Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 29
Goðasteinn 1998
unaðsstunda" og kom út 1952. Meðal
55 ljóða í þeirri bók er „Komið heil,
komið heil, til Skóga", þar sem hann
mærir hið nýja skólasetur Rangæinga í
Skógum undir Eyjafjöllum einkar
fögrum orðum:
Komið heil, komið heil, til Skóga!
Hér heilsa störfin tvenn og þrenn:
Að nema með hendi og hjarta,
unz hugir og brekkur skarta.
- Og börn á gamla Island enn,
sem œtla sér að verða menn.
Ekki fengu öll skólasetur jafnhlýjar
og fagrar kveðjur skáldprestsins í þess-
ari ljóðabók og Skógar. Dæmi um það
er „Höll dauðans" sem lýsir glöggt hug
dósentsins fyrrverandi til Háskóla
Islands um það leyti er hann lét þar af
störfum:
Dauðans höll er steypt úr steini
og stendur í uppgangsborg,
œgiglœst, björt, með eldtrausta múra
við ímynduð blómatorg.
Því enn er torgið og gosbrunnaglitið
og gróður og trjárunna skraut
tákn eitt og strik á teiknarans pappír
og tiktúrur - reikningsþraut.
En dauði karl er ei kröfuharður
og kann að nota sér allt.
Hann heimtar ei skrúðtré né girðing
um garðinn,
efgóss er hér nóg ogfalt.
En hvort það er drengskapur, sál eða
sannfœring,
sœmd eða persónan öll,
er honum fyrir öllu, að alltafsé nóg
að afgreiða úr þessari höll.
Séra Sigurður hafði eins konar for-
málserindi að kvæði þessu, sem er á
þessa leið:
Þið vitið það ekki, vinir og lesendur
kœru,
hver voði er að mœta hetju áfjórum
brókum.
Og kvæði, sem varðar embœttismissi
og œru,
er ekki á hverju strái í Ijóðabókum.
En hérna er eitt - en allt oflélegt, því
miður,
efeymdin er mœld, sem var þess
tundur og kveikur,
því kvœðið varð til, hvar löngum er lög
og siður
að látast blossi, en vera stybba og
reykur.
í Holti var líf séra Sigurðar ekki
mettað stybbu og reyk ef marka má
heiti næstu ljóðabókar, „Undir stjörn-
um og sól" er út kom 1953. Ári síðar
kom út leikrit hans, „Undir kóngsins
mekt." Um það segir höfundurinn í
viðtali við Guðmund Daníelsson:
„Það gerist á 17. öld, lýkur í
Kópavogi og Kaupmannahöfn 1662.
... Þœr eru svo óstjórnlega líkar 17.
öldin og sú 20. - beinlínis óliugnan-
lega líkar. Það er ekki nóg með að
mennirnir séu eins, og Island á
sínum gamla stað. Veðrin sem gjósta
um sálir mannanna blása úr sömu
svalvogum óttans, ofstækisins og
grimmdarinnar. Og ennþá standa
yfirbugaðar smáþjóðir frammi fyrir
-27