Goðasteinn - 01.09.1998, Page 72
Goðasteinn 1998
Þórður Tómasson Skógum:
Þorbjörg á Skála
Undur er gaman að horfa um öxl og
minnast alls þess góða sem gerst hefur
á förnum vegi. Þessi þáttur skal helg-
aður minningu Þorbjargar Bjarnadóttur
húsfreyju á Asólfsskála undir Eyja-
fjöllum. Ég var ungur að árum þegar ég
kynntist henni fyrst og heimili hennar
og tryggðataugin sem tengdi okkur
styrktist jafnt og þétt eftir því sem á
ævi hennar leið. Heimili hennar uppi í
Skálakj'ók horfði svo fallega við neðan
úr Holtshverfi og var líkt og hafið í
hærra veldi sökum sambýlis þess við
hús húsanna í byggðinni, sóknar-
kirkjuna.
Faðir minn og Jón Pálsson, maður
Þorbjargar, voru gamlir skipsfélagar og
vildarvinir. Móðir mín var í vináttu við
Þorbjörgu allt frá barnsaldri og ég gekk
líkt og sjálfkrafa inn í þau góðu kynni.
Þorbjörgu man ég fyrst frá mess-
unum í gömlu Skálakirkju þar sem allt
var í gömlum skorðum, hvert heimili
átti sín föstu sæti, bændur sátu á kór-
bekkjum, karlabekkir sunnan megin í
framkirkju, kvennabekkir norðan meg-
in, lausingjar sátu á lofti. Innan við
kórdyr, norðanverðu, sat meðhjálp-
arinn, Sveinbjörn Jónsson á Ystaskála,
og las bænir í inngöngu og útgöngu
messu með fallegum áherslum og
mikilli virðingu fyrir guðsorði. Um leið
og kom að útgöngusálmi sá ég konu
rísa úr sæti og ganga hljóðlega til dyra.
Enn í dag sé ég hana fyrir mér, væna
sýnum og vel búna og reisn yfir öllu
látbragði. Þetta var Þorbjörg Bjarna-
dóttir búin þess að vinna kirkjugestum
beina að lokinni messu. Þá var þétt-
skipað í eldhúsinu á Skála og þröng
fólks í stofu og baðstofu. Öllum var
veitt rjómakaffi af rausn og mönnum
gafst gott tækifæri til að ræða urn lífið
og líöandi stund.
Aldrei hefur það verið metið að full-
um verðleikum hve miklu hlutverki
gömlu kirkjustaðirnir gegndu einnig í
þessu að veita sóknarfólki tækifæri til
að hittast og blanda geði saman utan
kirkjuveggja. Hjónin á Asólfsskála sátu
í þessu sem öðru garð sinn með fullum
sóma.
Mörg og mannvænleg börn ólust
upp á Asólfsskála á þessum árum.
Bræðurnir festu ungir að árum vináttu
við föður minn og urðu þar órofa
tryggðir. Sigurður dvaldi eitt sumar í
kaupavinnu hjá foreldrum mínum og
varð mikill vinur okkar heima í Vallna-
túni. Síðar giftist hann inn í ætt mína
og gerðist bóndi á Leirum undir Aust-
ur-Eyjafjöllum.
Af Jóni Pálssyni hafði ég ekki mikil
kynni. Ég vissi að hann var af öllum
talinn góður drengur og gegn bóndi,
iðjumaður sem barðist harðri baráttu
-70-