Goðasteinn - 01.09.1998, Page 61
Goðasteinn 1998
Eyjamenn stofna talsímafélag
Gísli J. Johnsen segir svo frá að-
draganda félagsstofnunar um talsíma
(bréf 18.7.1958):
„Það var snemma árs 1911 að
verulegur skriður komst á málið, en
í 5 ár voru hinir „vísu“ menn á
Alþingi búnir að tjalla um málið og
finna framgangi þess allt til foráttu.
Ef ekki annað, þá var brimhljóðið,
sem gerði það með öllu ófært að
leggja talsíma milli lands og Eyja.
Hvernig gerðu menn sér í hugarlund
að geta látið heyra tal sitt gegnum
brimhljóðið við Sandana?!
Við vorum orðnir óþolinmóðir
eftir að hafa hlustað á 5 ára þref um
málið og tókum það því í okkar
hendur og fengum einkaleyfi til
símareksturs í Eyjum. Fyrst um sinn
til eins árs, sem skyldi framlengt um
10 ár ef Landssíminn óskaði ekki að
yfirtaka fyrirtækið að árinu liðnu -
en það gerði hann auðvitað ...
Snemma í maí 1911 var haldinn
stofnfundur Rit- og talsímafélags
Vestmannaeyja hf. Lög félagsins
voru samþykkt á seinasta stofnfundi
félagsins, er haldinn var í Vest-
mannaeyjum hinn 18. dag júnímán-
aðar 1911.“
í stjórn voru kosnir: Gísli J. Johnsen
formaður, Jón Magnússon fyrrverandi
sýslumaður í Eyjum, Jón Þorláksson
landsverkfræðingur, Sigurður Sigur-
finnsson hreppstjóri og Þorsteinn
Jónsson í Laufási, útgerðarmaður og
skipstjóri. Stofnfé var 30 þúsund krón-
ur sem skiptist í 600 hluti, hver hlutur
50 krónur, með heimild um hækkun í
40 þúsund krónur.
Enda-
staurar
við
Markar-
fljót -
tvöföld
hœð.
Mynd:
Guð-
mundur
Jónsson
híl-
stjóri.
Sala hlutabréfa gekk vel, meðal ann-
ars keyptu allmargir Reykvíkingar
nokkur bréf hver. Kostnaðaráætlun
sæsíma og lagna í Eyjum og Rangár-
vallasýslu var 37 þúsund krónur.
Stauraskipið kemur til Eyja
í dagbók Austurbúðar hinn 30. júní
sama ár stendur skrifað: „S. S. Stral-
sund kom frá útlöndum með síma-
staura.“
Skipið var norskt og kom frá Noregi
með símastaura í línu frá Garðsauka til
sjávar í Austur-Landeyjum og í síma-
kerfið í Eyjum.
Gísli J. Johnsen skrifar svo í Síma-
blaðinu 1956:
„Gufuskip það, sem með síma-
staurana kom, kom til Eyja er tals-
vert austanrok var á, og uppskipun
því ógerleg. Ja, hvað skyldi nú til
-59-