Mímir - 01.06.2005, Síða 112

Mímir - 01.06.2005, Síða 112
Ástandið er svipað í Miðgarði. Kristnin hefur sótt fram norður eftir Evrópu. Dauðasveitir kristinna herkonunga fara með eldi og ofbeldi yfir Norðurlönd eða hafa þegar gert það. Norðmenn streitast á móti meðan stætt er, drepa m.a. af sér kristniboðskóngana tvo en það dugir ekki til. Svíar þráast enn lengur við. íslendingar eru á barmi borgarastyrjaldar, erlendri innrás er hótað og efnilegustu menn landsins eru teknir í gíslingu í Noregi af kristnum vígasveitum (ef marka má íslendingabók og Kristnisögu). Hvort íslendingar hafi þegar keypt sig undan þeim örlögum með uppgjöf þegar kvæðin eru samin, og hvort þau eru samin á íslandi eða í Noregi, skiptir ekki öllu máli varðandi þá túikun sem hér er til umfjöllunar því það er nálægðin við hina miklu þjóðfélagsbyltingu sem er forsenda þess að hægt sé að lesa úr kvæðunum merkingarauka undir yfirborðinu. Loki sem Kristur Ekki verður séð á heimildum að í heiðni hafi verið bannað að tigna guði annarra siða. Hugsanlega eru ætt Vana í Ásgarði og minningar um Vanastríðin menjar um farsæia lausn trúarbragðaátaka í grárri forneskju. í Landnámu segir frá landnámi kristinna manna, manna sem ekki vildu blóta og loks voru þeir sem hétu á bæði Krist og Þór þar á meðal. Meginþorri landnámsmanna var þó heiðinn. Ekki verður þess vart að þetta hafi þótt nokkurt tiltökumál í hinu nýja samfélagi. Helst er til þess að taka að Ingólfur Arnarson kenndi gæfuleysi Hjörleifs, fóstbróður síns, því að sá vildi ekki bióta. Þetta getur jafnvel bent til þess að trúleysi hafi þótt alvarlegri löstur en kristni á landnámsöld. Því má álykta að áður en tilraunir til þjóðfélagsbyltingar með vopnuðu kristniboði hófust á Norðurlöndum hafi verulegt umburðarlyndi verið við lýði í trúmálum. Lönd heiðinna manna og kristinna hafa um aldir, jafnvel í allt að sjöhundruð ár, legið saman. Enginn vafi leikur á að hvorir tveggja hafa þegið margvíslegar hugmyndir og siðvenjur af hinum án þess þó að siðirnir hafi breyst við það í neinum aðalatriðum. Líkindi með krossi Krists og hamri Þórs gætu þannig bent tii trúarbragðasamsláttar. (Þar ber þó einnig að hafa í huga að krossmarkið er afar almennt tákn.) Jólahátíðin algerlega óþekkt í frumkristni en tekin upp að heiðinni fyrirmynd og aðlöguð kristnum giidum. Á yfirborðinu eru talsverð líkindi með Kristi og Baldri. Þeir hafa báðir verið kenndir við hvíta litinn og hafa báðir dáið. En ef betur er að gáð sleppir líkindunum einmitt þar. Baldur er hvítur vegna þess hve Ijós hann er yfirlitum en Kristur var kenndur þeim lit af allt öðrum ástæðum. Ólíklegt er að hann hafi verið Ijóshærður. Þótt báðir hafi dáið verður ekki sagt að báðir séu dauðir. Það myndu kristnir menn seint sætta sig við enda er sigur Krists á dauðanum í upprisunni og guðdómlegur máttur hans á himnum lykilatriði í kristinni trú. Baldur er hins vegar áhrifalaus eins og hver annar framliðinn maður í ríki Heljar þótt hans bíði uppreisn eftir ragnarök. En í samtímanum er hann algerlega magnþrota og tilgangslaust að blóta hann. í lifanda lífi var Baldur hvers manns hugljúfi og segir Snorri að hann lofi ailir. Kristur var hins vegar afar umdeildur meðan hann bjó á meðal manna. Hann eignaðist fjölda óvildarmanna og kostaði það hann að lokum lífið, a.m.k. jarðlífið. En allir dómar hans héldu og halda, enda dæmir hann lifendur og dauða. Því er ekki að heilsa hjá Baldri. Samkvæmt Gylfaginningu Snorra er sú „náttúra á honum að engir mega haldast dómar hans“. Hitt er aftur miklu nærtækara að hafi Kristur laumast inn í Ásgarð þá búist hann þar sem Loki. Því hefur þó ekki verið velt upp áður enda eru fræðimenn síðari alda á þessu sviði allir kristnir eða að minnsta kosti mótaðir af kristnum gildum. Fyrir þeim er sú hugsun fráleit að þessi illa og jafnvel djöfullega vættur geti verið hinn miskunnsami Kristur. [ huga þeirra manna sem fyrr er lýst, og horfðu upp á heimsmynd sína að hruni komna eða hrunda, er sú líking hins vegar ágætlega við hæfi. Fjölmörg líkindi má tína til með Loka og Kristi. í fyrsta lagi iýsir Snorri Loka sem „fríðum og fögrum sýnum" en getur þess ekki að hann sé tiltakanlega Ijós. Þótt útliti Krists sé ekki lýst í guðspjöllunum þá kemur þetta heim við hugmyndir kristinna manna á öllum tímum um útlit frelsara síns. í öðru lagi var Loki vinur Óðins í öndverðu, fóstbróðir meira að segja. Hann minnir Óðin sjálfur á þessa staðreynd i 9. vísu Lokasennu: Mantu þat, Óðinn! er við í árdaga blendom blóði saman: öivi bergja leztu eigi mundo, nema okr væri báðom borit? Þetta kemur ágætlega heim við hin frjálslyndu 110
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.