Mímir - 01.06.2005, Page 135

Mímir - 01.06.2005, Page 135
málkerfi. Allur gangur hefur verið á því hvort farið sé eftir þessum lögum. Oft leita fulltrúar sveitarfélaga ráðgjafar hjá Örnefnanefnd til að kanna hvort eitthvert fyrirtækisnafn sé ásættanlegt ef einhver vafi leikur á um ágæti þess. Stundum hefur stofnendum fyrirtækja verið bent á að tala við Örnefnanefnd, sem hefur leitt til þess að á endanum breyta þeir áður ákveðnu nafni. En ekkert í lögunum bannar verslunum að heita ákveðnum nöfnum og þess vegna hafa margir nýtt sér það. Til dæmis rak fyrirtækið Veitingahúsið Álfabakki 8 skemmtistað sem hét Broadway. Annað fyrirtæki var skráð með nafnið Reisn en verslun þess hét Top Class. Árið 1982 var enn reynt að koma í veg fyrir erlend áhrif á fyrirtækjanöfnum en þá var sú breyting gerð á lögum um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð að fyrirtæki og atvinnustarfsemi þess skyldu heita nöfnum sem samrýmast íslensku málkerfi. Þrátt fyrir þessa breytingu héldu menn áfram að fara í kringum lögin og opnuðu verslanir með erlendum heitum. Mörgum hefur eflaust blöskrað þessar nafngiftir. Til dæmis skrifar Þórhallur Vilmundarson: „Það er heldur ömurleg sjón, sem blasir við vegfarendum um Laugaveg og aðrar verzlunargötur höfuðborgarinnar: Bonny, High Voltage, Winny’s, Chick King, American Style eru örfá sýnishorn. Höfuðborg íslands er á góðri leið að verða að þessu leyti eins og smáborg í miðríkjum Bandaríkjanna." (Þórhallur Vilmundarson 1987, bls. 111-112). Þórhallur nefnir nokkur dæmi um erlend fyrirtækjanöfn. í Hafnarfirði var t.d. opnaður veitingastaður sem heitir Gafl-inn. Nafnið er augljós orðaleikur, -inn er bæði notað sem greinir og einnig sem tilvísun í enska nafnorðið inn, sem þýðir veitingastaður. Síðar hafa komið fram nöfnin Hver-inn, Hér-inn, Hár-inn, Dan-lnn, Hellir-inn, Mart-lnn, Stöð-inn og Pólís-inn. Annað dæmi um orðaleik af svipuðum toga er endingin -co/- kó. Fyrirtækjaeigendur í Kópavogi hafa verið duglegastir við að nota þessa endingu á íslandi. Auk þess að vera stytting á orðinu company, getur þetta einnig verið stytting á örnefninu Kópavogur. Dæmi um þetta eru Byko, Bónkó, Bílkó, Málkó, Árkó, Bekkó, Brimco og Effco. Sífellt verður erfiðara að framfylgja áðurnefndum lögum og nú virðist vera svo komið að yfirvöld skeyti engu um hvort lögin séu brotin. Eftir því sem verslanir frá erlendum verslanakeðjum verða algengari verður framfylgd laganna enn erfiðari, vegna þess að keðjurnar setja skilyrði fyrir því að skilti með erlendum nöfnum séu sett upp. Lengi vel var sú regla gildandi, að öll íslensk fyrirtæki þyrftu að vera skráð með íslensku heiti. í viðtali í Morgunblaðinu, segir Benedikt Þórðarson, lögfræðingur Fyrirtækjaskrár Hagstofu íslands, að með nýjum hlutafélaga- og einkahlutafélagalögum, sem sett voru árið 1995, sé beinlínis gert ráð fyrir því „að íslensk útibú erlendra fyrirtækja beri nafn erlenda fyrirtækisins að því viðbættu að tekið sé fram að um útibú á íslandi sé að ræða“ (,Morgunblaðiö 14. janúar 2001). í sömu grein í Morgunblaðinu eru nefnd nokkur dæmi um það hvernig fyrirtæki hafa farið fram hjá lögunum með því að skrá sig með íslensku nafni, en nota svo alþjóðlegt, erlent heiti á starfsemi sína. Fyrirtækið Miklatorg rekurt.d. verslunina Ikea, íslensk pizza rekur veitingastaðinn Pizza Hut, Lyst ehf. rekur veitingastaðinn McDonalds, ís-rokk hf. rekur veitingastaðinn Hard Rock Café og Regn hf. rekur verslunina Monsoon. í dag þykir sjálfsagt að fyrirtæki haldi úti heimasíðum. í heimasíðunöfnum er ekki hægt að nota íslenska bókstafi og þess vegna hefur verið rætt um að fyrirtæki forðist að nota íslenska bókstafi í nöfnum sínum. Þó má gera ráð fyrir því að þetta breytist í framtíðinni, a.m.k. ef eitthvað er að marka frétt sem birtist á Fréttavef Morgunblaðsins 22. ágúst 2001. í fréttinni segir að íslenskir stafir og íslenskar rúnir verði á meðal þeirra leturgerða sem boðið verður upp á í heimasíðunöfnum í framtíðinni. En á meðan aðeins er hægt að nota stafi úr enska stafrófinu verða íslensk fyrirtæki að láta sér það nægja. Fyrirtæki hafa oft gripið til þess að hafa nöfn heimasíðna sinna á ensku til að forðast að nota enska stafi í stað íslenskra, t.d. ae í stað æ, th í stað þ og svo framvegis. Dæmi um slíkt kom upp þegar fyrirtækið Strætó bs. var nýstofnað. Nafnið straeto kemur frekar illa út og þess vegna heitir heimasíða fyrirtækisins bus.is. Einhverjir gætu haldið að bus væri tilvísun í enskt nafnorð, sem þýðir ’strætisvagn’, en það er rangt. Bus er skammstöfun á byggðasamlag um samgöngur og það er tilviljun að skammstöfunin skuli vera sú sama og enska nafnorðið fyrir strætisvagn. 3. Fyrri rannsóknir Eins og áður hefur komið fram er saga íslenskra fyrirtækjanafna nær alveg óskráð. Áður hefur verið minnst á grein Þórhalls Vilmundarsonar um íslensk fyrirtækjanöfn. Hér á eftir verður fjallað um efni og vinnsluaðferðir tveggja íslenskra rannsókna á íslenskum fyrirtækjanöfnum, sem eru námsritgerðir til B.A prófs. Sú eldri er frá árinu 1996 en sú yngri frá árinu 2001. Eldri ritgerðin, frá 1996 fjallar um þróun nafna á fataverslunum á 20. öld, höfundur hennar er Atli Freyr Sveinsson. í upphafi ritgerðarinnar setur hann fram þá tilgátu að verslananöfn hafi styst og að ensk/amerísk áhrif fari vaxandi. Aðferðin 133
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.