Goðasteinn - 01.09.1998, Side 73
Goðasteinn 1998
við að sjá sér og sínum borgið. Best
man ég hann á sóttarsæng undir ævi-
lok. Þá skynjaði ég fyrst þetta sem séra
Hallgrímur batt forðum í stuðla:
„ákvörðuð mín og mæld er stund.“ Jón
dó árið 1930.
Þorbjörg hélt áfram að búa á Ásólfs-
skála með börnum sínum, lét í engu
undan síga, en smátt og smátt flugu
börnin úr hreiðri eins og sagt var. Árið
1940 urðu þáttaskil, ný fjölskylda tók
heima á Skála og Þorbjörg átti eftir það
heima hjá dætrum sínum. Frá þeim
árum á ég um hana mestar og bestar
minningar.
Eg átti til ættar að telja við hjónin á
Ásólfsskála. Móðir mín og Jón Pálsson
voru að fjórða og þriðja í frændsemi.
Langafi Þorbjargar, Jón Jónsson
hospítalshaldari á Hörgslandi á Síðu,
og langafi föður míns, Sigurður Jóns-
son stúdent í Varmahlíð, voru bræður.
„Það er þunnt blóð ef það er ekki þykk-
ara en vatn“ og „skylt er skeggið hök-
unni,“ sagði gamla fólkið. Flestum var
frændrækni í blóð borin.
Þorbjörg var fædd 12. júní árið 1877
í Gíslakoti undir Austur-Eyjafjöllum,
dóttir Bjarna Jónssonar frá Hörgslandi
á Síðu og Þóru Stefánsdóttur frá
Hörgslandskoti. Börn þeirra urðu
fimm, tvö komust upp, auk Þorbjargar,
Stefán bóndi á Bjólu í Holtum og Guð-
laug móðir Guðbjargar Jónsdóttur hús-
freyju í Stórumörk. Hálfbróðir var Jón
Bergur Jónsson í Olafshúsum í
Vestmannaeyjum. Fátækt og vöntun á
jarðnæði réði þvf að skömm varð
samvera þeirra Þóru og Bjarna. Árin
1882-1886 áttu þau heimili á þremur
bæjum í Mýrdal, Eyjarhólum, Felli og
Miðhvoli. Árin 1886-1890 dvöldu þau
að Steinum undir Eyjafjöllum. Þá
skildi leiðir og Þóra fór með Þorbjörgu
dóttur sína í vinnumennsku til vina-
fólks síns, Bárðar Bergssonar bónda í
Ytri-Skógum og konu hans, Katrínar
Þorláksdóttur. Þau höfðu flutt þangað
frá Múlakoti á Síðu árið 1887.
Þær mæðgur áttu heimili í Ytri-
Skógum til ársins 1894. Af Skóga-
dvölinni bar birtu í lífi Þorbjargar allt
til æviloka og vinakynnin við fjöl-
skyldu Bárðar og Katrínar entust henni
allan þann tíma.
Tvfbýli var í Ytri-Skógum, ungt fólk
á báðum bæjum, heimilin vel efnurn
búin og lífsgleði í fyrirrúmi. Allir
heimilishættir voru í föstum og góðum
skorðum, reglusemi og vinnubrögð
utan húss og innan með því besta sem
þá gerðist í sveit, gestrisni mikil og
gestnauð á flestum árstímum. Til
Bárðar og Katrínar lögðu flestir aust-
ansveitamenn, sem á ferð voru, leið
sína og var vel fagnað.
Gamall maður, Ólafur Ólafsson frá
Krókvelli undir Eyjafjöllum, var settur
niður hjá Bárði í Skógum, þá fyrir
nokkru orðinn blindur en hélt sér að
öðru vel. Þorbjörg og dætur Bárðar
héldu mikið upp á Ólaf og voru honum
um margt hróðurhallar. Hann hafði
verið orðlagður söngmaður og hélt enn
rödd sinni með ágætum. I Skógum var
hann forsöngvari við húslestra. Á föst-
unni skeikaði honum aldrei í því að
byrja á réttum Passíusálmi og kunna
-71-