Goðasteinn - 01.09.1998, Side 44
Goðasteinn 1998
en þá frétti Pálmi Pálsson, sem þá var
umsjónarmaður Forngripasafnsins um
fundinn og gerði fyrirspurn um hann.
Þeir Gunnar fengu þá Odd Oddsson
bónda á Sámsstöðum, sem síðar var
gullsmiður í Regin á Eyrarbakka til
þess að svara fyrirspurninni. Lýstu þeir
fundinum fyrir Oddi eins og þeir
mundu hann best, sýndu honum
staðinn og það sem eftir var af mun-
unum. Oddur athugaði vel alla stað-
hætti, skrifaði nákvæma lýsingu á stað-
háttum og munum og sendi til Forn-
gripasafnsins í Reykjavík. Sandsteins-
kvörnin var um 58 cm í þvermál en
ekki nema tæpir 5 cm á þykkt og hefur
efalaust verið mjög slitin, augað er um
7 cm í þvermál. Hún er jafnávöl að
ofan en lítið kúpt að neðan og er því
þynnri við ytri brún en í miðju og varla
alveg kringlótt. Tvö brot úr hraun-
steinskvörn fundust þarna, sem eru úr
annam kvörn, en falla þó ekki saman,
virðist vanta í hana eitthvað af brotum.
Á þeim brotum, sem fundust má sjá að
augað á þeirri kvörn hefur verið heldur
víðara en á hinni kvörninni. Hún hefur
verið mjög kúpt eða hvelfd kringum
augað en minna hvelfd er nær dregur
röndinni. I báðum þessum brotum er
gróp eða skora eftir segl, en hún er of
mjó til þess að seglið hafi verið úr tré.
Þá fundust þarna tvö brot úr hraun-
steinskvörn, gætu verið úr sömu kvörn-
inni, en falla þó ekki saman í skörð
hennar. Rennustokksfjölin var með göt
eftir trénagla öðrum megin þar sem
hliðarfjöl hefur verið negld við hana.
Sumt af kvarnarbrotunum var týnt
þegar Oddur kom á staðinn og fjala-
sprekunum hafði fyrir löngu verið
brennt ásamt öðrum fúaspýtum, sem
þarna höfðu fundist. Ef svo hefði ekki
verið má telja víst að gleggra yfirlit
hefði fengist um þennan merkilega
fornleifafund. Oddur taldi efalaust að
þarna hafi verið allmikið mölunarverk-
stæði til forna og víst má telja að þess-
ar kvarnir hafi gengið fyrir vatnsafli og
varla hefði myllan verið sett á þennan
stað ef vatnsafl hefði ekki verið notað
til þess að knýja kvarnirnar.
I byrjun nítjándu aldar og fram eftir
öldinni urðu kornmyllur, sem knúnar
voru með vatnsafli algengar á flestum
stærri heimilum þar sem aðstaða var
fyrir hendi, en víða var þó handkvörnin
notuð og var nauðsynlegt áhald, því
bæði rúgur og bankabygg kom ómalað
til landsins upp úr miðri átjándu öld.
Vel má vera að vindmyllur hafi tíðkast
í sumum sveitum þar sem vatnsorku
varð ekki við komið. Rústir af myllu-
húsum sjást enn víða við læki. Eg man
eftir einu slíku húsi við lækinn á Ey-
vindarmúla og öðru í Árkvörn og lítið
mylluhús er enn uppistandandi á Keld-
um á Rangárvöllum, góður fulltrúi
gamalla atvinnuhátta.
Ekki þurfti að standa yfir kvörninni
þegar malað var með vatnsmyllu.
Kornið var þá látið í trektlaga trog með
stút niður úr miðjum botni. Trogið var
hengt í bita yfir kvörninni og stillt
þannig að stúturinn var yfir auganu á
kvarnarsteininum. Lítill standur var
festur við ytri brún efri kvarnarsteins-
ins og rakst hann í trogið við hvern
-42-