Mímir - 01.06.2005, Page 84

Mímir - 01.06.2005, Page 84
viðfangsefnið horfir við algengum fræðikenningum. (12) skýr framb. óskýr framb. áhrifsmyndir án gr. et. nf. klósett klósett -» klóst þf. klósett klósett -» klóst Þgf■ klósetti klósti klósti ef. klósetts klósetts -» klósts ft. nf. klósett klósett -»klóst þf. klósett klósett -* klóst Þgf■ klósettum klóstum klóstum ef. klósetta klósta klósta m.gr. et. nf. klósettið klóstið klóstið þf. klósettið klóstið klóstið Þgf: klósettinu klóstinu klóstinu ef. klósettsins klóstsins klóstsins ft. nf. klósettin klóstin klóstin Þf. klósettin klóstin klóstin Þgf: klósettunum klóstunum klóstunum ef. klósettanna klóstanna klóstanna Það sem gerist hér er að tvíkvæðu stofnmyndirnar, sem eftir standa þegar „reglan um brottfall annars atkvæðis" hefurfengið að virka, styttast vegna áhrifa frá brottfallsmyndunum (feitletraðar hér að ofan). Hér eru því að verki áherslulögmál sem breyta fyrst einstökum beygingarmyndum, síðan verður áhrifsútjöfnun þar sem þær myndir fara að hafa áhrif á aðrar myndir og breiðast sér að lokum út um allt beygingardæmið. Loks má nefna atriði sem hugsanlegt er að líta á sem eins konar áhrifsútjöfnun. Þannig er að stundum er notaður „stafsetningarframburður" á samhljóðaklösum sem ættu samkvæmt hljóðreglum að samlagast. Dæmi um þetta er orðið virkt í setningunni „Konungsfólkið var virkt í veislunni". Hér gætu menn sagt [virktj ([virxtj eða þ.u.l.j I stað þess að fella uppgómmælta (lok)hljóðið niður eins og eðlilegt er við þessar aðstæður ([virt]). Svona framburður kemur að vísu tæpast fyrir nema verið sé að fyrirbyggja misskilning; rugling lo. virkur- virtur í þessu tilfelli. Sé litið á beygingardæmi lýsingarorðsins virkur kemur í Ijós að einungis nf. og þf. hk.et. fella niður lokahljóð stofnsins samkvæmt hljóðreglum þannig að í þeim skilningi er um að ræða áhrifsútjöfnun þegar það hljóð fær að njóta sín í framburði. Annað dæmi um þetta væri að bera velkt (Ih.þt. so. velkja) fram sem [vslkt]/[velkth] en ekki [vslt]/[vslth], til aðgreiningar frá velt, þ.e. Ih.þt. af so. velta. Af framansögðu má Ijóst vera að áhrifsútjafnanir varða mjög samband hljóðkerfis og orðhlutakerfis. Hugmyndir manna um afstöðu þessara hiuta málkerfisins hvors til annars og stöðu þeirra í kerfinu í heild eru býsna mismunandi og fela í sér mismunandi möguleika til skýringar á því sem hér er á ferð. Þess vegna er rétt að kanna næst hvernig 4. Áhrifsútjafnanir og mismunandi fræðikenningar 4.1 Hefðbundin generatíf hljóðkerfisfræði og lexíkölsk hljóðkerfisfræði Generatíf hljóðkerfisfræði að hætti Chomskys og Halle (1968) gerir ráð fyrir að hljóðfræðileg yfirborðsform séu „leidd af“ baklægum gerðum, annars vegar með hljóðfræðilega skilyrtum reglum (hljóðkerfisreglum) og hins vegar orðhlutalegum (morfólógískum) reglum sem setja endingar á stofna og sjá um beygingar- og orðmyndunarlega skilyrt hljóðavíxl. Algeng skilgreining á hljóðkerfisreglum miðað við þessar hugmyndir er að þær vísi aðeins til aðgreinandi þátta í strengnum sem þeim er beitt á, svo og orðhlutaskila og orðaskila en geti aftur á móti ekki vísað til ákveðinna beygingarformdeilda eða einstakra orða (sbr. t.d. Eirík Rögnvaldsson 1981, bls. 27). Þegar t.d. [Iau:jir] (lágir) verður að [lauar] er nærtækast samkvæmt þessum hugmyndum að líta svo á að baklæga gerðin sé endurtúikuð út frá þeim myndum sem /y/ hverfur í framburði: #lág-r# > #lá-r#. Síðan sjá almennar hljóðbeygingarreglur og hljóðkerfisreglur um að ieiða út réttar beygingarmyndir. Sama má væntanlega segja um það þegar klósett verður klóst, baklæga gerðin er þá endurtúlkuð út frá styttu stofnmyndunum: #klósett# > #klóst#. Þegar [scifs] verður [scips] eða [sci.ps] vandast málið. Tæpast er hægt að gera ráð fyrir að baklæga gerðin hafi breyst vegna þess að öll hin birtingarform myndansins eru eins og við er að búast miðað við baklægu gerðina #skip#. Sennilega þyrfti að lýsa breytingunni á þann veg að sérmerkt hljóðbeygingarregla taki við af hljóðkerfisreglunni (önghljóðunarreglunni) en það vekur spurningar um samband og verkaskiptingu þessara reglna. Vert er að taka eftir því að innan þessa líkans er „hlutum“ málkerfisins haldið aðgreindum (setningarhluta, beygingarhluta og hljóðkerfishluta) en gert ráð fyrir að hljóðkerfisreglur hafi aðgang að upplýsingum um orðhlutaskil o.þ.h. (sbr. Eirík Rögnvaldsson 1990, bls. 11-12)." Þessi lýsing gengur sem sagt út frá að hljóðkerfið og orðhlutakerfið séu „aðskilin" og kemur að því leyti ilia heim og saman við það nána samspil hljóðafars og orðhlutagerðar sem á sér greinilega stað við áhrifsútjöfnun. Snemma á níunda áratugnum komu generatífistar fram með svonefnda orðasafnshijóðkerfisfræ ði (e. lexical phonology) til að fást við verkefni „morfófónemíkurinnar" (sbr. Kiparsky 1984). Meðal 11 i skrifum af þessu tagi er „umhverfi" reglnanna gjarna táknað með sérstökum (nokkuð flóknum) formalisma. 82
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.