Mímir - 01.06.2005, Qupperneq 120
ýmsir túlkunarmöguleikar sem sjást varla í íslensku
samhengi. At draga upp á tráð er til I færeysku I
merkingunni „að svíkja, svindla". Það er einmitt
það sem kirkjusmiðurinn gerir: hann beitir brögðum
við st. Laurentius. Þá verður líka að huga að því
að bæði í færeysku og íslensku merkir blátt einnig
svart (sbr. blámaður) en svarti liturinn tengist
bæði galdrabrögðum og undirheiminum - og líka
myrkrinu sem bíður st. Laurentiusar ef hann verður
undir í þessum leik og missir augun.
Þegar þráðurinn blái ertekinn úrsamhengi
sögunnar um st. Laurentius og tröllið, er ætlar
honum mein, og er svo kominn í íslenska þulu, þá
missir liturinn merkingu sína. Annars eru íslensku
þulubrotin ekki jafnmikil merkingarleysa og þau
virðast vera við fyrstu sýn. Blái þráðurinn er hluti
af barnagælu í Færeyjum; í íslenskum þulum stillir
hann sér líka upp við börn, sbr. (2) og (3). Annað
dæmi endar meira að segja á vísuorði sem er ekki
óalgengt í barnagælum og vögguvísum: „Drottinn
minn blessi þau bæði“. Ef ekki hefði verið fyrir
soðketilinn voðalega gætum við jafnvel fengið
farsæla og, það sem er enn meira virði í þessari
brotakenndu þulu, heillega fjölskyldumynd: hjónin
sofa í næði og prúðbúnu börnin leika sér.
Á leiðinni frá meginlandinu missti þráðurinn líka
þann glæsibrag sem fylgdi st. Laurentiusi. Hann
aðlagaðist íslenskum aðstæðum og breyttist í
flestum tilfellum úr silkiþræði í veftarþráð. Erfitt er
að draga ályktanir um þróun eftir einu dæmi en þó
er áhugavert að danska útgáfan fjallar um silkiþráð,
sú færeyska einfaldlega um þráð en sú íslenska um
veftarþráð.
Þessi sömu þulubrot eru einnig dæmi um
annars konar þróun. Á meginlandinu og í Færeyj-
um er vísan beinlínis barnagæla, hún er bæði í
þessu hlutverki í sögunni og hugsanlega notuð
sem slík ein og sér. Á íslandi virðist þulan með
bláa þræðinum ekki vera barnagæla nema öðrum
þræði. Viðfangsefni hennar er líka þannig að
hún er ekki beinlínis ætluð börnum (nema e.t.v.
í viðvörunarskyni, sbr. soðketilinn). Annars er
hlutverk þulna miklu umfangsmeira heldur en að
svæfa barnið. Þulur eru hafðar við hönd í leikjum
og annars konar skemmtan fullorðinna, auk þess
að bænir, særingar og fleira efni tekur oft á sig
þuluform.
Athuganir á þulum geta verið jafnendalausar og
þulur sjálfar, en hér verður að setja punkt, a.m.k.
þangað til nýjar upplýsingar leiða annað og/eða
meira í Ijós.
Heimildir
Aame, A., S. Thompson. 1961. The types ofthe folktale. (FF
communications nr. 184.) Helsinki.
Aðalheiður Guðmundsdóttir. 2003. Gilitrutt, hin forna gyðja.
Rannsóknir í félagsvísíndum, IV. Félagsvisindadeild
[Háskóla íslands]. Erindi flutt á ráðstefnu i febrúar 2003.
Ritstj. Friðrik H. Jónsson. Reykjavik. Bls. 451-461.
Bjarki M. Karlsson. 2005. Hvorsfall: Eignarfall i færeysku
nútímamáli. Ritgerðtil B.A.-prófs i íslensku við Háskóla
íslands. [Óbirt.]
Hallfreður Örn Eiríksson. 1958. Bjarni skáldi Jónsson, kvæði
hans og sálmar. Lokaritgerð (kandídatspróf) við Háskóla
Islands. [Óbirt.]
Foroysk orðabák. 1998. Ritstj. Jóhan Hendrik W. Poulsen
et.al. Tórshavn.
Halvorsen, E.F. 1982. Þulur. Kulturhistorisk Leksikon for
Nordisk Middelalder. Bd. 20. Ritstj. Jakob Benediktsson,
Magnús Már Lárusson. 2. útg. Kaupmannahöfn. Bls. 403-
405.
(GSVÞ IV = Islenzkar gátur, skemtanir, vikivakarog
þulur, IV. 1898. Útg. [Jón Árnason], Ólafur Davíðsson.
Kaupmannahöfn.
(slenzkar þjóðsögur og ævintýri, I. 1954. Útg. Jón Árnason;
ritstj. Árni Böðvarsson, Bjarni Vilhjálmsson. Reykjavík.
Jón Samsonarson. 1977. Miðaldatextar í munnlegri geymd.
Bjarnígull: sendur Bjarna Einarssyni sextugum. Reykjavík.
Bls. 22-28.
Jón Samsonarson. 1983. Þula. Hugtök og heiti í
bókmenntafræði. Ritstj. Jakob Benediktsson. Reykjavík,
Bls. 310-312.
Jón Samsonarson. 2002a. Barnagælur. Ljóðmái: fornir
þjóðlífshættir. (Rit SÁM, 55.) Reykjavik. Bls. 75-149.
Jón Samsonarson. 2002b. Særingar og forneskjubænir.
Ljóðmái: fornirþjóðlífshættir. (Rit SÁM, 55.) Reykjavík. Bls.
21-74.
Kvæði og dansleikir, I. 1964. Útg. Jón Samsonarson.
Reykjavík.
Ögmundur Helgason. 1989. Þulur. Islensk þjóðmenning, VI:
Munnmenntir og bókmenntir. Ritstj. Frosti F. Jóhannsson.
Reykjavík. Bls. 401-409.
Sagnadansar. 1979. Útg. Vésteinn Ólason. Reykjavík.
Úlfhams saga. 2001. Útg. Aðalheiður Guðmundsdóttir. (Rit
SÁM, 53.) Reykjavík.
Vésteinn Ólason. 1982. The traditional ballads of lceland:
historical studies. (Rit SÁM, 22.) Reykjavík.
von Sydow, C.W. 1907(a). Studier i Finnságnen och belsáktade
byggmásterságner. Fataburen, 2:65-78.
von Sydow, C.W. 1907(b). Studieri Finnságnen och
belsáktade byggmásterságner. Fataburen, 4:198-218.
von Sydow, C.W. 1908. Studier i Finnságnen och belsáktade
byggmásterságner. Fataburen, 1:19-27.
Aftanmálsgreinar
a (GSVÞ IV: 181, brot II. Leturbreytingar mínar hér og í
öðrum dæmum - YSHY. Lesbrigði við einum blámerktum
[þræði]: (a) hvítum guðvefjar [þræði] (b) blágráum veftarins
[þræði] (s.st., neðanmáls). Heimildirskv. ÍGSVÞ IV: Brot
í handritasafni Bókmenntafélagsins 656 8vo, með hendi
Sigmundar Magnússonar. Jón Ólafsson, Stafrófskver 1889,
1891,1892, bls. 36-37. AM 960 4to, með hendi séra Jóns
118