Mímir - 01.06.2005, Page 111

Mímir - 01.06.2005, Page 111
garð innrásarsiðarins svo mjög sem kristnin hefur tapað áhrifum sínum í þjóðfélagi nútímans, a.m.k. í heimshluta norrænna manna. En ef til vill geta menn gert sér í hugarlund hvernig þeim litist á ef íslömsk trú og þjóðskipulag tæki að breiða úr sér allt til Norður-Evrópu og gerði atlögu að Norðurlöndum með viðskiptaþvingunum og hernaði. Kvæði, sem ort eru á trúskiptatímanum og í hræringum áratuganna á undan og eftir, ber að skoða í þessu Ijósi. Samkvæmt þeirri kenningu sem hér er kynnt til sögunnar lýsa Eddukvæðin þessum áhyggjum og söknuði ekki nema undir rós en aðrir voru þó tæpitungulausari. Hallfreður Óttarsson vandræðaskáld kvað: lata aller ytar oðins orð f/'ri roða nu em ek neyddr fra freyiu nidium krist at biðia.2 Rétt er að taka fram að alls óvíst er að allur þorri heiðinna manna hafi litið á sögur af ragnarökum sem spá um yfirvofandi kristnitöku. Reyndar er alls óvíst að þessi „allur þorri“ hafi átt fleira sameiginlegt í hinum heiðnu trúarhugmyndum sínum en helstu minni og arfsagnir. T.d. færir Ólafur Briem fram rök fyrir því að trú á framhaldslíf í Valhöll hafi aldrei verið almenn og hafi sprottið upp meðal víkinga á síðustu árum heiðninnar, e.t.v. sem örvæntingarfull tilraun til að gera norræna siðinn fýsilegri í samkeppninni við hina austrænu ógn.3 Því geta hugmyndir um ragnarök vel hafa verið ýmsar og ólíkar á ýmsum stöðum og ólíkum tímum. Augljóst er að kvæði, sem samin voru á trúskiptaskeiðinu eða síðar, hafa aldrei getað verið neins konar heiðið kennivald, því þau verða til í þann mund sem siðurinn vikur. Hins vegar eru þau vitnisburður um hugarheim ónafngreinds skálds eða skálda á mótum kristni og heiðni. Aldur Hér verða tekin til skoðunar erindi úr tveimur Eddukvæðum, sem talið er að samin séu einmitt á þessum miklu umrótatímum, en það eru Völuspá og Lokasenna. Nú verða þessi kvæði ekki tímasett með vissu en fræðimenn hafa fært fyrir þessu rök. Sigurður Nordal telur Völuspá orta á mörkum kristni og heiðni.4 Þetta er af flestum enn haft fyrir satt og spáin skoðuð sem trúskiptakvæði. Einar Ólafur Sveinsson ritar um aldur Eddukvæða 2 Skv. Finni Jónssyni 1912, bls. 169. 3 Ólafur Briem 1945, bls. 114-115. 4 Sigurður Nordal 1993, bls. 171. með tilliti til kristnitökunnar.5 Kenning hans byggist á því að afstaða til goða veiti vísbendingar um aldur kvæðanna. Hárbarðsljóð, Lokasenna, Þrymskviða og hluti Hávamála gantast þannig um of með goðin til að geta verið heiðin. Aðrir hafa orðið til að draga þetta í efa og fært fram önnur rök. Vésteinn Ólason tengir þannig Lokasennu við karnivalshefð6 þar sem gildum samfélagsins er snúið á haus og því geti kvæðið vel verið heiðið. Þannig fæst Vésteinn við spurninguna um úr hvaða menningu kvæðið er sprottið og um trúarafstöðu höfundar en gerir engar stórfelldar athugasemdir við aldursgreiningu þess á mótum kristni og heiðni. Tilgáta þessarar ritgerðar um allegóríska frásögn kvæðanna tveggja samræmist illa karnivals- kenningunni og alls ekki hugmyndum um að Lokasenna sé kristið kvæði. En hún bæði styðst við og styður hugmyndir um aldursgreiningu þeirra. Lokasenna er ort undir Ijóðahætti, sem er unglegt einkenni. Völuspá er hins vegar undir fornyrðislagi. Sá bragháttur er vissulega eldri en það útilokar alls ekki að spáin geti verið jafnaldri Ijóðaháttarkvæða. Tími Völuspá segir sögu veraldar allt frá sköpun til skapadægurs. Frásögnin sjálf á sér tiltölulega afmarkaðan tima en það er samtíminn þegar kvæðið er samið og flutt. Lokasenna segir frá atburðum sem hljóta að vera tiltölulega nýliðnir því þar eru flestar aðrar sögur af goðunum reifaðar og Loki, sem er mikilvæg persóna í mörgum þeirra, er bundinn að sennunni lokinni. Fjötrun Loka gefurtil kynna að nú muni skammt til ragnaraka. í hvert sinn, sem Sigyn ber út mundlaugina og eitrið drýpur á Loka, skelfur jörðin. Slíkar hamfarir minna á hversu stutt er í hina óhjákvæmilegu ögurstund. Fleiri blikur eru á lofti. Týr hefur þegar misst hönd sína í gin úlfsins. Freyr hefur glatað sverði sínu. Baldur er dauður. Stundin nálgast. í lokavísu sinni sér völvan atburðarás ragnaraka hefjast, ekki í framtíðinni, heldur hér og nú: Þar kömr inn dimmi dreki fljúgandi, naðr fránn, neðan frá niða fjöllom. berr sér í fjöðrom flýgr völl yfir níðhöggr nái nú mun hon sökkvaz. 5 Einar Ólafur Sveinsson 1962, bls. 217-222. 6 Vésteinn Ólasaon 1992, bls 104. 109
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.