Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 53
Goðasteinn 1998
Minnisstæðir
bxir og fólk í
Hvolhreppi
1927-1937
S æ m u n d u r
Oddsson og kona Vegamót íHvolhreppi (síðar Sunnuhvoll), 1930.
hans, Steinunn ljós-
móðir, bjuggu stórbúi að Eystri-Garðs-
auka og höfðu þau, ásamt sínum af-
komendum sem voru Inga, Vala, Oskar,
Odda, Steina, Gunna og sonarsonurinn
Oskar, jafnaldri og vinur undirritaðs,
fjölda vinnuhjúa. Öll voru þau mikið
sómafólk, traust og raungóð. Þó skar
Oddbjörg sig líklega úr með tígulegri
framkomu sinni við háa sem lága og
útgeislandi viðmóti. Hún giftist Gunn-
ari frá Flögu sem var bókari hjá Kaup-
félagi Hallgeirseyjar og síðar hjá KA á
Selfossi. Gott var að koma á Arveginn
til þeirra og rifja upp gömlu dagana í
Garðsauka, þiggja góðgjörðir og
hlusta á Oddu lýsa körlunum í þorpinu.
Gunnar var mikill samvinnumaður og
er hans fyrirgreiðslu enn minnst, en
samningar við hann voru ,,orð skulu
standa en eg gef þér dagatal."
1 Garðsauka var pósthús, landsíma-
stöð, smáverslun og einhverskonar
sparisjóðsafgreiðsla, þar var einnig
orgel og kenndi tónlistarkona systr-
-51-
unum á það þegar vel stóð á. Gest-
kvæmt var hjá Sæmundi og glatt á
hjalla í stóru stofu, þar sem menn biðu
eftir hestum að heiman eða bílfari
suður. Þarna dvöldu einnig listamenn
tíma og tírna, og svo kom fyrir að
Steinunn tók sængurkonur heim ef
þannig stóð á. Steinunni förnuðust ljós-
móðurstörfin vel, enda vel lærð og
hafði fíngerðar hendur. Um 1930 voru
Hlíðarlækirnir brúaðir, Kaupfélag Hall-
geirseyjar fluttist í Hvolhrepp og vegur
að Hlíðarenda varð bílfær. Varð þá
breyting í Garðsaukatröðum því BSR
flutti sína aðstöðu í nýbyggt hús við
Efra-Hvolsafleggjara og nefndist Vega-
mót (síðar Sunnuhvoll).
Helgi á Hlíðarenda reiddi fólk og
farangur yfir Þverá og Markarfljót að
Stóru-Mörk á sínum traustu vatnahest-
um, og voru handtök góð þegar ein-
hvern hestinn hrakti eða klif hallaðist á
í straumþunganum.