Goðasteinn - 01.09.1998, Qupperneq 83
Goðasteinn 1998
Varmahlíð út að Vatnsnesi. Þá var pró-
fastur að Mosfelli séra Jón Jónsson,
síðar prestur að Hofi í Vopnafirði.
Hann var kvæntur Þuríði Kjartans-
dóttur frá Skógum. En móðir hennar
var Sigríður Einarsdóttir Högnasonar
stúdents, hún var eldri systir og nafna
Sigríðar í Varmahlíð.
Stóð þá svo á, að á vist með mad-
dömu Þuríði var stúlka úr Reykjavík á
góðum giftingaraldri, Þóra Torfadóttir,
prentara Þorgrímssonar og konu hans
Sigríðar Ásmundsdóttur. Hefur Þuríður
efalaust verið bæði hagsýn og framsýn
kona, því að hún gekk í það, að Einar
frændi hennar færi ekki af fundi hennar
fyrr en hann hefði beðið þessarar, sér
alveg ókunnugu stúlku. Þegar hún
hafði unnið frænda sinn á sitt mál, taldi
hún sér vísan sigurinn við skjólstæðing
sinn. Enda vissi Þóra ekki neitt fyrr en
Þuríður hafði þingað í málinu.
Einar var víst mjög fríður sýnum,
göfugra manna var hann og stóð til að
erfa ríki í Varmahlíð eftir föður sinn.
Það var þá ráðið að Þóra skyldi fara
austur að Varmahlíð og taka þar við
búsforráðum næsta vor. Þannig kom
hún að Varmahlíð vorið 188 E Hafa það
verið stór umskipti fyrir kaupstaðar-
stúlku, að gjörast allt í einu húsmóðir á
mannmörgu og umsvifamiklu heimili,
því að alltaf var margt vinnufólk í
Varmahlíð, fyrir utan tökubörn, sem
ólust þar upp og voru vart meira en
hálfstálpuð, þegar Þóra tók við þeim og
reyndist hún þeim öllum sannur vernd-
ari og velgjörðakona.
Var Sigríður Þórðardóttir 11 ára
þegar þetta gerðist, mikill augasteinn
afa síns. Samaldra henni var drengur,
Bjarni Jóhannes Jónsson að nafni.
Hann hafði þetta góða fólk tekið sára-
munaðarlausan, þaðan sem hann hafði
verið hafður að leiksoppi. Með gætni
og alúð hafðist að gjöra úr honum
furðu drjúgan mann, sem vel varð fær
um að afla sér brauðs. Elskaði hann
Varmahlíðina og allt það fólk, sem
hann ólst upp með. Hann gat ekki betur
sýnt það í verki en að láta kotið sitt,
sem hann síðar reisti í Vík í Mýrdal
heita Varmahlíð. Hann kvæntist ekkju
og áttu þau ekki börn, en hún var
amma Magnúsar Bjarnfreðssonar, sem
allir landsmenn þekkja frá útvarpinu.
Þriðja barnið var Jóhanna Bjarnadóttir
frá Aurgötu. Veit ég ekki vel hvort hún
var komin á undan Þóru að Varmahlíð.
En hún reyndist sinni fósturmóður svo
tryggur förunautur, að hún yfirgaf hana
aldrei, meðan hún þurfti hennar
þjónustu við.
Um líkt leyti og þau Einar og Þóra
eignuðust sitt fyrsta barn, sem var
stúlka og nefnd var Sigríður Anna,
tóku þau hjón enn nýfætt barn af Guð-
rúnu systur Einars. Það var drengur,
sem hlaut nafnið Tómas. Hann mun
hafa verið 15. barn Guðrúnar ömmu og
Þórðar afa, en þau eignuðust alls sextán
börn.
Ég heyrði Þóru sjálfa segja frá því,
að Einar sinn hefði sagt við sig, að
hann langaði til að taka þetta barn af
Guðrúnu systur hans. Hún var þá fús til
þess af sinni hálfu, og hefur víst engan
iðrað þess ráðs, því að Tumi frændi
-81-