Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 104
Iðunnar og dráp Þjassa.
í Snorra-Eddu er Loka lýst á eftirfarandi hátt:
Sá er enn talðr með ásum, er sumir kalla
rógbera ásanna ok frumkveða flærðanna ok
vömm allra goða ok manna. ... Loki er fríðr ok
fagr sýnum, illr í skaplyndi, mjök fjölbreytinn
at háttum. Hann hafði þá speki um fram aðra
menn, er slægð heitir, ok vélar til allra hluta.
Hann kom ásum jafnan í fullt vandræði, ok oft
leysti hann þá með vélræðum.12
Orðin mjök fjölbreytinn at háttum má túlka á þann
hátt að Loki hafi auðveldlega getað skipt um
gervi og tekið hamskiptum, enda kemur hann oft
fram í öðrum gervum en sínu eigin. Tvisvar þarf
hann á utanaðkomandi hjálp að halda til þess
og fær lánaðan fjaðurham Freyju til að fljúga til
Jötunheima, annars virðist hann geta skipt um
gervi án fyrirhafnar. í sögunni um dauða Baldurs
kemur hann tvisvar fram sem kona, fyrst þegar
hann fær Frigg til að segja sér að mistilteinninn
hafi ekki svarið að deyða ekki Baldur og þá „... brá
hann sér í konu líki.“13 Síðan er hann í gervi Þakkar,
tröllkonunnar sem neitar að gráta Baldur, svo hann
snúi heim úr helju.14 í sögunni um borgarsmiðinn
bregður hann sér í merarlíki og ber fyl,15 og er fluga
í helli (valdssona.16
Hamskipti Loka hafa greinileg áhrif á afkvæmi
hans, hvort sem hann er faðir eða móðir þeirra.
Óvættirnar Fenrisúlf og Miðgarðsorm og
dauðagyðjuna Hel á hann með Angurboðu og með
Svaðilfara á hann hestinn Sleipni. Einu mennsku
börnin sem hann virðist hafa eignast eru synirnir
Narfi og Váli, sem hann átti með Sigyn, en æsirnir
breyttu Vála í úlf og drap hann bróður sinn og var
Loki fjötraður með þörmum hans.17
Ellis Davidson álítur að þegar Loka sé kennt um
dauða Baldurs sé það byggt á hugmynd um að
einhver undirheimakraftur standi gegn Óðni og
valdi dauða sonar hans. í Snorra-Eddu er það
gýgurin Þökk sem neitar að gráta Baldur og heimta
hann þannig úr helju og var talið að það væri Loki í
dulargervi. I Baldrs draumum ásakar Óðinn völvuna
um hefndarhug gegn Baldri og segir hana hvorki
vera völvu né vísa konu, heldur móður þriggja
þursa. Viðbrögð völvunnar verða þau að hún segir
að enginn muni sjá hana aftur fyrr en Loki losni
12 Snorri Sturluson 1949, bls. 46.
13 Snorri Sturluson 1949, bls. 80.
14 Snorri Sturluson 1949, bls. 84.
15 Snorri Sturluson 1949, bls. 61-62.
16 Snorri Sturluson 1949, bls. 149-150.
17 Snorri Sturluson 1949, bls. 86.
102
úr böndum sínum. Þar með er gefið i skyn að
Loki tali fyrir munn hinnar látnu völvu og sé sjálfur
móðir þriggja þursa og að Angurboða sé nafn
á kvenkynsmynd Loka og að þursarnir séu Hel,
Miðgarðsormur og Fenrisúlfur.18
Þetta er athyglisverð tilgáta og enn athyglisverðara
er það að hér er Loki í kvengervi. Ef kvengervi Loka
er í gýgjarformi og hann hefur gert eitthvað af því
að bregða sér í það, gæti það útskýrt ásakanir
Óðins í Lokasennu og skýrt betur af hverju Loki á
svo auðvelt með að bregða sér í líki fylgdarmeyjar
Þórs í Þrymskviðu og talar jafnvel um sjálfan sig í
kvenkyni. Ef Loki átti sér kvengervi sem hann brá
sér oft í, var hann auðvitað alltaf argur, því hann var
í senn kona og maður, jötunn og ás. Þetta kemur
heim og saman við orð Óðins í Lokasennu:
átta vetr
vartu fyr jörð neðan,
kýr mólkandi ok kona,
ok hefr þú þar börn borit,
ok hugða ek þat args aðal.19
Þessi kynferðislega aðdróttun er samtvinnuð því
að hafa verið neðanjarðar, sem á að öllum líkindum
að þýða að Loki hafi verið kona jötna og trölla,
hverra kynhneigð sé gróf og hömlulaus. Svipað
liggur að baki fjölmörgum aðdróttunum í öðrum
bókmenntagreinum, til dæmis þegar Skarphéðinn
kallar Flosa brúði Svínfellsáss í Njálu, og þegar
Þór þarf að fara til jötna í kvengervi í Þrymskviðu.
Kvenímyndin sjálf var ekki niðrandi, eingöngu þegar
karlmenn þóttu hegða sér eins og konur.20
En kvengerving Loka hefur ekki alltaf í för með sér
hörmungar fyrir æsina. í Þrymskviðu verður hún
ásum og mönnum til bjargar, þegar hann hjálpar
Þór að endurheimta Mjölni, auk þess sem kænska
Loka og innlifun í kvenhlutverkið bjargar Þór
margoft frá afhjúpun og gerir klaufaskap Þórs því
hlægilegan en ekki harmrænan. Innlifun Loka er svo
mikil að hann virðist tala um sjálfan sig í kvenkyni
og álíta sjálfan sig vera kvenkyns.
í 20. erindi Þrymskviðu segir Loki við Þór þegar
báðir hafa klæðst kvenbúningi:
‘Mun ec oc með þér
ambót vera,
við scolom aca tvau
i iotunheima’
18 Ellis Davidson 1964, bls. 188.
19 Eddukvæði 1949, bls. 150.
20 Meulengracht Sorensen 1980, bls. 28-29.