Goðasteinn - 01.09.1998, Page 7
Goðasteinn 1998
Margrét Björgvinsdóttir, Hvolsvelli:
AÐFARARORÐ
Kæru lesendur!
Þá keniur fyrir sjónir ykkar síðasta
rit Goðasteins á þeim fjögurra ára
kjörtíma sem núverandi ritnefnd tók að
sér umsjón ritsins.
Þessi fjögur ár hafa
verið gjöful og góð okkur
þremenningunum sem
tókum að okkur þetta
verk. Ritið er orðið
nokkuð mikið að vöxtum,
og er það þeim að þakka
sem lögðu til efni og
greiddu götu héraðsritsins
með ýmsum hætti, m.a.
auglýsendum sem tekið
hafa vel í að birta aug-
lýsingar sínar í ritinu.
Askrifendum Goðasteins hefur fjölgað
mikið, og er það uppörvun fyrir okkur
sem höfum skipað ritnefndina.
Það hefur verið stefna okkar að
virkja sem flesta, unga sem aldna af
báðum kynjum, til að skrifa í Goða-
stein svo að Goðasteinn verði rit okkar
allra með þverskurði af hugsun og stíl
Rangæinga heima og heiman.
I þessu riti er ljölbreytt efni eins og
vera ber: Greinar um söguleg efni,
greinar frá Oddastefnu, ljóð og smá-
sögur. Sr. Sigurði Einarssyni í Holti er
helgaður þátturinn „Listamaður Goða-
steins“ að þessu sinni. Ritið birtir
annála að vanda og einnig er minnst
látinna samferðamanna. Það kom
okkur í ritnefndinni á óvart hvað mikið
barst til okkar af efni um afréttina og
hálendið í ljóðum og lausu máli. Fyrr
en varði var það efni orðið þema rits-
ins. Mikil umræða um hálendi Islands
að undanförnu getur verið
ástæða þess að Rangæ-
ingar hafa farið að taka
fram skrif um afréttar-
löndin eða rita nýjar
greinar um þau.
Þar sem þetta er
síðasta rit Goðasteins sem
undirrituð lætur frá sér
fara, þar sem fjögurra ára
kjörtíma er senn að ljúka,
er rétt og skylt að þakka
fyrir sig. Samstarfsmönn-
um í ritnefnd, þeim Guð-
mundi Sæmundssyni og Sigurði Jóns-
syni er þökkuð einstaklega góð sam-
vinna. Öllum þeim fjölmörgu, bæði
heima í héraði og þeinr sem fluttir eru
til annarra staða, en eiga sterkar rætur í
Rangárþingi, og lagt hafa ritinu lið, er
þakkað. Einnig öllum þeim sem keypt
hafa ritið og greitt skilvíslega, því ef
fólkið vill ekki lesa héraðsritið þá er
ekki til neins að gefa það út.
Það er von mín og ósk að Goða-
steinn verði hér eftir sem hingað til
fróðlegt og þróttmikið rit, til gagns og
gleði fyrir þá sem njóta vilja.
Margrét Björgvinsdóttir
formaður ritnefndar
-5