Mímir - 01.06.2005, Page 123
(2) „Keðjuverkandi u-hljóðvarp“.
í beygingu þríkvæðra orða:
a. banani - bönunum (eða banönum, sjá (6)-a);
rakari - rökurum
b. talaði - töluðum; kallaði - kölluðum
(3) U-hljóðvarp og brottfall.
a. jökull - jökli
b. böggull - böggli
(4) Víxl a : ö þar sem u er hvergi sjáanlegt.
í beygingu:
a. barn - börn; glas - glös
b. grannt - grönn; svart - svört
í orðmyndun:
c. gat: götóttur
d. galdur: göldróttur
(5) Engin víxl þar sem vænta mætti.
í nefnifalli karlkynsorða o.fl:
a. garður (ekki *görður)
b. grannur (ekki *grönnur)
c. allur (ekki *öllur)
d. farðu (ekki *förðu)
e. barnum (ekki *bör+num)
f. kaktus (ekki *köktus)
í orðmyndun:
g. sandugur (sbr. (10) lll-b)
h. hlandugur(sbr. (10) IV-b)
(6) Víxl á „óvæntum“ stöðum.
a. banönum (ekki bönunum, sjá þó (2)-a)
b. kartöflum (ekki *körtuflum)
c. Japönum (ekki *Jöpunum)
d. Aröbum (ekki *Örubum)
e. afgönskum (ekki *öfgunskum)
f. almanök (ekki *ölmunuk/*almönuk)
Af þessum örfáu dæmum sem hér hafa verið
tínd til í þeim tilgangi að sýna algeng víxl a : ö í
málinu í margvíslegum orðmyndum, auk dæma
um „u-hljóðvarpsleysi“ þar sem búast mætti við
sömu víxlum, má við fyrstu sýn ætla að ekki sé
gott að henda reiður á umdæmi u-hljóðvarpsins.
Er t.d. einhver munur á tilurð ö-hljóðsins í börn
og börnuml Af hverju er a í orðinu grannur en ö
í grönnum? Hvað skýrir þá muninn á börnum og
barnum? Hvernig má það vera að sumir segja
bönunum en aðrir banönuml Hvernig stendur þá
á því að við höfum ekki á sama hátt tvímyndirnar
rökurum - *rakörum? Og af hverju segja allir
kartöflum en enginn 'körtuflum?
Svona mætti halda lengi áfram til að benda á
„margbreytilega hegðun" u-hljóðvarps en þessi
dæmi verða látin nægja til að sýna um hvers lags
hrærigraut er að ræða sem erfitt er að átta sig á
við fyrstu sýn. í næsta kafla verður fjallað um sum
þessara atriða og reynt að skoða hvað hér er á ferð.
3. U-hljóðvarpsvíxl í málinu: hvers eðlis eru
þau?
í þessum kafla er ætlunin að varpa Ijósi á
mismunandi skoðanir á því hvers eðlis u-hljóðvarpið
er í raun og veru: í fyrsta lagi hvort víxl a : ö sem
koma fram séu beygingarlegs- eða hljóðkerfislegs
eðlis og í öðru lagi verða rakin helstu rök með og á
móti því að u-hljóðvarp geti verið virkt í nútímamáli.
3.1 Hljóðkerfis- eða hljóðbeygingarreglur?
Málfræðingar hafa deilt um það hvort u-hljóðvarp
sé virk hljóðkerfisregla í íslensku eða hvort víxl a og
ö séu beygingarlega skilyrt og hljóðlegt umhverfi
ráði þá engu.
Generatífistar hafa gengið út frá því að
tungumál búi yfir baklægum grunnmyndum
sem yfirborðsmyndirnar séu svo leiddar af með
lifandi, hljóðfræðilegum og hljóðkerfislegum
reglum. Eirík Rögnvaldsson má nefna sem fulltrúa
íslenskra generatífista. Hann gerir ráð fyrir því (sbr.
1981, 1993) að u-hljóðvarp sé virk samtímaleg
hljóðkerfisregla í málinu, þ.e.a.s. þegar u stendur
í eftirfarandi atkvæði breyti það a í ö. Hann lítur
einnig svo á að slík víxl geti í sumum tilvikum skýrst
af beygingarlegri reglu. Eiríkur hefur skilgreint
hljóðbeygingarreglur sem reglur „sem valda
hljóðavíxlum og miðast við nærveru ákveðinna
beygingarþátta." (1993, bls. 36). Hljóðkerfisreglur
segir hann hins vegar að séu „óháðar öllum
beygingarlegum atriðum [...] /a/ breytist t.d. í [ö]
fyrir áhrif frá /y/ í næsta atkvæði á eftir í nafnorðum,
lýsingarorðum, töluorðum, fornöfnum og sögnum;
það er aðeins hið hljóðfræðilega umhverfi sem
skiptir máli.“ (1993, bls. 35)
í eftirfarandi beygingardæmum nafnorðs og
lýsingarorðs má betur átta sig á þeim greinarmun
sem Eiríkur gerir á víxlum a : ö í beygingu:
(7) et. ft. kk. et. kvk. et.
nf. barn börn grannur grönn
þf. barn börn grannan granna
Þgf- barni börnum grönnum grannri
ef. barns barna granns grannrar
í þgf. beggja orðanna hér að ofan má sjá að a
verður að ö þegar u er í eftirfarandi atkvæði en
slík víxl í nafnorðum, lýsingarorðum, töluorðum,
fornöfnum og sögnum telur Eiríkur einmitt
staðfesta að u-hljóðvarpið sé virk hljóðkerfisregla.
Hann bendir einnig á að í langflestum tilvikum
undirgangist tökuorð og nýyrði þessa reglu.
121