Goðasteinn - 01.09.1998, Page 31
Goðasteinn 1998
á þann hcítt, seni æskumaður trúir,
þegar hcinn eygir fæðingu og
sköpun í veruleika mikilfenglegra,
mannfélagslegra hugsjóna. En svo
liðu árin, og það féll í hlut minn -
varð starfsskylda mín að fylgjast
eftir föngum með alþjóða atburðum
og skýra þá í útvarpinu frá árs-
byrjun 1931. ... Með augað á
heimsviðburðum þessara ára, komu
efasemdirnar fyrst í hug mér um
hvort það hefði ekki verið að ein-
hverju leyti tálsýn, sem ég sá eða
þóttist sjá, þegar ég gekk í sumar-
blíðunni á bökkum Ladogavatns. ...
Nei, það komufyrst efasemdirnar og
síðan vissan um, að þessi draumur
minn hefði verið blekking. Sagt með
einfaldari orðum, vcir það þetta:
Sovét-Rússland var ekki staðurinn
þaðan, sem koma myndi höndin,
sem hefndi hinna dauðu. Og mála-
ferlin miklu í Moskva 1937-38 -
raunar atburðir, sem gerðust áður -
árásin á Finnland, framferði Sovét-
ríkjanna eins og það var yfirleitt á
alþjóðavettvangi að svo miklu leyti
sem þeim þóknaðist að taka þátt í
alþjóðlegu samstarfi á þeim árum
og fleira og fleirci, allt gerði þetta
að verkum, að ég hœtti að vœnta úr
þessari átt þeirrar handar, sem
mundi hefna hinna dauðu, og þaðan
af síður þeirrar handar, sem mundi
liefja hina föllnu og reisa hina
snauðu. Þessi sannfæring og þessi j
vissa - hún síaðist liœgt og hcegt og
settist að í huganum þrátt fyrir
gegndarlausar rósamyndablekk-
Séra Sigurður Einarsson og
Sigurbjörn Einarsson biskup við
kirkjudyr í Stóra-Dal.
ingar í sviðsetningu harmleiksins
mikla í hreinsununum stóru 1937-38
og þrcitt fyrir allar þœr gegndar-
lausu blekkingar, sem bornar voru á
borð í blöðum kommúnista um gjör-
valla veröld. Þó var það kannske
lestur þeirra blaða úr ýmsum löncl-
um, sem drýgstan þáttinn cíttu í því
að grundvalla vissuna um það í
huga mínum, að mér hefði skjátlazt í
niðurlagsorðunum og ályktuninni í
mínu fagra kvæði Sordavala, sem
kommúnistar létu þýða á rússnesku
og hafa haldið mikið upp á, þangað
til ég hcetti að trúa því sjálfur, að
niðurlag kvœðisins vœri sann-
leikur. “5
Rödd séra Sigurðar á skáldabekk
-29