Goðasteinn - 01.09.1998, Side 55
Goðasteinn 1998
fjarverandi vegna læknisstarfa og
þingsetu, en ráðsmaður og fjöldi vinnu-
hjúa gættu búsins með stakri prýði.
Fjóra drengi áttu þessi sæmdarhjón:
Jónas, Hrafnkel, Helga og Sigurð, sem
allir urðu sómamenn. Helgi læknir var
talinn góður í sálfræði og kom það víða
fram, einkum þegar fátækir bændur og
stundum umkomulitlir veiktust. Helgi
hafði eina hjúkrunarkonu og apótek
heima á Hvoli, ásamt hómopatanum
Sigurði sem oftast var til taks þegar
þurfti að skera eða taka þurfti framan
af tá eða fingri. Helgi var afar farsæll í
starfi, einkum báru sængurkonur hon-
um það orð.
A Þinghóli bjuggu Sigurður og Jó-
hanna. Kynntist ég sonum þeirra Einari
og Jóni en hann leiðbeindi okkur strák-
unum í glímu, fimleikum og dansi, það
var því mikil sorg í Hvolhreppnum
þegar það fréttist til lands að Jón hefði
drukknað í sundlauginni í Eyjum. Slys,
og Jón var horfinn. Einar var líka vel á
sig kominn, listrænn og hafði vandað
handbragð, hann smíðaði mikið af leik-
fangabílum sem voru mjög eftirsóttir í
búðir fyrir sunnan. Stærri bílarnir voru
eftir pöntunum, en sá stærsti sem ég sá
gat hafa verið 50-60 sm á lengd, þó
ekki stærri, listilega málaður með
gúmmíi á hjólum og sturtum, einnig
sæti í stýrishúsi og opnanlegum hurð-
um.
í Langagerði bjuggu Gísli og Guð-
rún, þeirra börn voru uppkomin og
farin, en barnabörn og fósturbörn kom-
in í staðinn. Langagerðisbræður voru
Alexander skipstjóri og aflakóngur í
Eyjum, Halldór togarajaxl og síðar
starfsmaður Landhelgisgæslunnar,
mest á Þór, síðast bóndi, Hjörleifur sjó-
maður og bóndi, Ingólfur sjómaður og
verslunarmaður. Allir voru þessir bræð-
ur vellátnir, gæddir ljúfu geðslagi for-
eldranna og framtakssemi. Þrjú fóstur-
börn ólu þau upp, þau Ingibjörgu, sem
varð bóndakona á Rangárvöllum,
Huldu, búsetta á Hvolsvelli, og Baldur,
búsettan í Vestmannaeyjum. Þetta
heimili var einstaklega glaðvært og
góðviljað. Halldór var dálítið í sigl-
ingum og færði heim með sér ýmsar
nýjungar úr menningarlífi stórborganna
og þá sérstaklega á tónlistarsviðinu.
Eitt sinn kom hann með mikinn og full-
kominn grammofón, ásamt vönduðu
plötusafni með heimsfrægum söngv-
urum. Gísli sparaði ekki að gangsetja
fóninn ef tími var til að stoppa svolítið
inni, raulaði hann svo stöku sinnum
með þegar það passaði, en Guðrún
söng í eldhúsinu eða á rúmi sínu með
ýmsa handavinnu og naut klassískrar
miðevrópskrar tónlistar.
Sjö jafnaldrar af 24 voru samtíða í
Hvolhreppnum og muna vel eftir þjóð-
hátíðarárinu 1930 og árinu þar á undan.
Þetta unga fólk var Bergur í Dufþekju,
Oskar í Garðsauka, Halldór á Vegamót-
um, Jónas á Hvoli, Bragi á Miðhúsum,
Árni á Sunnuhvoli og Hulda í Langa-
gerði. Einnig voru margir árinu yngri
og eldri. Krakkar í Hvolhreppi á þessu
árabili voru margir eins og títt var í
flestum velbyggðum sveitum.
Foreldrar undirritaðs byggðu húsið
Vegamót haustið 1929 og veturinn
-53-