Goðasteinn - 01.09.1998, Page 40
Goðasteinn 1998
Á þessum árum var það venja að
færa frá ánum, þ.e. taka lömbin frá
þeim þegar þau fóru að stálpast og bíta
gras. Oftast hófust fráfærur nálægt
mánaðamótum júní og júlí. Þá voru
lömbin rekin til fjalls, en ærnar hafðar í
heimahögum eða við sel og mjólkaðar
kvölds og morgna.
Venja var að láta unglinga, vinnu-
konur eða jafnvel börn smala ánum til
mjalta. Það var erilsamt starf og þreyt-
andi í þoku og vondum veðrum,
hlífðarföt voru af skornum skammti og
regnföt engin. Þá þótti gott að eiga
tryggan og duglegan smalahund, hann
sparaði mönnum mörg sporin.
Á Torfastöðum tíðkuðust fráfærur
sem á öðrum bæjum. Guðrún dóttir
hjónanna smalaði kvíaánum bæði
kvölds og morgna eftir að hin börnin
voru farin að heiman annaðhvort til
búskapar eða í vistir. Guðrún var talin
fremur daufgerð, en fórst þó fjárgæslan
vel úr hendi. Svo skeði sá sorglegi
atburður 18. júlí 1853 að Guðrún fór að
heiman frá sér að smala ánum til
mjalta, þá mun hafa verið dimmviðri
og gerði síðan myrka þoku og varð það
til þess að Guðrún villtist og fann ekki
ærnar.
Þennan dag var kona á bæ einum
innan til í sveitinni að mjalta ær í kví-
um. Bar þá svo við að stúlka kom á
kvíavegginn, ávarpaði konuna og
sagði: „Guð hjálpi mér, ég held ég sé
að villast“.
Konan var í óða önn að mjólka og
svaraði ekki svo fljótt sem skyldi þessu
ávarpi, en þegar hún leit upp var stúlk-
an horfin út í þokuna og sást aldrei
síðan.
Þegar Guðrún kom ekki heim með
æmar var þegar hafin leit að henni en
sú leit bar engan árangur. Má geta
nærri um harm móður hennar við þenn-
an hörmulega atburð, en hún var þá
orðin ekkja, en Gunnar sonur Þuríðar
tekinn við búi og Guðrún verið vinnu-
kona hjá bróður sínum.
Einu eða tveimur árum eftir atburð
þennan bárust fataræflar fram úr
Merkjá, sem rennur í gljúfrum fram af
heiðinni skammt vestan við Múlakot í
Fljótshlíð. Haldið var að þar væri kom-
in vísbending um afdrif Guðrúnar frá
Torfastöðum, hún hafi í villu sinni
ætlað yfir ána og annað hvort hrapað til
dauðs eða drukknað í ánni, en um það
fékkst þó aldrei full vissa.
Úr prestsþjónustubók Breiðabóls-
staðar í Fljótshlíð árið 1853: „Guðrún
Jónsdóttur 44 vinnandi, naut skyld-
ugleika frá Torfastöðum. Týndist frá
heimili sínu 18. júlí og hefur eigi síðan
fundist“.
Frá þessum atburði sagði mér afi
minn Jón Olafsson, en hann var fæddur
á Torfastöðum árið 1842 og ólst þar
upp hjá foreldrum sínum, sem bjuggu
þar og hefur verið ellefu ára þegar þetta
slys varð og mundi atburðinn.
-38-