Goðasteinn - 01.09.1998, Qupperneq 24
Goðasteinn 1998
Mótun og menntun
Sigurður var raunar fæddur Rangæ-
ingur, því hann leit ljós þessa heims á
Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, þar sem
foreldrar hans, hjónin Einar Sigurðsson
og María Jónsdóttir, bjuggu þá, en
fluttust 1911 að Móakoti í Garðahverfi
á Alftanesi. Sigurður gekk í skóla í
Hafnarfirði, fyrst í kvöldskóla hjá föð-
urbróður sínum, Steini Sigurðssyni
kennara í Hafnarfirði, en tók síðan próf
upp í menntaskóla frá Flensborgarskól-
anum. Sigurður varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1922,
lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands
1926, og vígðist sama ár til Flateyjar á
Breiðafirði. Þar þjónaði hann um
tveggja ára skeið, en sigldi þá til Kaup-
mannahafnar.
Ritstörf á umbrotatímum
Næstu árin var hann viðloðandi
Norður-Evrópu, ferðaðist um Norður-
lönd, Þýskaland og víðar og sendi það-
an fréttapistla, frásagnir og hugleiðing-
ar undir yfirskriftinni „Hamar og sigð",
sem birtust í tímaritinu Straumum sem
nokkrir menn úr hópi frjálslyndra guð-
fræðinga stóðu að, og kom út á árunum
1927-1930. Enda þótt séra Sigurður
staðsetti sig greinilega í hinu pólitíska
litrófi með fyrrgreindri fyrirsögn
greinaflokksins í Straumum, þá var hið
fyrsta sem þar birtist eftir hann raunar
sálmurinn „Mest er miskunn Guðs":
Það húmar, nóttin hljóð og köld
í hjarta þínu tekur völd,
þarfölnar allt við frostið kalt,
- en mest er miskunn Guðs.
Erfrostið býður faðminn sinn,
þérfinnst þú stundum, vinur minn,
sem veikur reyr, er megni' ei meir,
- en mest er miskunn Guðs.
En vit þú það, sem þreyttur er,
og þú, sem djúpur harmur sker,
þótt hrynji tár og svíði sár,
að mest er miskunn Guðs.
Og syng þú hverja sorgarstund
þann söng um ást, þótt blœði und,
og allt sé misst, þá áttu Krist.
Því mest er miskunn Guðs.1
Næstu árin gat Sigurður sér þó orð
fyrir annað en sálmakveðskap. Fyrr-
nefndar greinar hans í Straumum voru
þrungnar mikilli spennu sem hann varð
áskynja úti í Evrópu, þar sem Hitler
treysti jafnt og þétt stöðu sína í Þýska-
landi, undir eins og bjartsýnir menn
þóttust sjá árroða fyrirmyndarríkis
kommúnismans bregða á íjöll og víð-
áttur Rússlands. Snortinn af þeirri hug-
sjón orti séra Sigurður Einarsson eitt
kunnasta kvæði sitt, „Sordavala", sem
birtist í fyrstu ljóðabók hans er út kom
1930, og var samnefnd fyrrnefndum
greinaflokki, „Hamar og sigð." Kvæði
þetta var minningaróður urn rauðliða
sem féllu í finnsku borgarastyrjöldinni.
í því er að finna þetta erindi:
-22-