Mímir - 01.06.2005, Page 120

Mímir - 01.06.2005, Page 120
ýmsir túlkunarmöguleikar sem sjást varla í íslensku samhengi. At draga upp á tráð er til I færeysku I merkingunni „að svíkja, svindla". Það er einmitt það sem kirkjusmiðurinn gerir: hann beitir brögðum við st. Laurentius. Þá verður líka að huga að því að bæði í færeysku og íslensku merkir blátt einnig svart (sbr. blámaður) en svarti liturinn tengist bæði galdrabrögðum og undirheiminum - og líka myrkrinu sem bíður st. Laurentiusar ef hann verður undir í þessum leik og missir augun. Þegar þráðurinn blái ertekinn úrsamhengi sögunnar um st. Laurentius og tröllið, er ætlar honum mein, og er svo kominn í íslenska þulu, þá missir liturinn merkingu sína. Annars eru íslensku þulubrotin ekki jafnmikil merkingarleysa og þau virðast vera við fyrstu sýn. Blái þráðurinn er hluti af barnagælu í Færeyjum; í íslenskum þulum stillir hann sér líka upp við börn, sbr. (2) og (3). Annað dæmi endar meira að segja á vísuorði sem er ekki óalgengt í barnagælum og vögguvísum: „Drottinn minn blessi þau bæði“. Ef ekki hefði verið fyrir soðketilinn voðalega gætum við jafnvel fengið farsæla og, það sem er enn meira virði í þessari brotakenndu þulu, heillega fjölskyldumynd: hjónin sofa í næði og prúðbúnu börnin leika sér. Á leiðinni frá meginlandinu missti þráðurinn líka þann glæsibrag sem fylgdi st. Laurentiusi. Hann aðlagaðist íslenskum aðstæðum og breyttist í flestum tilfellum úr silkiþræði í veftarþráð. Erfitt er að draga ályktanir um þróun eftir einu dæmi en þó er áhugavert að danska útgáfan fjallar um silkiþráð, sú færeyska einfaldlega um þráð en sú íslenska um veftarþráð. Þessi sömu þulubrot eru einnig dæmi um annars konar þróun. Á meginlandinu og í Færeyj- um er vísan beinlínis barnagæla, hún er bæði í þessu hlutverki í sögunni og hugsanlega notuð sem slík ein og sér. Á íslandi virðist þulan með bláa þræðinum ekki vera barnagæla nema öðrum þræði. Viðfangsefni hennar er líka þannig að hún er ekki beinlínis ætluð börnum (nema e.t.v. í viðvörunarskyni, sbr. soðketilinn). Annars er hlutverk þulna miklu umfangsmeira heldur en að svæfa barnið. Þulur eru hafðar við hönd í leikjum og annars konar skemmtan fullorðinna, auk þess að bænir, særingar og fleira efni tekur oft á sig þuluform. Athuganir á þulum geta verið jafnendalausar og þulur sjálfar, en hér verður að setja punkt, a.m.k. þangað til nýjar upplýsingar leiða annað og/eða meira í Ijós. Heimildir Aame, A., S. Thompson. 1961. The types ofthe folktale. (FF communications nr. 184.) Helsinki. Aðalheiður Guðmundsdóttir. 2003. Gilitrutt, hin forna gyðja. Rannsóknir í félagsvísíndum, IV. Félagsvisindadeild [Háskóla íslands]. Erindi flutt á ráðstefnu i febrúar 2003. Ritstj. Friðrik H. Jónsson. Reykjavik. Bls. 451-461. Bjarki M. Karlsson. 2005. Hvorsfall: Eignarfall i færeysku nútímamáli. Ritgerðtil B.A.-prófs i íslensku við Háskóla íslands. [Óbirt.] Hallfreður Örn Eiríksson. 1958. Bjarni skáldi Jónsson, kvæði hans og sálmar. Lokaritgerð (kandídatspróf) við Háskóla Islands. [Óbirt.] Foroysk orðabák. 1998. Ritstj. Jóhan Hendrik W. Poulsen et.al. Tórshavn. Halvorsen, E.F. 1982. Þulur. Kulturhistorisk Leksikon for Nordisk Middelalder. Bd. 20. Ritstj. Jakob Benediktsson, Magnús Már Lárusson. 2. útg. Kaupmannahöfn. Bls. 403- 405. (GSVÞ IV = Islenzkar gátur, skemtanir, vikivakarog þulur, IV. 1898. Útg. [Jón Árnason], Ólafur Davíðsson. Kaupmannahöfn. (slenzkar þjóðsögur og ævintýri, I. 1954. Útg. Jón Árnason; ritstj. Árni Böðvarsson, Bjarni Vilhjálmsson. Reykjavík. Jón Samsonarson. 1977. Miðaldatextar í munnlegri geymd. Bjarnígull: sendur Bjarna Einarssyni sextugum. Reykjavík. Bls. 22-28. Jón Samsonarson. 1983. Þula. Hugtök og heiti í bókmenntafræði. Ritstj. Jakob Benediktsson. Reykjavík, Bls. 310-312. Jón Samsonarson. 2002a. Barnagælur. Ljóðmái: fornir þjóðlífshættir. (Rit SÁM, 55.) Reykjavik. Bls. 75-149. Jón Samsonarson. 2002b. Særingar og forneskjubænir. Ljóðmái: fornirþjóðlífshættir. (Rit SÁM, 55.) Reykjavík. Bls. 21-74. Kvæði og dansleikir, I. 1964. Útg. Jón Samsonarson. Reykjavík. Ögmundur Helgason. 1989. Þulur. Islensk þjóðmenning, VI: Munnmenntir og bókmenntir. Ritstj. Frosti F. Jóhannsson. Reykjavík. Bls. 401-409. Sagnadansar. 1979. Útg. Vésteinn Ólason. Reykjavík. Úlfhams saga. 2001. Útg. Aðalheiður Guðmundsdóttir. (Rit SÁM, 53.) Reykjavík. Vésteinn Ólason. 1982. The traditional ballads of lceland: historical studies. (Rit SÁM, 22.) Reykjavík. von Sydow, C.W. 1907(a). Studier i Finnságnen och belsáktade byggmásterságner. Fataburen, 2:65-78. von Sydow, C.W. 1907(b). Studieri Finnságnen och belsáktade byggmásterságner. Fataburen, 4:198-218. von Sydow, C.W. 1908. Studier i Finnságnen och belsáktade byggmásterságner. Fataburen, 1:19-27. Aftanmálsgreinar a (GSVÞ IV: 181, brot II. Leturbreytingar mínar hér og í öðrum dæmum - YSHY. Lesbrigði við einum blámerktum [þræði]: (a) hvítum guðvefjar [þræði] (b) blágráum veftarins [þræði] (s.st., neðanmáls). Heimildirskv. ÍGSVÞ IV: Brot í handritasafni Bókmenntafélagsins 656 8vo, með hendi Sigmundar Magnússonar. Jón Ólafsson, Stafrófskver 1889, 1891,1892, bls. 36-37. AM 960 4to, með hendi séra Jóns 118
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.