Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 28
Goðasteinn 1998
stundum til ferða ástmeyjar hans,
Hönnu. Þetta þótti að vonum ekki gott
afspurnar, þar sem í hlut átti dósent í
guðfræði, sem átti í vonum að verða
hækkaður upp í prófessorsembætti eins
og tíðkaðist eftir sex ára starf. En brátt
dró til tíðinda. Samkennarar séra Sig-
urðar kærðu hann til kennslumála-
ráðherra og báru honum á brýn van-
rækslu í starfi. Sigurður var leystur frá
störfum meðan málið var rannsakað.
Sú rannsókn, sem m.a. fólst í yfir-
heyrslum stúdenta, dróst fram á vor
1944, og leiddi í ljós sakleysi séra Sig-
urðar af meintum ávirðingum. I stað
þess að leita réttar síns með gagnákæru
á hendur samkennurum sínum vegna
ærumeiðinga, sagði hann dósentsem-
bættinu lausu og tók til starfa sem
skrifstofustjóri fræðslumálaskrifstof-
unnar. Því starfi gegndi hann í tvö ár,
en var skipaður sóknarprestur í Holts-
prestakalli í Rangárvallaprófastsdæmi
haustið 1946.
Undir Eyjafjöllum
Tveggja áratuga starfstíma séra Sig-
urðar Einarssonar í Holti undir Eyja-
fjöllum verður naumast betur lýst en
með orðum Þórðar Tómassonar, safn-
stjóra í Skógum, í eftirmælum eftir
hann. Þar segir meðal annars:
„Hingað kom hann í raun og
veru öllum ókunnur, þótt þjóðkunn-
ur vœri, og hér eignaðist hann það,
sem erflestu dýrmœtara, mannhylli.
... Varla verður því andmælt, að
dvalarár séra Sigurðar undir Eyja-
fjöllum voru blómaskeið ævi hans.
Að Holti flutti hann á friðstól, and-
lega fullþroska maður, kominn frá
vettvangi fjölbreyttra starfa og
sviptivinda, og á hinu gamla hefð-
arsetri Eyjafjalla féll honum sjaldan
verk úr hug og hendi. Merkilegt
bókmenntastarf var unnið í Holti á
þessum tíma. Þar urðu til mörg Ijóð,
sem eru í röð hins bezta, sem samtíð
okkar hefur lagt í Ijóðasjóð. Kom ég
oft í smiðju skáldsins og fylgdist
með, hvernig hann mótaði ogfágaði
gull móðurmálsins í Ijóð og laust
mál. Upplag og ögun gerðu séra
Sigurð að einum fremsta fulltrúa
orðsins listar á Islandi. Hann var
hraðmœlskur og minnið frábærlega
traust. Kirkjuræður sínar flutti hann
allajafna blaðalaust. Fór þar saman
snjöll, skipuleg hugsun, vandaður
flutningur og dygg boðun Orðsins.
Að sama skapi var annað kirkjustarf
vel rœkt. „Enginn veit, hvað átt
hefur, fyrr en misst hefur", segir
gamall málsháttur, en það hygg ég,
að yfirleitt liöfum við Eyfellingar
virt séra Sigurð að verðleikum í
starfi, og mun kirkjusókn í sveitum
hafa verið óvíða betri en hjá hon-
um. “3
Næstu ár efldust afköst séra
Sigurðar á sviði ritstarfa og skáldska-
par. Hvert öndvegisrit heimsbókmen-
ntanna í íslenskri þýðingu hans rak
annað, og brátt leit önnur ljóðabók
hans dagsins ljós. Hún bar heitið „Yndi
-26-