Goðasteinn - 01.09.1998, Page 41
Goðasteinn 1998
Oddgeir Guðjónsson frá Tungu:
Minjar og kornmyllur í Flj ótshlíð
Þegar landnámsmenn komu til
Islands hafa þeir efalaust flutt með sér
sáðkorn ásamt öðrum hlutum, sem nota
þurfti til akuryrkju og búskapar, því
akuryrkja var stunduð í Noregi, heima-
landi þeirra, á landáms- og söguöld.
Talið er víst, að á þeiin tíma sem ís-
land byggðist hafi verið hlýviðrisskeið
um Norðurlönd og einnig á Islandi.
Víst er að landnámsmenn hófu hér
kornrækt og mun hún hafa verið stund-
uð hér á Iandi í nokkrar aldir eða þar til
veðurfar breyttist til hins verra á fjórt-
ándu öld. Ekki þarf að efa að kornrækt
hefur verið stunduð víðast hvar á land-
inu, það sanna örnefni, sem enn lifa í
öllum landsfjórðungum. Má t.d. minna
á Akratungu á Hlíðarenda, sem getið er
um í Njálu. Mun Fljótshlíðin hafa verið
mjög vel fallin til kornræktar, veður-
sæld mikil og djúpur og frjór jarðvegur.
Víða má finna þar akurgerði, sem flest
eru á landi er hallar móti sól.
Mikil vinna fylgdi kornræktinni.
Það þurfti að plægja akurinn og má
ráða af sögum að uxurn hafi verið beitt
fyrir plóginn og voru þeir kallaðir
arðuxar. Þá þurfti að sá útsæðinu og
svo þegar kornið var fullþroskað kom
uppskerutíminn að haustinu. Kornið
hefur efalaust verið skorið með sigð.
Gæti ekki orðið uppskera verið dregið
af því að kornið var skorið en ekki
slegið?
Þótt veðurfar breyttist til hins verra
á miðöldum vakti þó hjá ýmsum at-
hafna- og fyrirmönnum áhuginn og
vonin um betri tíð og bættan hag. Voru
þá enn gerðar tilraunir með ýmsar nýj-
ungar í búháttum. Má minna á tilraunir
Vísa-Gísla Magnússonar sýslumanns.
Hann sat á Hlíðarenda frá 1653 til 1686
að hann flutti til dóttur sinnar að Skál-
holti, en Gísli var á mörgum sviðum
langt á undan sinni samtíð. Hann hafði
dvalið lengi í Hollandi og þar mun hafa
vaknað áhugi hans fyrir hvers konar
jarðrækt og þó einkum ýmissa nytja-
jurta og eftir að hann settist að á Hlíð-
arenda hóf hann tilraunir með ræktun á
byggi, rúgi, kúmeni, hör, hampi og lín-
gresi og ýmsum káltegundum. Litlum
árangri náði Gísli í þessu ræktunar-
starfi, þó var talið að hann hafi fengið
uin eina tunnu af byggi flest þau sum-
ur, sem þessi kornrækt var reynd. Sjálf-
sagt hafa akrarnir verið fremur litlir, en
efalaust hefur illt árferði átt stærstan
þátt í því að árangur varð svo lítill sem
raun bar vitni. Ef til vill hafa þessar
ræktunartilraunir Gísla verið kveikjan
að tilraunum sr. Björns Halldórssonar í
Sauðlauksdal með ræktun á ýmsum
garð- og nytjajurtum.
-39-