Goðasteinn - 01.09.1998, Page 77
Goðasteinn 1998
lagið. Þorbjörg jafnaði skapbrigðum
hennar til hvirfilvinds sem tekur sig
upp í logni og að andartaki liðnu sér
hans engan stað. Þorbjörg starfaði einu
sinni að því upp á Kinn, upp frá bæ á
Skála, að bera hesthúshaug á hand-
börum frá hesthúsi í kálgarð. Guðjón
Þórðarson, síðar í Heklu í Vestmanna-
eyjum, bar á móti henni. Til þeirra kom
Sigurður Einarsson barnakennari í mið-
bænum á Skála og sýndi þeim fanga-
mark sem hann hafði teiknað til þess að
sauma eftir í undirdekk á hest. Þau
lögðu frá sér börurnar á meðan. Sem
örskot var þá Kristín húsfreyja komin
þar og var gustmikil. Hún þreif um
börukjálkana öðrum megin og skipaði
Guðjóni að taka í á rnóti sér. Þorbjörg
hafði engin orð en stjakaði húsmóður
sinni frá og verkið hélt áfram. Hafi
Þorbjörg búist við skömmum er heim
kom, þá var það ástæðulaus ótti því þar
skellihló Kristín að bráðræði sínu.
Þau Skálahjón, Jón og Kristín, voru
fósturforeldrar móður minnar. Henni
var það minnisstætt frá færsluferðum
fram á Skálaengjar að þar tók Þorbjörg
alltaf fjórðapart af engjakökunni sinni
og gaf henni. Sjálf hefði hún getað gert
kökunni full skil, en hún ntundi alla tíð
hvernig það hafði verið að horfa til
augna og fá ekkert er öðrum var réttur
biti er hún var vandalaust barn í ann-
arra húsum. Móðir mín ólst upp við
ástríki en í þann tíð sagði fólk: „Það er
gaman að geta rétt barni bita.“
Þorbjörg og Jón Pálsson giftust árið
1898 og dvöldust í húsmennsku eitt ár
hjá Bjarna Einarssyni bónda í Efrihól
undir Eyjafjöllum. Ári síðar hófu þau
búskap á nágrannabýlinu Efriholtum.
Að Ásólfsskála fluttu þau árið 1914.
Börn þeirra urðu alls 13, 7 synir og 6
dætur. Eina dóttur misstu þau á unga
aldri og alin var önn fyrir vandalausum
ungmennum um lengri eða skemmri
tíma. Hér þurfti því að kosta öllu til af
orku og forsjá til að sjá öllu borgið.
Efriholt þóttu ekki kostabýli, Ásólfs-
skáli þótti notalegri jörð en búið var
þar í tvíbýli til 1922.
Þorbjörg var í röð fremstu kvenna
að verklagni og dugnaði og dagurinn
tekinn snemma allan ársins hring. Þeim
hætti hélt hún alla sína búskapartíð. Oft
var reykurinn farinn að liðast upp um
eldhússtrompinn á Ásólfsskála þegar
mestöll byggðin var í fastasvefni.
Kristján Jóhannes Sigurðsson í Holti,
sem hjá öllum hét Kunningi, var
morgungóður. Hann var blestur á máli
en gat komið hugsun sinni til skila.
Fyrir kom að hann fékk eldastúlkur í
Holti til að rumska er honum þótti nóg
sofið og með föstu orðavali: „Fa a klæa
þé, kokkapía, ha e fai a rúka há ekkuni
á Skála.“ (Farðu að klæða þig, kokka-
pía, það er farið að rjúka hjá ekkjunni á
Skála).
Líf Þorbjargar var að mörgu dæmi-
gert fyrir líf sveitakonunnar á þessum
tíma. Fyrst reis hún úr rekkju að
morgni og háttaði síðast að kvöldi. Um
sláttinn gekk hún á teig rnilli mála. í
þann mund er aðrir gengu til hvíldar
var það verk hennar að næla undir skó
og hirða blaut sokkaplögg eftir því sem
þörf krafði. Sveitakonan varð að fara
-75-