Goðasteinn - 01.09.1998, Page 82
Goðasteinn 1998
Tómasdóttur frá Eyvindarholti Magn-
ússonar. Þau Sigurður og Valgerður
eignuðust sex börn, sem komust til
fullorðinsára. Meðal þeirra voru: Páll
alþingismaður í Arkvörn, séra Jón á
Breiðabólsstað í Vesturhópi og Tómas,
sem gjörðist bóndi í Varmahlíð eftir
föður sinn. Valgerður Tómasdóttir
andaðist 1826, 41 árs að aldri. En ári
síðar kvæntist Sigurður ekkju séra
Sæmundar Einarssonar frá Utskálum,
sú hét Ingveldur ættuð frá Steinum.
Þau eignuðust ekki börn og missti hann
hana 57 ára 1842. Sjálfur lifði hann
enn 20 ár því að hann andaðist ekki
fyrr en 1862, 86 ára að aldri.
Eftir hann tók við búi í Varmahlíð,
Tómas Sigurðsson, sem kvæntur var
Sigríði Einarsdóttur Högnasonar stúd-
ents frá Skógum. Þau eignuðust að
minnsta kosti sjö börn, sem komust til
fullorðinsára, þar af voru þrír synir,
Einar og tveir Sigurðar. Það eru þeir
Einar og Sigurður hinn yngri, sem hér
koma mest við sögu, en Sigurður eldri
fór að Arkvörn og tók ríki eftir Pál al-
þingismann föðurbróður sinn.
Sigríði Einarsdóttur frá Skógum ent-
ist ekki aldur til að koma Sigríði Þórð-
ardóttur nöfnu sinni og dótturdóttur
lengra en til 6 ára aldurs, þá lést hún 62
ára að aldri. En afi hennar og móður-
systkin héldu áfram rausnarbúskap, og
væsti víst ekki um neinn, hvorki skyld-
an né vandalausan í höndum þess
sæmdarfólks.
Það var Margrét Tómasdóttir, sem
lengst stóð fyrir búi ineð föður sínum
og bræðrum. En um 1880 giftist hún
Varmahlíðarsystur, Anna á Ystaskála
og Sigríður í Hvammi (t.h.). Ljósm.:
Eggert Guðmundsson 1903.
Lofti Gíslasyni í Vatnsnesi í Grímsnesi.
Hafði hann áður verið kvæntur Ragn-
hildi Tómasdóttur systur hennar, en
missti hana.
Nú hefur verið farið að harðna á
dalnum með húsfreyju í Varmahlíð. En
einmitt nú var hjálpin nærri, enda voru
bræðurnir komnir á þann aldur að geta
farið að festa ráð sitt, Einar 32 ára, en
Sigurður 24 ára. Víkur nú sögunni í
Grímsnes þar sem þau Loftur og Mar-
grét gjörðu brúðkaup sitt með mikilli
rausn 12. október 1880. Fóru þá auð-
vitað allir sem vettlingi gátu valdið frá
-80-