Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 54
Goðasteinn 1998
Um sama leyti var reistur af-
greiðsluskúr við Ormskot í Fljótshlíð
og önnuðust sæmdarhjónin Helgi
Björnsson frá Bollakoti og Jónína
Oddsdóttir frá Ormskoti alla afgreiðslu
og sætapantanir með áætlunarbílum í
áraraðir og löngu eftir að Markarfljótið
var brúað og vegur lagður að Múlakoti.
Þarna var oft mannmargt, því að lengi
dróst að brúa Kvoslækjará, en þar var
gömul göngubrú sem var notuð þegar
áin var ekki bílfær. Þannig myndaðist
einskonar endastöð í Ormskoti á köld-
um haust- og vetrardögum, þegar ár og
lækir bólgna upp og grunnstingull tefur
framrennsli. Þegar svo var, var kaffi-
tárið og bakkelsi Jónínu mjög vinsælt
upphaf að 1-2 tíma göngu, jafnvel með
byrði. Gestrisnin var einstök, enda
rómuð í byggðarlaginu. Þessi barngóðu
hjón eignuðust ekki börn en ólu upp 3
eða 4, bæði skyld og óskyld, einnig
tóku þau börn til skemmri eða lengri
dvalar, eins og greinarhöfundur varð
aðnjótandi að og þótti mjög uppbyggi-
legt tímabil og skemmtilegt.
Minnistæðir menn í Hlíðinni eru
margir og má þá helsta nefna séra
Sveinbjörn, Sigurþór í Stóra-Kollabæ,
Ólaf Túbals, Sigga á Barkarstöðum,
Guðmund í Háamúla, Jóhann í Teigi,
Isleif í Miðkoti, Guðjón í Tungu, Arna
á Sámsstöðum, Klemenz tilraunastjóra
og Guðmund Þórðar smið á Lambalæk.
Minnisstæðir Hvolhrepp-
ingarogbýli 1927-1937
Efri-Hvoll var sýslumannssetur og
glæsilegt heimili í alla staði. Sýslu-
maðurinn hét Björgvin Vigfússon og
frúin Ragnheiður Einarsdóttir. Börn
þeirra voru 3, þau Helga, Elsa og Páll,
einnig ólst þar upp stúlka nefnd Sella.
Páll tók við búi foreldra sinna þegar
þau eltust, Helga giftist austur á land,
en varð skammlíf en Elsa giftist suður.
Sýslumaður var mjög dáður af héraðs-
búum enda glöggskyggn friðsemd-
arsinni. Hann klæddist embættisbún-
ingi daglega og setti upp borðalagt höf-
uðfat þegar gesti bar að garði. Skrifari
fylgdi sýslumanni alla jafna og mat-
aðist með honum inni á embættisstofu.
Hét skrifarinn Jóhannes og var frá
Torfastöðum í Biskupstungum. Hann
var talinn mjög gáfaður og fjölfróður,
einnig var hann músíkalskur og glað-
vær og mjög góður organisti. Var þarna
einnig norskur búfræðingur sem leið-
beinandi, sérstaklega við jarðrækt og
fóðrun nauta, lék hann oft á fiðlu við
undirleik Jóhannesar að áeggjan sýslu-
manns og fleira fólks. Þarna var einnig
hún Imba, trúr og mjög dyggur starfs-
kraftur sem aldrei þurfti frí.
Stórólfshvoll var læknissetur ásamt
spítala, kirkju, skóla og þinghúsi. Helgi
Jónasson héraðslæknir og Oddný Guð-
mundsdóttir sátu jörðina með mynd-
arskap, þó svo að Helgi væri tíðum
-52-