Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 76
Goðasteinn 1998
margan góðan bita úr skrínu hans og
leiddi til matarástar. Nú fékk hún væn-
an hangikjötsbita hjá þeim félögum og
sneið af brauði úr melkorni og drepið á
góðu súrsmjöri úr ferðaöskjunum.
Stefán á Hnausum sendi Þóru móður
Þorbjargar stundum skjóðu með
melkorni. Það var malað, síðan soðið í
potti, haft hnausþykkt. Gerð var hola
ofan í deigið í öskunum og tólgarmoli
settur ofan í hana. Þetta var í senn sað-
samur matur og hnossgæti.
Stefán á Hnausum hafði gefið Þor-
björgu matarask sem hún snæddi úr
fram undir aldamótin 1900. Þetta var
listasmíði eftir Runólf Sverrisson á
Maríubakka í Fljótshverfi, lok útskorið
og stafir til skiptis úr rauðaviði og
ljósaviði, allir jafnbreiðir.
Korn þurfti að mala á handkvörn í
Skógum í frostum að vetri. Vatnsmylla
var í Drangshlíðardal hinum megin við
Skógaá. Ólafur Ólafsson hafði það
starf í Skógum að mala kornið. Aldrei
var settur nema einn hnefi í senn í
kvarnarholuna. Einu sinni hrekkti
Þorbjörg Ólaf við mölun, fyllti holuna
og sagðist alltaf sjá eftir því. „Þetta var
eftir þér, pútan þín“, sagði Ólafur og
hló við er hann vissi hið sanna.
Illvígur málarekstur, Austurfjalla-
málin, stóð yfir árið 1890 er Þorbjörg
kom að Skógum. Fjöldi manns vafðist í
málin. Æsingur fylgdi og náði hámarki
er bændur ætluðu að gera áreið að Þor-
valdseyri til að ná Sigurði Halldórssyni
bónda í Skarðshlíð úr haldi. Jón Hjör-
leifsson bóndi í Eystri-Skógum var
hreppstjóri og kom mjög við mál. Þetta
var allt í gangi er Þorbjörg var send af
húsmóður sinni að Eystri-Skógum til
að fá lánaða vinnuull hjá Guðrúnu
Magnúsdóttur konu Jóns. Áin Dala eða
Dalá rennur fram rétt vestan við bæinn
í Eystri-Skógum. Þorbjörg sá að kona
sat í brekkuhallinu austan við ána.
Þetta var Guðrún Magnúsdóttir, hús-
freyja og grét sáran. Hún gekk með
Þorbjörgu til bæjar, afgreiddi erindi
hennar og vann henni beina. Hún bað
Þorbjörgu svo að skila því til Bárðar
bónda að hann riði út í sveit og gerði
það sem í hans valdi stæði til að milda
málin. Bárður var góðgjarn öndvegis-
maður sem allir treystu, en ofvaxið var
honum að ráða fram úr þessum málum.
Þorbjörg fór með móður sinni frá
Ytri-Skógum árið 1894 í vist til Jóns
Einarssonar bónda á Ystaskála undir
Eyjafjöllum og konu hans, Kristínar
Björnsdóttur prests í Holti, Þor-
valdssonar. Þar áttu þær heimili í tvö
ár. Að vetri var Þorbjörg í garðinum
með Jóni húsbónda sínum, hann leysti,
hún tók í meisa. Fyrsta meisinn sem
hún tók í setti Jón á endann og þrýsti
hnefanum á milli gaflrimanna. Heyið
gaf ekki eftir og þá var vel látið í
meisinn. I kýrmeisana skyldi stein-
troða. Ekki mátti heystrá sjást í desi
þegar búið var að taka síðasta vindilinn
saman. „Dýrt er hvert stráið á vorin“,
var viðkvæði Jóns.
Þorbjörg minntist húsbænda sinna á
Skála jafnan með mikilli hlýju. Kristín
húsmóðir hennar var drengur góður
eins og sagt var um Bergþóru á Berg-
þórshvoli en hún gat verið snögg upp á
-74-