Goðasteinn - 01.09.1998, Síða 81
Goðasteinn 1998
Anna frá Moldnúpi:
Sigríður Einarsdóttir frá Varmahlíð
Ritningin segir: „Ég trúði, þess
vegna talaði ég“. En ég þekki og þess
vegna get ég ekki þagað.
Það er nú orðið þó nokkuð langt
síðan mín ástkæra frændkona Sigríður
Einarsdóttir í Hvammi lést. Það var
þann 12. júlí s.l. (1970), svo það mætti
segja, að ég væri nokkuð seint á ferð-
inni með eftirmæli hennar. En það er
ekki af því að hún hafi verið of langt
frá huga mínum, síðan hún hvarf af
okkar jarðneska sjónarsviði, heldur
réðu ástæður mínar og andleysi öllu
þar um, að ég gjörði ekki tilraun til að
minnast hennar fyrr.
Sigríður Einarsdóttir í Varmahlíð
(eða Sigga litla) eins og hún var stund-
um kölluð í hópi nánustu ástvina sinna
heima í Varmahlíð, þar sem Sigríður
Þórðardóttir frændkona hennar og að
miklu leyti uppeldissystir hennar var
auðvitað sú stærri, þar sem hún hafði
verið tekin til afa þeirra og ömmu og
var orðin 17 vetra, þegar hin fæddist.
En báðar báru þær nafn ömmu sinnar,
Sigríðar Einarsdóttur Högnasonar stúd-
ents frá Skógum. Voru enda systkina-
börn. Ætt Sigríðar Einarsdóttur kom að
Varmahlíð með Sigurði Jónssyni stúd-
ent, langafa hennar, sem settist þar að
1814.
Sigurður var sonur Jóns Vigfússonar
lögréttumanns á Fossi og í Skál á Síðu,
og konu hans Sigurlaugar Sigurðar-
dóttur prests í Holti undir Eyjafjöllum
Jónssonar.
Sigurður ólst upp með séra Páli
móðurbróður sínum í Holti. En eftir lát
séra Páls dvaldi hann með ekkju hans,
Vilborgu í Hellnhól, og var sá bær sem
næst miðja vegu milli Holts og Varma-
hlíðar. Sigurður útskrifaðist sem stúd-
ent frá Reykjavíkurskóla hinum eldri
1798, með góðum vitnisburði eftir 5
ára nám. Hafði hann réttindi til prest-
skapar, sem frændur hans, en hann sótti
víst aldrei um brauð, var enda hinn
ágætasti búhöldur, eins og verið hafði
séra Sigurður í Holti afi hans.
Þykist ég vita að búmannsandi hans
muni oft hafa rennt hýru auga til hinnar
unaðsfögru og þokkasælu Varmahlíðar
og óskað sér þess að mega komast
þangað og festa þar rætur í skjóli fjalls-
ins háa, sem skýldi svo vel fyrir norð-
angjóstinum og Holtsós blikandi rétt
neðan við túnið, sem þá var ennþá og
lengi síðan djúpur og breiður, fullur
með björg og blessan, þótt nú sé mjög
um það skipt.
Sigurður stúdent, eins og hann hefur
jafnan verið kallaður, kvæntist Valgerði
-79-