Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 108

Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 108
sigra mælskukeppni með kröftum.44 Þór skortir greinilega það vit sem sannur karlmaður á að hafa. Hann virðist einungis geta beitt líkamlegum kröftum en ekki andlegum, sem sést greinilega á þessum tveimur sennum sem hann lendir í. í Hárbarðsljóðum er hann í raun fórnarlamb Hárbarðs, sem að öllum líkindum er Óðinn í dulargervi. Þeir metast um mismunandi hiutverk, Þór er fulltrúi sumarverka, hann er bardagaglaður og hraustur, á meðan Óðinn erfulltrúi hermanna að vetrum, sér um kvennafar og skáldskap. Óðinn nýtur þess að Þór veit ekki hver hann er og getur því óhikað notað allt sem hann veit um Þór og gerðir hans, án þess að þurfa að óttast það að Þór geti svarað almennilega fyrir sig. I Hárbarðsljóðum kailar Þór Óðinn oft ragan, en aldrei argan, enda virðist hafa verið stigsmunur á milli þessara tveggja orða, ragur var nokkurs konar skrauthvörf af argur og ekki alveg jafnslæmt. Óðinn kallar Þór hins vegar hvorki ragan né argan, en gerir lltið úr verkum hans. Á tveimur stöðum vegur hann þó mest að karlmennsku Þórs, annars vegar þegar hann segir Þór hafa skolfið af hræðslu í hanska Skrýmis45 og hins vegar þegar hann segir Þór að Sif eigi sér hó heima.46 í Lokasennu segir Loki slíkt hið sama við Sif, að þótt hún þykist hafa verið siðprúð, eigi Þór sér þó einn hó og það sé Loki sjálfur.47 Þá fullyrðingu styður sagan um það þegar Loki klippti hárið af Sif og þurfti að gefa henni nýtt og náði þannig í ýmsa dýrgripi handa goðunum, þar á meðal karlmennskutákn Þórs, Mjölni.48 Loki hlýtur að hafa klippt Sif á meðan hún svaf og til þess að hafa aðgengi að henni sofandi hlýtur hann að hafa verið ástmaður hennar. Samkvæmt þessu átti Þór, karlmennskan holdi klædd, sér kviðmág sem ekki var viss um kyngervi sitt og veitti honum auk þess hamarinn sem karlmennska Þórs virðist byggja á, alla veganna lendir Þór í mikilli sjálfsmyndarkreppu í Þrymskviðu þegar hamarinn týnist. í Þrymskviðu er hægt að sjá hamar Þórs sem tákn um karlmennsku hans og vald. Sviptur áhaldi sínu verður Þór að konu og verður ekki aftur að karlmanni fyrr en áhaldið er lagt í kjöltu hans. Þrymskviða hefst í media res og þvi óljóst hvernig hamarinn glataðist. Líklegast er að Þrymur hafi stolið honum á meðan Þór svaf, en hvernig? Þegar Þór vaknar ávarpar hann fyrst Loka, sem virðist sofa í sama herbergi og jafnvel vera rekkjunautur hans. Loki, sem oft kemur ásum í vandræði er 44 Clover 2002, bls. 110. 45 Eddukvæði 1949, bls. 122. 46 Eddukvæði 1949, bls. 126. 47 Eddukvæði 1949, bls. 159. 48 Snorri Sturluson 1949. 106 líklegur til að hafa hjálpað Þrym að stela hamrinum, auk þess sem hann flýgur rakleiðis til Þryms og virðist vita af hamrinum þar. Þegar æsirnir ákveða að búa Þór sem Freyju, segist hann hræddur um að verða kallaður argur, svo spurningin verður sú hvort Þór missi karlmennsku sína vegna skorts á hamri eða af því að hann hefur eytt nótt með Loka sem er alræmdur fyrir tvíkynhneigð sína.49 Hægt væri að halda því fram að hamar Þórs tákni fallíska karlmennsku og þjóðfélagslegt stéttarkerfi. Hamarinn veitir karlmanninum sem beitir honum afl til að kúga konur og hlutgerva þær og vernda þjóðfélagslega og kynferðislega reglu. Þegar hamarinn er horfinn kemur Loki fram sem valkostur og stendurfyrir frjálslegri skilgreiningu á kynferði sem gerir Þrymskviðu að því skemmtikvæði sem hún er.50 Skaði Skaði á sér einna skrýtnasta sögu ásynjanna, hún var upphaflega jötunn, dóttir Þjassa sem rændi Iðunni og æskueplum hennar og galt fyrir með lífi sínu. En Skaði, dóttir Þjasa jötuns, tók hjálm og brynju og öll hervopn og fer til Ásgarðs að hefna föður síns.51 Skaði tekur hér að sér karlmennskuhlutverk og fer til að hefna föður síns, sem var karlmannsverk, í skaðabætur fær hún að velja sér einn ásanna sem mann. Þetta er viðsnúningur á hefndarferlinu, kynjahlutverkunum er snúið við, Skaði er hefnandinn sem verður að friða og þar sem hún er f karlmennskuhlutverkinu taka æsirnir að sér kvenhlutverkið, að vera sáttagjöf, eða nokkurs konar verðlaun og raða sér upp svo hún geti metið þá eftir fegurð fóta þeirra, en ekki eftir hreysti þeirra eða öðrum karlmennskulegum dyggðum. Annað sem var gert til sátta við hana var það að hana ætti að hlægja og var Loki látinn sjá um það, hann batt um hreðjar sér og skegg geitar og toguðust þau á með tilheyrandi skrækjum og þegar Loki lætur fallast á kné Skaða hlær hún. Þarna er misþyrming á karlmennskutákni notuð til að vekja hlátur hinnar karlmannlegu konu og skrækirnir eru mjög ókarlmannlegir. Þannig lítur út fyrir að til þess að Skaði í herklæðum fallist á bætur og afklæðist karlgervinu verði æsirnir að kvengerva sig og gera grín að karlmennskutáknum sínum. Skaði er eini jötunninn sem sækist eftir því að fá maka úr hópi óvina sinna, ásanna, og tekst það. En 49 Jón karl Helgason 2002, bls. 160-161. 50 Jón Karl Helgason 2002, bls. 166. 51 Snorri Sturluson 1949, bls. 100.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.