Mímir - 01.06.2005, Qupperneq 100

Mímir - 01.06.2005, Qupperneq 100
Gangseinir og grúví guðir American Gods Höfundur Emil Hjörvar Petersen American Gods Neil Gaiman Gefið út af HarperTouch árið 2002 Hann er breskur og býr f stóru svörtu húsi í Minnesota í Bandaríkjunum, þar sem hann ræktar grasker. Hann á mörg stórverk að baki, og er þegar margverðlaunaður og virtur sem rithöfundur. Hann heitir Neil Gaiman og er talinn einn af fremstu fantasíu- og vísindaskáldsagnahöfundum samtfmans. Gaiman er einna þekktastur fyrir að færa myndasöguformið á hærra þlan með sögunum um Sandman, sem og að eiga stóran þátt í því að fá myndasöguna viðurkennda sem bókmenntaform. Hann hefur komið víða við í bókmenntaheiminum, m.a. skrifað skáldsöguna Good Omens (1990) með höfundi Discworld - bókaseríunnar, Terry Pratchett. Barnabækur, smásögur, Ijóð, leikrit og epískar skáldsögur; ekkert lætur Gaiman kyrrt liggja. Eitt af megineinkennum sagna Gaimans er úrvinnsla með goðsagnir og trúarbrögð. Sandman - myndasögurnar og margar fleiri sögur eftir Gaiman innihalda allra þjóða guði og verur. Skáldsagan Amerícan Gods (2002) er eins konar hápunktur þess þema hjá Gaiman; epísk saga um alla þá guði sem fyrirfinnast í Ameríku. Megininnihald sögunnar er nokkuð skýrt og skorinort. Fornu guðirnir sem fylgdu öllum þeim þjóðum sem fluttust til Ameríku eru búnir að missa kraft sinn því nánast enginn trúir á þá lengur. Þeir þurfa að vinna fyrir sér eða beita klókindum og brellum til þess að lifa af. Óðinn stundar ýmiss konar svindl, gömlu egypsku guðirnir reka útfarastofur, arabískir andar keyra leigubíl o.s.frv. Nýir guðir koma fram á sjónarsviðið: kreditkorta- , bíla-, fjölmiðla-, tölvu-, eiturlyfja- og jafnvel vændisguðir eru með yfirtökur. Ameríka er ekki nógu stór fyrir báðar fylkingar þannig að stríð er yfirvofandi. Aðalpersónan, Shadow, stendur í miðju alls þessa. Persónusköpunin er fagmannlega unnin að mestu leyti. Óðinn - sem heitir í raun Wednesday, en það vefst ekki fyrir nokkrum íslenskum lesanda allt frá byrjun að um Alföðurinn sé að ræða - er í gervi gamals og hrokafulls karls. Aftur á móti afhjúpast hann við og við, og sést þá í hinn volduga norræna guð. Ef glöggt er á litið hafa nánast allar persónur Gaimans að geyma tvíeðli af einhverju tagi, eins og það sé um að ræða hina „æðri“ og „óæðri“ persónu. Annað hvort eru þær í óæðri hamnum og reyna að brjótast yfir í þann æðri, eða þá hafa tapað þeim æðri og eru fastar í þeim óæðri. Shadow er dæmi um hið fyrrnefnda. Helsti drifkraftur sögunnar er þroskasaga hans andspænis þeim gífurlegu atburðum sem eiga sér stað. Maður fær strax þá tilfinningu allt frá byrjun sögunnar að Shadow þjóni einhverjum æðri tilgangi, að hann sé útvalinn og tengist guðunum beint á einhvern hátt. Þó að persóna Shadows sé vel spunnin söguþræðinum, þá er hún heldur litlaus og skortir veruleg persónueinkenni. Lesendum mun eflaust ekki takast að samsama sig Shadow nógu vel. Einnig ereiginkona hans, Laura, nokkuð ósannfærandi persóna. Hún heldur framhjá Shadow þegar hann er í fangelsi en eftir dauða sinn gengur hún aftur og eltir hann á röndum. Hlutskipti Lauru í sögunni er hálffurðuiegt. Stundum er hún djöfull að draga, stundum hálfgerður verndarengill Shadows og undir lokin þá drepur hún sjálfan Loka Laufeyjarson! Þótt um fantasíu sé að ræða þá verður að vera jafnvægi og raunsæi í persónusköpun, sem Gaiman hefur ekki náð fram með persónu Lauru. Neil Gaiman er enginn hefðbundinn fantasíu- og vísindaskáldsagnahöfundur. Sögur hans hafa að geyma mikinn mannlegan skilning og vitund um þætti þjóðfélagsins. Ást, svik og væntingar til lífsins og samfélagsins skipa stóran sess í Amerícan Gods. Stíll Gaimans flæðir vel og helst í jafnvægi alla söguna, en það er enginn hægðarleikur að halda uppi sama stílnum í svo langri og kaflaskiptri bók. Til að mynda þarf Shadow að fara í felur á vissum tímapunkti. Wednesday útvegar honum hús í smábæ (Lakeside) lengst í norðanverðri Ameríku. í fyrstu er erfitt að glöggva sig á tilgangi þess hluta sögunnar. Friðsæll bærinn hefur svartan blett á sér, því að með vissu millibili hverfa börn og 98
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.