Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 107

Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 107
sem fljúga um allan heim að leita honum frétta eru táknmyndir fyrir huga sjamans, sem ferðast langar leiðir utan líkamans. Þessi hæfileiki Óðins til þess að ferðast til hinna dauðu og geta aflað sér frétta hvaðanæva að virðist hafa átt vel saman við það hlutverk hans, að vera hernaðarguð.38 Sjamanisma fylgir óhjákvæmilega sú ókarlmannlega iðja að fremja seið. í Ynglinga sögu, þegar sagt hefur verið frá hæfileikum Óðins til þess að skipta hömum, er Óðni ennfremur lýst á þennan hátt: „Óðinn kunni þá íþrótt, svá at mestr máttr fylgði, ok framði sjálfr, er seiðr heitir, en af því mátti hann vita orlgg manna ok óorðna hluti, svá ok at gera mgnnum bana eða óhamingju eða vanheilendi, svá ok at taka frá mgnnum vit eða afl ok gefa gðrum. En þessi fjglkynngi, er framið er, fylgir svá mikil ergi, at eigi þótti karlmgnnum skammlaust við at fara, ok var gyðjunum kennd sú íþrótt."39 Dag Strömbáck hefur skoðað völvur og seið þeirra í nokkrum forníslenskum ritum og borið saman við samíska sjamana og síberíska sjamanahefð. Margt er líkt með athöfnum völva í íslenskum heimildum og sjamana í þeim samísku, en grundvallarmunurinn er sá að íslensku völvurnar voru allar kvenkyns á meðan samísku sjamanarnir voru allir karlkyns. í síberískri hefð eru sjamanar bæði karlkyns og kvenkyns en víða eru konurnar álitnar öflugri en karlarnir. Þannig að verið gæti að eitthvað sé sérstaklega kvenlegt við seið í norðurevrópskri og norðurasískri hefð og vegna þess hafi hann verið tengdur ergi á norrænu svæði.40 Auk þess taka karlsjamanar í Síberíu oft upp kvenlega siði, flétta hár sitt og ganga í kvenfötum. Víða bera öflugustu karlsjamanarnir kvenmannsnöfn. Þótt þetta sé freistandi skýring á ergi seiðsins er ekki að sjá að kvengerving sjamana ríki á samískum svæðum, sem gæti skýrst af því að Samarnir frömdu sína seiða naktir.4' Mjög fáar sögur segja frá seiðum Óðins, sú athyglisverðasta í þessu Ijósi er sagan um Rindi. Þegar Óðinn vissi að Baldur yrði drepinn af bróður sínum Heði, vantaði hann hefnanda, því ekki gat hann drepið son sinn til að hefna fyrir annan son. Hann fékk fyrirspá um að eina konan sem gæti borið honum son til hefndar, væri jötunkvinnan Rindur. Hann reyndi því að komast yfir hana, en sama hve mörg dulargervi hann reyndi og hve 38 Ellis Davidson 1964, bls. 142-147. 39 íslenzkfornrit XXV11979, bls. 19. 40 Strömback 1935, bls. 149-150. 41 Strömbáck 1935, bls. 195-196. margar gjafir hann færði henni, vildi hún ekki þýðast hann. Að lokum notaði hann rúnagaldur til að gera hana vitstola og óða, bjó sig svo sem læknisfróða konu og fékk að sinna sjúklingnum. Með seiðum og klækjum tókst Óðni svo að geta Vála við Rindi. Þessi saga minnir um margt á kvennafarssögur Seifs, en í þessari sögu fer Óðinn í kvengervi og fremur seið. Við þá iðju hlýtur honum að hafa svipað til hinna síberisku sjamana. En kvengervið og seiðurinn verða til þess að hann getur son, son sem er hefnandi og mun lifa Ragnarök. Upp úr erkierginni verður því til mikil karlmennska. Þór Öfugt við þá Loka og Óðinn leikur enginn vafi á karlmennsku Þórs. Hann er þrumuguðinn, verndari manna og ása og fer reglulega í austurveg að berja á jötnum. Samt lendir hann nokkrum sinnum í niðurlægjandi aðstæðum sem hann hefur ekki stjórn á. Útgarða-Loki beitti Þór og förunauta hans sjónhverfingum, fyrst í gervi risans Skrýmis, sem batt hnúta sem Þór gat ekki leyst og virtist varla finnafyrir hamarshöggum Þórs. Síðan þegar Þór og hans fólk atti kappi við menn Útgarða-Loka í ýmsum íþróttum og höfðu alltaf verr, en þar endaði Þór á að glíma við Elli kerlingu og beið lægri hlut.42 Loki notarfyrri hluta sögunnar í Lokasennu, það hvernig Þór skalf af hræðslu í hanska Skrýmis og gat ekki leyst hnúta hans.43 En það er einmitt í Lokasennu sem Þór lendir aftur í vandræðum sem karlmennska hans getur ekki leyst. Þór kemur á elleftu stundu inn í Lokasennu og flytur fjórar andlausar vísur gegn Loka, sem allar hefjast á sama fyrri helmingi og samanstanda af lofi um Þór sjálfan og verk hans og hótunum um hvernig hann ætli að drepa Loka. í fimm svarvísum tekst Loka að koma inn örlögum Þórs við Ragnarök, svívirðingum um vanmátt Þórs gegn Skrými, kaldhæðni um að ætla að lifa af og bölvun til allra guðanna í lokin. Orðaskipti Loka og Þórs endurspegla orðaskipti Hárbarðs og Þórs í Hárbarðsljóðum. Þór er fastur í formgerð senna og hreykir sér og hótar hinum á meðan Loki og Hárbarður leika sér með formið og beita ýmiskonar stílbrögðum. Vísur Loka eru sveigjanlegar og margbreytilegar og innihalda svívirðingar, bölvanir og kaldhæðni og sigrar hann hiklaust Þór í sennu þeirra. Þór er ekki sá eini sem var sigraður j sennunni, á undan honum senntu fimmtán goð við Loka og báru lægri hlut en Þór hagar sér heimskulegar en þau, hann reynir að 42 Snorri Sturluson 1949, bls. 65-74. 43 Eddukvæði 1949, bls. 160-161. 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.