Goðasteinn - 01.09.1998, Qupperneq 67
Goðasteinn 1998
Símanum var mjög fagnað í Eyjum,
með honum rofin aldalöng einangrun.
Vonbrigði og óþægindi komu í ljós
vegna tíðra bilana árum saman. Orsök
m.a. ósléttur botn á hluta leiðar sæsím-
ans, háar klettatrintur sem síminn lá
yfir. Saga Eyjasímans verður ekki sögð
hér, en vikið að Landeyjum í lokin.
Númer í Eyjum 1911 voru um 40.
Lokaþáttur
Talsímafélagi Vestmanneyinga má
þakka, að Landeyingar fengu síma
nokkrum árum fyrr en annars hefði
orðið. Félagið átti stöðvar í Miðey og
Hólmum, sem síðar urðu Landsíma-
stöðvar. Báðar stöðvarnar voru austast í
sveitinni, sem var galli, þeir sem vest-
ast bjuggu, t.d. í Ulfsstaðahverfi þurftu
að fara 2-3 klst. leið í síma. Þeir gerðu
því ekki mikið meira þann daginn.
Menn fóru ekki í síma nema þeir ættu
brýnt erindi, kostaði peninga og tíma.
Eg man Eyjasímann 5-6 ára en við
erum jafngamlir, síminn og ég. Sím-
stöðin í Hólmum á næsta bæ og síma-
línan lá um engjarnar okkar, Rimakots-
bala, skáhallt í útsuður á Önundar-
staðafjöru. Mér fannst merkilegt að sjá
þessa staura og heyra suðið í síma-
vírunum. Og enn merkilegra að sjá
sumarstrákinn okkar, hann Jónas í
Skuld, klifra upp staurana, upp í topp.
Hann varð líka frægur fjallamaður og
sigmaður. Næstu níu ár var síminn ekki
víðar en á nefndum tveim bæjum.
Árið 1920 var breyting hér á til
bóta. í grein um Kaupfélag Hallgeirs-
eyjar skrifar Guðbrandur Magnússon
fyrrverandi kaupfélagsstjóri: (handrit)
„Fyrsta óbeina gagnið sem leiddi
af starfsemi Kaupfélags Hall-
geirseyjar var það, að strax fyrsta
sumarið var lagður sími frá Miðey
um Lágafell og Skíðbakka að Hall-
geirsey. Annað það, að fljótlega var
settur aukapóstur, sem eftir komu
aðalpósts að bréfhirðingu í Ossabæ,
fór hringferð um Austur-Landeyjar
frá Ossabæ, um Miðey, Lágafell,
Skíðbakka, Hallgeirsey og Kana-
staði.“
Lán til síma að Hallgeirsey var tekið
í Viðlagasjóði á nafn Austur-Landeyja-
hrepps, greitt að hálfu af Kaupfélaginu.
Síminn að Hallgeirsey var til mikils
hagræðis. Símstöð var í Hallgeirsey,
austurbæ, hjá Guðjóni Jónssyni hrepp-
stjóra. Þá voru komin 5 „númer“ í
hreppinn og hélst svo lengi. Sími var
ekki lagður inn í Skíðbakka fyrr en
síðar. Símalínan vestur lá skammt
sunnan við Skíðbakkabæina.
Sjálfvirkur sími var lagður í öll
íbúðarhús í A.-Landeyjum í árslok
1981. Þá hafði verið þar handvirkur
sími mörg ár.
Fyrsti símstjóri í Eyjum var Aage
Petersen, danskur verkfræðingur. Síma-
stúlka 1911 og næstu ár var Matthildur
Kjartansdóttir, gift 1918 Guðbrandi
Magnússyni kaupfélagsstjóra.
-65-