Goðasteinn - 01.09.1998, Side 84
Goðasteinn 1998
varð góður og uppbyggilegur sonur í
Varmahlíð. Þau Þóra og Einar eign-
uðust aðeins þrjú börn saman: Sigríði
Önnu, Torfa og Sigríði þá, sem hús-
freyja varð í Hvammi og hér skal verða
minnst.
Hjónaband þeirra varð heldur ekki
langt, því að Einar andaðist 27. maí
1889, eftir rétta átta ára sambúð. Þau
hjónin höfðu fylgt Jóhönnu Bjarna-
dóttur til fermingar að Stóradal. Einar
kom veikur heim úr þeirri ferð og
andaðist úr lungnabólgu eftir stutta
legu. Tómas faðir hans var þá enn á
lífi. Hann dó 1. desember 1890, 82 ára
að aldri.
Nú stóð Þóra Torfadóttir uppi ekkja
með stórt heimili og fjögur smá börn.
Sigga litla var aðeins tveggja ára, þegar
faðir hennar dó, því hún fæddist 16.
mars 1887.
En Sigurður yngsti bróðirinn, var þá
ennþá í Varmahlíð. Hann hafði um
þessar mundir eignast dóttur með ungri
stúlku úr nágrenninu, en ekki varð neitt
meira af því. Gjörðist hann nú ráðs-
maður og fyrirsvarsmaður heimilisins.
Ekki þótti Sigurður eins fríður og
gervilegur sem Einar bróðir hans, en
hann var allra manna léttlyndastur og
góðlyndastur. Líka var hann fádæma
barngóður svo að öll börn, hvort sem
þau voru skyld eða vandalaus, áttu hið
traustasta athvarf hjá honum.
Að þrem árum liðnum giftu þau
Sigurður og Þóra sig 1892 og lifðu
saman í sérlega ástríku hjónabandi þar
til Sigurður andaðist sumarið 1936.
Þau eignuðust einn son, Einar, sem tók
við jörð og búi af foreldrum sínum.
Enn tóku þau Sigurður og Þóra
dreng til fósturs, Harald Axel Ólafsson
frá Eyvindarhólum. Honum var fyrst
komið að Varmahlíð í veikindum móð-
ur hans, en þegar hann kom aftur heim
til sín, festi hann þar ekki yndi og varð
að flytja hann aftur út að Varmahlíð.
Hann yfirgaf heldur ekki fósturforeldra
sína, meðan þau lifðu og reyndist þeim
sem hinn tryggasti sonur.
Varmahlíðarheimilið var alla tíma
mikið menningar- og risnuheimili. Þar
ríktu góðir húsbændur og þar voru líka
góð og þakklát hjú, og fósturbörn.
Sigurður var af öllum á heimilinu
kallaður frændi. Bar hann það nafn
með réttu af stjúpbörnum sínum, þar
sem þau voru bróðurbörn hans. Líka
voru þau Sigríður mamma mín og
Tórnas systurbörn hans.
Hann gerði það heldur ekki enda-
sleppt við Guðrúnu systur sína, því að
þegar hún hafði misst mann sinn og
þau börn, sem stóðu fyrir búinu á
Rauðafelli, tók hann hana til sín og
andaðist hún í hárri elli í Varmahlíð,
þar sem lágu hennar bernsku- og
æskuspor. Sigurður ávarpaði hana
aldrei öðruvísi en „systir mín“.
í Varmahlíð ríkti mikil glaðværð,
þar var mikið spilað og mikið sungið.
Þóra hafði undraverða ánægju af spil-
um. Hún hefði eflaust komist langt í
þeirri grein, hefði hún lifað á þeim
tíma, sem spilamennskan varð íþrótt,
en ekki aðeins dægradvöl, eins og hún
-82-