þurra þurrt Þgf■ þurrum þurri þurru ef. þurrs þurrar þurrs nf. þurrir þurrar þur þf. þurra þurrar þur þgf: þurrum þurrum þurrum ef. þurra þurra þurra Eins og Hreinn bendir á er r-ið I nf.et.kk. og kvk. og nf. og þf. ft.hk. ýmist langt eða stutt I framburði nútímamálsins (1959, bls. 58). Hann gerir ráð fyrir að langa afbrigðið sé til komið vegna áhrifa frá þeim beygingarmyndum þar sem langt [r:] I stofni hélst hljóðrétt en einnig sé til I dæminu að stutta afbrigðið hafi flust yfir í hin föllin. Þannig séu til tvær stofnmyndir sem ganga í gegnum alla beyginguna, annars vegar þurr- og hins vegar þur- (1959, bls. 5 Hér koma til greina fleiri möguleikar við hljóðritun [(a/o)u:j á undan [a] og [Y], t.d. einhvers konar skriðhljóðsinnskot ([w]), en það skiptir ekki höfuðmáli I þessu sambandi. 6 Stefán Einarsson (1945, bls. 27) heldur því fram að [j] haldist á undan /i, j/ nema þegar það fer á eftir /jú/. Þannig hljóðritar hann annars vegar fljúgi [flju:i] en hins vegar súgi [su:ji]. Þess ber að geta að þetta er sett fram sem regla handa útlendingum, e.t.v. frekar til að létta þeim framburðarnámið helduren lýsa málinu sem nákvæmast. 58-59). Reyndar kannast ég ekki við síðarnefndu beyginguna, þ.e. útbreiðslu stutts [r] um alla beyginguna, og efast reyndar stórlega um að t.d. [0Y:rYm] („þurum“) I þgf.ft. komi fyrir. Hins vegar tel ég að „blandaða beygingin", þ.e.a.s. sú sem sýnd er I (8), tíðkist samhliða beygingardæminu þar sem langa r-ið hefur jafnast út.7 Langt [r:] I orðum eins og fyrr og verr og kjarr telur Hreinn til komið vegna áhrifa frá orðmyndum eins og fyrri, verri og kjarri/kjarrið (í síðastnefnda orðinu er r-ið reyndar alltaf langt og þar er því engin „samkeppni" eða togstreita frá samtímalegu sjónarmiði). Upprunaleg einhljóð tvíhljóðuðust/nálægðust almennt á undan gómmæltu /n/ snemma í íslensku, þ.e. e>ei eins og í lengi, ö>öí sbr. löng, /i, y, u, a/>/í, ý, ú, á/, t.d. hringur, yngri, ungur og langur (sbr. Jóhannes L.L. Jóhannsson 1924, bis. 19-24). Einnig mun vera forn samlögun /g, k/ + /n/1 uppgómmælt /n/ á undan /d, t/ þannig að framburður /gnd/ og /ngd/ annars vegar og /gnt/ og /ngt/ renni saman, t.a.m. í myndunum rigndi-hringdi og rignt-hringt (sbr. Alexander Jóhannesson 1923-24, bls. 177). Samkvæmt fyrrnefndri þróun á undan uppgómmæitu /n/ mætti búast við að I dæmum eins og rigndi-rignt, hrygndi-hrygnt, hegna-hegnt o.s.frv. yrðu sams konar sérhljóðabreytingar og I hringdi-hringt og tengja-tengt en það hefur yfirleitt ekki orðið: Hér er um áhrif frá þeim myndum þar sem umhverfi hljóðreglunnar er ekki til staðar, t.d. rigna/rignir, hrygna/hrygnir, hegna/hegnum o.s.frv. (sbr. Hrein Benediktsson 1959, bls. 59-60), þ.e. áhrifsútjafnanir. Dæmi um hljóðrétta þróun er framburðurinn gegna [cskna] andspænis gegndi [ceigti] og gegnt [csirjt]/[ceirjth] (sbr. einnig Hrein Benediktsson 1959, bls. 60-61). Úr umfjöllun Hreins Benediktssonar (1959, bls. 61-63) er loks að nefna þróun upprunalega stuttra sérhljóða á undan framgómmæltu /y/. Þar hefur yfirleitt orðið tvíhljóðun/nálæging, þ.e. /i/>[ij], / u/>[yí], /e/>[si], /ö/>[œi], /a/>[ai] og /o/>[oi], t.d. stigi, hugi, segi, lögin, lagið og bogi. í (9) má sjá beygingu orðsins spegill, annars vegar eins og hún „hefði átt að vera“ miðað við hljóðumhverfi og hins vegar eins og hún er vegna (orðhlutalegrar) áhrifsútjöfnunar:8 (9) hljóðrétt nísl. et. nf. speigill speigill þf. speigil speigil Þgf■ spegli -» speigli ef. speigils speigils 7 Þetta eru eins og gefur að skilja einungis vangaveltur enda veit ég ekki til þess að þetta atriði hafi verið rannsakað sérstaklega. 8 Til að draga muninn sem skýrast fram er stuðst við ritunartákn þar sem <e> táknar einhljóðið [e] og <ei> tvíhljóðið [si]. 80
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.