Goðasteinn - 01.09.1998, Page 57
Goðasteinn 1998
Kolbrún Ágústa Gunnarsdóttir, nemi í Framhaldsskólanum í Skógum:
Sól í heiði
Ég vaknaði á sunnu-
dagsmorguninn, sólin
skein inn um gluggann.
Það var komin tími til að
fara á fætur. I dag ætlaði
ég að ganga upp í heiði
og heilsa upp á hryssuna
mína. Ég hafði ekki séð
hana lengi og hafði
mikla þörf fyrir að
strjúka mjúkan, bleikan
feldinn. Ég var farin að
sakna hennar.
Eftir að hafa borðað
morgunmatinn greip ég
brauð og dreif mig út. Ég
horfði upp í heiði, hún
var falleg og friðsæl.
Heiðin fyrir ofan bæinn
hafði alltaf verið eins-
konar griðastaður fyrir
mig, alltaf þegar ég var
leið gekk ég upp eftir og
settist niður til að hugsa.
Stundum nægði mér
jafnvel að hugsa um
hrossin uppi í heiði og þá
batnaði tilveran strax. Ég
fór yfir girðinguna og
hélt upp á við með sól-
skinsbrosið út að eyrum.
Ég hafði aðeins
gengið í um klukkutíma
er ég kom auga á hross-
in. Þessir fjórfættu vinir
mínir sáu mig og komu á
móti mér. Ég heilsaði
strax upp á hryssuna
mína. Bleikur feldurinn
var jafnvel enn mýkri en
mig hafði minnt. Hrossin
fengu öll brauð og góðan
skammt af klappi og
knúsi. Þau virtust vera
mjög kát og líða vel í
frelsinu, eins og mér.
Ég hafði verið meðal
þeirra í dágóða stund er
mig langaði að setjast
niður og hugsa. Hryssan
mín var þá þegar lögst
svo ég ákvað að leggjast
í fangið á henni. Þar sem
ég lá hjá henni og sólin
skein um of á augun á
mér, lokaði ég þeim. Ég
fór að hugsa, sumarið
hafði verið frábært og
mig langaði helst ekki að
fara heim og hvað þá í
skóla. Hugurinn reikaði
og mér fannst ég svífa.
Ég sá ævina þjóta hjá,
allar góðu minningarnar
um lífið voru ekki einu
sinni til í huga mínum
þennan daginn.
Það sem bar hæst í
þessum hugarórum mín-
um var svo sannarlega
sumarið. Þetta sumar
hafði verið alveg yndis-
legt, meira að segja vinn-
an var skemmtileg. Allar
minningarnar um sumar-
ið svifu í kring um mig
og mér leið vel. Sumarið
hafði reynst mér vel, ég
hafði eignast marga nýja
vini, kynnst frábæru
fólki og skemmt mér
konunglega. Ég óskaði
þess að sumarið tæki
aldrei enda, eða allavega
að næsta sumar yrði jafn
skemmtilegt.
Ég fann að það var
hnippt í mig og ég
opnaði augun, ég hafði
sofnað. Hrossin stóðu
yfir mér og augu þeirra
sögðu „velkomin í raun-
veruleikann." Klukkan
var örugglega orðin
margt því að það var
-55-