Mímir - 01.06.2005, Qupperneq 105

Mímir - 01.06.2005, Qupperneq 105
í vísunni er notuð hvorugkynsmynd töluorðsins tveir, þegar um er að ræða tvo karlkyns æsi i kvenbúningum. Útgefendum leist ekki vei á þessa tvíræðni og notuðu orðið í kvenkyni, það var ekki fyrr en í Edduútgáfu Hans Kuhn 1962 að orðið kom fyrir í hvorugkyni, líkt og í frumtextanum. Spurningin er sú af hverju Loki kýs að nota hvorugkynsformið, hvor þeirra Þórs er kona og hvor karl? Nokkrum erindum áður er Þór hræddur um að kallast argur ef hann fer í kvenmannsföt, sem er ekki skrýtið með tilliti til þess að hann er nýrændur manndómstákni sínu, hamrinum, og nú á að klára kvengervinguna og klæða hann í kvenmannsföt. Loki svarar ótta Þórs án þess að minnast á ergi, aðalmálið er að endurheimta hamarinn og óvenjulegar aðstæður krefjast óvenjulegra úrræða. Það er greinilegt að Þór er ekki nógu sveigjanlegur til að leika hlutverk sem honum er ókunnugt. Loki veit það og býðst því til að leika ambátt því að slíkur hlutverkaleikur er honum eðlislægur og hann er tilbúinn til að ganga alla leið og verður kvenkyns, á meðan Þór er ótraustur í sínu hlutverki, líkt og sést á kenningum um þá, Þór er kallaður Sifjar ver, en Loki atsnotur ambátt. Ef Loki hefði ekki lifað sig inn í hlutverk sitt hefði sagan endað fyrr og verr. Klaufaskapur Þórs er kómískur en ekki ógnvekjandi, vegna þess að Loki bjargar honum úr hverri raun .21 Getur verið að eitthvað samband sé á milli Loka og Þórs? Hægt er að túlka það að Loki kalli sjálfan sig ambátt Þórs að þeir eigi í einhverju sambandi. Kannski er hann bara að bregðast við hræðslu Þórs um að vera kallaður argur með því að bjóðast til að vera ambátt hans og verða þar með þolandinn í ergi, en Þór gerandi, sem virðist ekki hafa verið eins neikvætt og vafamál hvort það var kallað ergi. Jón Karl Helgason hefur líka bent á að Þór gæti hafa misst manndóm sinn á tvennan hátt í upphafi Þrymskviðu, bæði með því að tapa hamrinum og einnig með því að vera hugsanlega rekkjunautur Loka.22 Loki leikur aðalhlutverkið í sögunni um rán Iðunnar og eplanna og dráp Þjassa í kjölfarið. Hann er hreyfiaflið í sögunni og hjálpar bæði Þjassa við ránið og ásunum að endurheimta Iðunni. í lok sögunnar kemur svo í hans hlut að hlægja Skaði Þjassadóttur, en það setti hún sem skilyrði fyrir sáttunum. Til þess bindur Loki annan enda bands við hreðjar sér, en hinn endann við skegg geitar, og svo togast þau á og skrækja bæði og að lokum lætur Loki sig falla á hné Skaði og þá hlær hún.23 21 Rieger 1975, 7-9. 22 Jón Karl Helgason 2002, bls. 160-161. Nánari útlistun á þessari hugmynd er í kaflanum um Þór. 23 Snorri Sturluson 1949, bls. 100. Turville-Þetre álítur að sagan um tog Loka og geitarinnar hljóti að vera gömul, því Snorri notar nú glataða heimild, sem er samsvarandi frásögn Haustlangar á ráni Iðunnar, drápi Þjassa og makavali Skaði og virðist ekki bregða út frá henni og því ólíklegt að hann hafi bætt þessu við. Auk þess sé frásögnin flókin og frumstæð og varia lík neinu sem Snorri myndi spinna við söguna.24 John Lindow hefur skoðað þessa sögu og reynt að finna hliðstæður við hana. Við fyrstu sýn er mikil samsvörun milli þessarar hegðunar Loka og alþjóðlegra sagna um biðil sem þarf að láta kóngsdótturina hlæja til þess að mega giftast henni. Þar kemur þó upp vandamál, því Loki er ekki biðill, það hlutverk er fremur í höndum Skaði. Auk þess límast oft margir saman i ævintýrunum og lenda í kostulegri skrúðgöngu (svo sem í ævintýrinu um gylltu gæsina) en hér eru bara tveir aðilar, Loki og geitin, sem eru festir saman „kóngsdótturinni" til skemmtunar og það minnir frekar á refsingar fyrir framhjáhald, þar sem eiginkona ótrús eiginmanns teymdi hann um götur bæjarins með því að halda í lim hans. Lindow gerir ráð fyrir því að geitin sé kvenkyns25 og þar með bindur Loki karlmennskutákn sitt í skegg kvendýrs og þar sem skegg er venjulega karlmennskutákn er kyngervi geitarinnar á reiki og þar með kyngervi Loka. Er eitthvað að marka karlmennskutákn hans, ef ekkert er að marka karlmennskutákn geitarinnar? Hvorugt bregst við sársaukanum á karlmannlegan hátt og skrækja þau bæði.26 Óðinn í fyrsta hluta Heimskringlu Snorra Sturlusonar, Ynglinga sögu, er tilurð Ása skýrð á svipaðan hátt og í Snorra-Eddu. Óðinn er mikilhæfur og virtur höfðingi sem ýmislegt kann fyrir sér í göldrum og sjónhverfingum og hefur með því öðlast guðlega virðingu meðal manna sinna. Þegar eiginleikum Óðins er lýst í Ynglinga sögu, er hann sagður fjölkunnugur og hafa öðlast visku sína frá höfði Mímis sem hann bar með sér og með því að vekja upp dauða og temja hrafna til að afla sér frétta. Hann bjó til rúnir og galdraljóð og áður en hann dó kenndi hann blótgoðum sínum listirnar.27 Þetta stangast að nokkru leyti á við hvernig Óðni er lýst í Snorra-Eddu, þar er hann faðir allra goða, alvitur og ræður öllu.28 Hann er skapari heimsins og 24 Turville-Petre bls. 134. 25 í Snorra Eddu er geitin ekkí kyngerð, en talað um dýrið í kvenkyni enda er orðið geit kvenkynsorð. 26 Lindow 1992, bls. 132-135. 27 islenzk tornrit XXVI 1979, bls. 18-20. 28 Snorri Sturluson 1949, bls. 35-36. 103
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.