Goðasteinn - 01.09.1998, Side 56
Goðasteinn 1998
1930. Uppruni þeirra var: Guðrún
Þórðardóttir frá Uppsölum við Seyðis-
fjörð í Ísaíjarðardjúpi, Vigurætt, f. 10.
jan. 1903, d. 6. júlí 1985. Eyjólfur
Júlíus Finnbogason, f. 8. júlí 1902 að
Utskálahamri í Kjós, Fremra-Hálsætt,
húsasmiður en gerðist meðeigandi BSR
og þar með bílstjóri, d. 4. nóv. 1979.
Minnisstætt hagleiksfólk
Guðjón á Brekkum (gamli), eld-
smiður góður og vagnaviðgerðameist-
ari.
Einar á Sunnuhvoli, söðla- og ak-
tygjasmiður ásamt skó- og töskuvið-
gerðum.
Einar á Þinghóli, tréskurður og leik-
fangasmiður ásamt málningarverkum.
Guðmundur á Moshvoli, fjölhæfur
handverksmaður, smíðaði skauta o.fl.
Þorleifur á Miðhúsum, vegaverk-
stjóri og hárskurðarmaður Hvolhrepp-
inga.
Bjarni í Vestri-Garðsauka, íþrótta-
námskeið, glímukennsla og dans.
Einar skreðari, karlmannafatameist
ari, dvaldi á bæjum við saumaskap.
Árný frá Hellum (Hveragerði), hús-
mæðrakennsla í formi námskeiða.
Magdalena frá Gaddstöðum, kven
fatasaumakennsla og námskeið í út
saumi.
Sigfús á Þórunúpi, kennari í Hvols
skóla.
Ljóð eftir Einar
Benediktsson
Nei, þegar öldin aldna flýr
og andi af hafi kemur nýr
að vekja land og lýð,
er víkka tún og breikka ból
og betri daga morgunsól
skín hátt um strönd og hlíð,
skal sjást, að bylgjan brotnar hér,-
-Við byggjum nýja sveit og ver,
en munum vel, hvað íslenskt er,
um alla vora tíð.
-54-