Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 82
öðrum áttum.
Sú almenna regla gildir í íslensku að önghljóðið
/y/ „hverfur sem slíkt“ á eftir bakmæltu
þanhljóðunum /ú, á, ó/ í bakstöðu og á undan /a, u/.
Þannig segja menn t.d. lág [lau:], plógar [phlou:ar]
og súgur [su:yr] eða þ.u.l.5 Á eftir sömu hljóðum og
undan /i/ kemur þetta hljóðan hins vegar fram sem
[j] eins og í súgi
[su:ji], láginni [lau:jini] og skóginum [skou:
jinum].6 Hreinn segir að þegar orðmyndin lágir er
borin fram [lau:ir] en ekki [lau:jir] sé um að ræða
„áhrifsbreytingu frá öðrum beygingarmyndum
orðsins, þar sem /g/ féll brott reglulega" (s.s. lágan,
lágum og lág) en segir svo að „við áhrifsbreytingu
frá t.d. bláan, bláum, blá“ verði ft. af lágir [lau:ir]
eins og bláir [plau:ir] (1959, bls. 57). Hann virðist
því líta á þessa breytingu sem einhvers konar
samverkun áhrifsútjöfnunar og hlutfallsmyndunar
samkvæmt þeim hugtökum sem hér er stuðst við.
Eins og kunnugt er hefur gamalt /rr/ í bakstöðu
styst, s.s. herr>her, stórr>stór, hamarr>hamar,
berr>ber og ferr>fer(sbr. Jóhannes L.L.
Jóhannesson 1924, bls. 74-76). Beyging
lýsingarorðsins þurr í frumstigi „ætti“ t.d. að líta
þannig út (sömuleiðis kyrr/kjurr):
(8)
kk. kvk. hk.
nf. þur þur þurrt
þf. þurran þurra þurrt
Þgf■ þurrum þurri þurru
ef. þurrs þurrar þurrs
nf. þurrir þurrar þur
þf. þurra þurrar þur
þgf: þurrum þurrum þurrum
ef. þurra þurra þurra
Eins og Hreinn bendir á er r-ið I nf.et.kk. og kvk.
og nf. og þf. ft.hk. ýmist langt eða stutt I framburði
nútímamálsins (1959, bls. 58). Hann gerir ráð fyrir
að langa afbrigðið sé til komið vegna áhrifa frá
þeim beygingarmyndum þar sem langt [r:] I stofni
hélst hljóðrétt en einnig sé til I dæminu að stutta
afbrigðið hafi flust yfir í hin föllin. Þannig séu til tvær
stofnmyndir sem ganga í gegnum alla beyginguna,
annars vegar þurr- og hins vegar þur- (1959, bls.
5 Hér koma til greina fleiri möguleikar við hljóðritun [(a/o)u:j á
undan [a] og [Y], t.d. einhvers konar skriðhljóðsinnskot ([w]),
en það skiptir ekki höfuðmáli I þessu sambandi.
6 Stefán Einarsson (1945, bls. 27) heldur því fram að [j]
haldist á undan /i, j/ nema þegar það fer á eftir /jú/. Þannig
hljóðritar hann annars vegar fljúgi [flju:i] en hins vegar
súgi [su:ji]. Þess ber að geta að þetta er sett fram sem
regla handa útlendingum, e.t.v. frekar til að létta þeim
framburðarnámið helduren lýsa málinu sem nákvæmast.
58-59). Reyndar kannast ég ekki við síðarnefndu
beyginguna, þ.e. útbreiðslu stutts [r] um alla
beyginguna, og efast reyndar stórlega um að t.d.
[0Y:rYm] („þurum“) I þgf.ft. komi fyrir. Hins vegar
tel ég að „blandaða beygingin", þ.e.a.s. sú sem
sýnd er I (8), tíðkist samhliða beygingardæminu þar
sem langa r-ið hefur jafnast út.7 Langt [r:] I orðum
eins og fyrr og verr og kjarr telur Hreinn til komið
vegna áhrifa frá orðmyndum eins og fyrri, verri og
kjarri/kjarrið (í síðastnefnda orðinu er r-ið reyndar
alltaf langt og þar er því engin „samkeppni" eða
togstreita frá samtímalegu sjónarmiði).
Upprunaleg einhljóð tvíhljóðuðust/nálægðust
almennt á undan gómmæltu /n/ snemma í íslensku,
þ.e. e>ei eins og í lengi, ö>öí sbr. löng, /i, y, u, a/>/í,
ý, ú, á/, t.d. hringur, yngri, ungur og langur (sbr.
Jóhannes L.L. Jóhannsson 1924, bis. 19-24). Einnig
mun vera forn samlögun /g, k/ + /n/1 uppgómmælt
/n/ á undan /d, t/ þannig að framburður /gnd/
og /ngd/ annars vegar og /gnt/ og /ngt/ renni
saman, t.a.m. í myndunum rigndi-hringdi og
rignt-hringt (sbr. Alexander Jóhannesson 1923-24,
bls. 177). Samkvæmt fyrrnefndri þróun á undan
uppgómmæitu /n/ mætti búast við að I dæmum
eins og rigndi-rignt, hrygndi-hrygnt, hegna-hegnt
o.s.frv. yrðu sams konar sérhljóðabreytingar og I
hringdi-hringt og tengja-tengt en það hefur yfirleitt
ekki orðið: Hér er um áhrif frá þeim myndum þar
sem umhverfi hljóðreglunnar er ekki til staðar,
t.d. rigna/rignir, hrygna/hrygnir, hegna/hegnum
o.s.frv. (sbr. Hrein Benediktsson 1959, bls. 59-60),
þ.e. áhrifsútjafnanir. Dæmi um hljóðrétta þróun er
framburðurinn gegna [cskna] andspænis gegndi
[ceigti] og gegnt [csirjt]/[ceirjth] (sbr. einnig Hrein
Benediktsson 1959, bls. 60-61).
Úr umfjöllun Hreins Benediktssonar (1959, bls.
61-63) er loks að nefna þróun upprunalega stuttra
sérhljóða á undan framgómmæltu /y/. Þar hefur
yfirleitt orðið tvíhljóðun/nálæging, þ.e. /i/>[ij], /
u/>[yí], /e/>[si], /ö/>[œi], /a/>[ai] og /o/>[oi], t.d. stigi,
hugi, segi, lögin, lagið og bogi. í (9) má sjá beygingu
orðsins spegill, annars vegar eins og hún „hefði átt
að vera“ miðað við hljóðumhverfi og hins vegar eins
og hún er vegna (orðhlutalegrar) áhrifsútjöfnunar:8
(9) hljóðrétt nísl.
et. nf. speigill speigill
þf. speigil speigil
Þgf■ spegli -» speigli
ef. speigils speigils
7 Þetta eru eins og gefur að skilja einungis vangaveltur enda
veit ég ekki til þess að þetta atriði hafi verið rannsakað
sérstaklega.
8 Til að draga muninn sem skýrast fram er stuðst við
ritunartákn þar sem <e> táknar einhljóðið [e] og <ei>
tvíhljóðið [si].
80