Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 100
Gangseinir og grúví guðir
American Gods
Höfundur
Emil Hjörvar Petersen
American Gods
Neil Gaiman
Gefið út af HarperTouch árið 2002
Hann er breskur og býr f stóru svörtu húsi í
Minnesota í Bandaríkjunum, þar sem hann ræktar
grasker. Hann á mörg stórverk að baki, og er
þegar margverðlaunaður og virtur sem rithöfundur.
Hann heitir Neil Gaiman og er talinn einn af
fremstu fantasíu- og vísindaskáldsagnahöfundum
samtfmans. Gaiman er einna þekktastur fyrir að
færa myndasöguformið á hærra þlan með sögunum
um Sandman, sem og að eiga stóran þátt í því að fá
myndasöguna viðurkennda sem bókmenntaform.
Hann hefur komið víða við í bókmenntaheiminum,
m.a. skrifað skáldsöguna Good Omens (1990) með
höfundi Discworld - bókaseríunnar, Terry Pratchett.
Barnabækur, smásögur, Ijóð, leikrit og epískar
skáldsögur; ekkert lætur Gaiman kyrrt liggja. Eitt
af megineinkennum sagna Gaimans er úrvinnsla
með goðsagnir og trúarbrögð. Sandman -
myndasögurnar og margar fleiri sögur eftir Gaiman
innihalda allra þjóða guði og verur. Skáldsagan
Amerícan Gods (2002) er eins konar hápunktur
þess þema hjá Gaiman; epísk saga um alla þá guði
sem fyrirfinnast í Ameríku.
Megininnihald sögunnar er nokkuð skýrt og
skorinort. Fornu guðirnir sem fylgdu öllum þeim
þjóðum sem fluttust til Ameríku eru búnir að missa
kraft sinn því nánast enginn trúir á þá lengur.
Þeir þurfa að vinna fyrir sér eða beita klókindum
og brellum til þess að lifa af. Óðinn stundar
ýmiss konar svindl, gömlu egypsku guðirnir reka
útfarastofur, arabískir andar keyra leigubíl o.s.frv.
Nýir guðir koma fram á sjónarsviðið: kreditkorta-
, bíla-, fjölmiðla-, tölvu-, eiturlyfja- og jafnvel
vændisguðir eru með yfirtökur. Ameríka er ekki
nógu stór fyrir báðar fylkingar þannig að stríð er
yfirvofandi. Aðalpersónan, Shadow, stendur í miðju
alls þessa.
Persónusköpunin er fagmannlega unnin að mestu
leyti. Óðinn - sem heitir í raun Wednesday, en það
vefst ekki fyrir nokkrum íslenskum lesanda allt frá
byrjun að um Alföðurinn sé að ræða - er í gervi
gamals og hrokafulls karls. Aftur á móti afhjúpast
hann við og við, og sést þá í hinn volduga norræna
guð. Ef glöggt er á litið hafa nánast allar persónur
Gaimans að geyma tvíeðli af einhverju tagi, eins
og það sé um að ræða hina „æðri“ og „óæðri“
persónu. Annað hvort eru þær í óæðri hamnum og
reyna að brjótast yfir í þann æðri, eða þá hafa tapað
þeim æðri og eru fastar í þeim óæðri. Shadow er
dæmi um hið fyrrnefnda. Helsti drifkraftur sögunnar
er þroskasaga hans andspænis þeim gífurlegu
atburðum sem eiga sér stað. Maður fær strax
þá tilfinningu allt frá byrjun sögunnar að Shadow
þjóni einhverjum æðri tilgangi, að hann sé útvalinn
og tengist guðunum beint á einhvern hátt. Þó að
persóna Shadows sé vel spunnin söguþræðinum,
þá er hún heldur litlaus og skortir veruleg
persónueinkenni. Lesendum mun eflaust ekki
takast að samsama sig Shadow nógu vel. Einnig
ereiginkona hans, Laura, nokkuð ósannfærandi
persóna. Hún heldur framhjá Shadow þegar hann
er í fangelsi en eftir dauða sinn gengur hún aftur
og eltir hann á röndum. Hlutskipti Lauru í sögunni
er hálffurðuiegt. Stundum er hún djöfull að draga,
stundum hálfgerður verndarengill Shadows og
undir lokin þá drepur hún sjálfan Loka Laufeyjarson!
Þótt um fantasíu sé að ræða þá verður að vera
jafnvægi og raunsæi í persónusköpun, sem Gaiman
hefur ekki náð fram með persónu Lauru.
Neil Gaiman er enginn hefðbundinn fantasíu- og
vísindaskáldsagnahöfundur. Sögur hans hafa að
geyma mikinn mannlegan skilning og vitund um
þætti þjóðfélagsins. Ást, svik og væntingar til lífsins
og samfélagsins skipa stóran sess í Amerícan
Gods. Stíll Gaimans flæðir vel og helst í jafnvægi
alla söguna, en það er enginn hægðarleikur að
halda uppi sama stílnum í svo langri og kaflaskiptri
bók. Til að mynda þarf Shadow að fara í felur á
vissum tímapunkti. Wednesday útvegar honum
hús í smábæ (Lakeside) lengst í norðanverðri
Ameríku. í fyrstu er erfitt að glöggva sig á tilgangi
þess hluta sögunnar. Friðsæll bærinn hefur svartan
blett á sér, því að með vissu millibili hverfa börn og
98