Mímir - 01.06.2005, Side 117
bera þau skarlatsklæði.
Lögðu þau í ketilinn
skammrif og bægina bæði
og brendu sig á lærunum bæði.
Drottinn minn blessi þau bæði.b
(3) Börnin hennar litlu Laugu
léku sér með æði.
Þau duttu ofan í soðketilinn bæði,
svo ekki varð eptir nema bógurinn og lærið
bundið saman með bláum veftarþræði.
Svo er lokið Lundúnakvæði.0
(4) Nú er lokið Lundúnakvæði.
Hjónin sofa bæði
undir bláum veftarþræði,
gulu og rauðu dregnum, í næði.d
Þótt þessi tilteknu dæmi séu öll prentuð á sama
stað, í íslenskum gátum, skemtunum, vikivökum
og þulum Jóns Árnasonar og Ólafs Davíðssonar,
er óhætt að segja að blái þráðurinn gangi eins og
rauður þráður í gegnum íslenskar þulur síðari alda
og tengi saman ólíklegustu minni. Oftast hanga á
þessum blá(a) þræði sofandi hjón (eða hjónakornin)
og leikandi börn (eða barnakornin); hvoru tveggja
hættir til að lenda í soðkatli eða a.m.k. brenna sig
á lærunum. Þulubrotin eru með mjög mismunandi
yfirbragði, allt frá farsæld og næði (4) til þess að
textinn verður frekar óhugnanlegur (3). Skyldleiki
brotanna er þó augljós.
Þessar uppskriftir á þulum með bláa þræðinum
eru frá 19. öld. Þó finnast strax tengsl þessara
brota við mun eldri texta. í Kvæði af Margrétu og
Eilíf eru eftirfarandi orð:
(5) Ólust upp í ríkinu
kóngabörnin bæði.
Þegar þau kunnu að ganga um gólf,
báru þau skarlatsklæði.5
Athyglisvert er að þetta kvæði hefur aðeins
varðveist á íslandi og í Færeyjum, en þaðan hefur
það líklega borist hingað til landsins. Ekki er ólíklegt
að það hafi gerst einmitt á 16. öld.6
Það voru þó ekki skarlatsklæði sem vöktu
athygli mína sumarið 2000 er ég vann að nýsköpun-
arverkefni um heim og hlutverk íslenskra þulna
síðari alda. Lýsingar á köstulum og glæsilegum
fatnaði eru þekkt minni í sagnadönsum og ekki
heldur óalgengt að þulur fái þaðan sitthvað að
láni. Hins vegarfannst mér (grá)blái þráðurinn
5. Sbr. t.d. Kvæði og dansleiki I, bls. 57; einnig Sagnadansa
1979, bls. 248. Hér eru auðkennd með leturbreytingum þau
orð sem einnig koma fyrir í þulubrotunum (1)-(4). Kvæðið er
líka þekkt sem Margrétar kvæði.
6. Sbr. Véstein Ólason 1982, bls. 174, ennfremur bls. 105-109.
óvenjulegur og einnig það að þar sem hann kemur
fram er oftar en ekki einnig nefnt Lundúnakvæði
nokkurt.
Þráðurinn í þessum brotum á það til að skipta
um ham. Oftast er hann blár (eða gráblár) á litinn
og er veftarþráður. í sama þulubroti getur hann
þó verið hvítur guðvefjarþráður, sbr. lesbrigði við
(1). Guðvefur er dýrt austrænt baðmullarefni eða
slikjusilki. Það er varla venjulegt efni á bóndabæ
þar sem skammrif eru soðin (sbr. næstu línu í
sama dæmi) og er trúlega komið úr glæstum heimi
sagnadansa. I (4) er blár veftarþráður dreginn gulu
og rauðu.
Þegar þvílíkt litríki er í ýmsum afbrigðum af því
sem virðist annars vera eitt og sama þulubrot
verður erfitt að nota táknfræði litanna til að varpa
Ijósi á merkingu brotsins. Atrenna, þar sem einnig
tóku þátt karlinn með brækur/buxur blárendar og
húfuna græna,7 rauður galdraþráður úr Trönuþætti
Úlfhams sögu8 o.fl. þ.h., hefur í stuttu máli engan
árangur borið.
Þá er einnig erfitt að sjá hvernig blái þráðurinn
dularfulli tengist sjálfur þeim minnum sem hann
tengir saman. Að vísu hangir líf barnanna í soðkatl-
inum á bláþræði (sem er þó ekki það sama og blár
þráður) en það verður ekki sagt um hjónin sem
sofa í næði. Á blái þráðurinn þar e.t.v. að þýða ein-
faldlega að hjónin sofa undir klæðum sem eru blá
á lit, í (4) líka með gulu og rauðu munstri? Eða er
merkingin allt önnur?
Ekki reyndist Lundúnakvæðið auðveldara
viðureignar. Það eina sem grip gæti verið í var
Lundúna(r)kvæði Bjarna Jónssonar skálda sem
var uppi á 16.-17. öld. Þar fannst þó ekkert sem
gæti tengst þulubrotunum, þ.e. ekkert sérstakt um
börnin, hjónakornin o.s.frv. Varð við það að sitja í
bili og hugga sig með því að þulur virðast oft eintóm
merkingarleysa.
Ástand mála breyttist sumarið 2004 er ég fór til
Færeyja, m.a. í þeim tilgangi að afla mér upplýsinga
um færeyskar þulur (skjaldur). Á Bandasavninum
á Foroyamálsdeildini (Fróðskaparsetri Foroya), á
spólu merktri 992, fannst færeyskt þulubrot tekið
upp árið 1973 eftir tæplega sextugri konu. Þulan
lítur þannig út í uppskrift Birgittu Hylin (6) sem
skrifaði líka upp dönskulegt afbrigði þulunnar sem
samsvarar þeirri færeysku nánast orðrétt (7):
(6) Grát ikki, grát ikki lítil kind
í morgin kemur faðir Finn
antin við sól ella mána
ella við Santa Larvasa eygum tvá
drigin uppá ein bláan tráð.e
7. Sbr. þulu „Karl bjó og átti sér“ (ÍGSVÞ IV, bls. 216-17).
8. Sjá Úlfhams sögu 2001, bls. ccix-ccx.
115