Goðasteinn - 01.09.1998, Page 85
Goðasteinn 1998
var á Þóru tíð. Þá sungu allir, sem vett-
lingi gátu valdið þar, því að þá var ætíð
sungið við húslestra.
Raunar var það víst líka tíðkað á
fleiri bæjum. En vera má að presta-
blóðið í Varmahlíðarfólkinu hafi eitt-
hvað kynt þar undir. Jón Steingrímsson
eldprestur var langafi Sigríðar Einars-
dóttur frá Skógum. En Sigurður Jóns-
son prestur í Holti, sem talinn var
mikill ræðuskörungur, var langafi
Tómasar manns hennar. Varmahlíðar-
systkinin voru Iíka aðalsöngkrafturinn í
Asólfsskálakirkju í mínu ungdæmi og
Sveinbjörn Jónsson á Asólfsskála, sem
Anna giftist, var lengi organisti í kirkj-
unni. Það var skömmu áður en Sigríður
í Hvammi dó, sem hún sagði við mig:
„Alltaf varð maður að syngja hvernig
sem manni leið innan brjósts. Við urð-
um að syngja yfir mömmu þinni, sem
var eins og systir okkar, en það var
enginn annar til“.
Það var sannarlega góður kraftur
sem Fjallasveitin fékk frá Reykjavík,
þar sem Þóra Torfadóttir var. Hún var
svo hagsýn og stjórnsöm við alla um-
sýslan matargerðar, að ekki þótti ger-
legt að halda svo nokkurt samkvæmi,
sem að kvað, nema Þóra væri þar til
umsjónar og forsvars.
Eg minnist þess sem sælustu stunda
bernsku minnar, þegar við systkinin
fengum að fara til frændfólksins í
Varmahlíð og dvelja þar dægrin löng
við allsnægtir og blíðu. Fara út í Hlaup,
ganga á Háunípu og Skinnastein eða
jafnvel út á Arnarhól í fylgd þeiira sem
ráðnari og rosknari voru.
Eiginlega var það skemmtiprógram í
Varmahlíð, að ganga út á Arnarhól,
þaðan varð sjónhringurinn víðari en að
heiman frá bænum. í þá daga var svo
margt smátt sér til gamans gert og fólk
var þá ekki vansælla í sinni látlausu
gleði en nú í allri dýrðinni. Þó er mér
smiðjan á hlaðinu allra hugstæðust, þar
sem frændur mínir Sigurður eða Tómas
sátu og hömruðu skeifurnar eða annað
því líkt. Það var mér mikið undrunar-
efni að sjá gallhart stálið láta að vilja
þess, sem á hamrinum hélt, þegar það
kom rauðglóandi út úr kolaglóðinni.
Það var líka mikill munaður að fá að
blása ofurlítið. Líka fannst mér korn-
myllan við lækinn mikil töfrasmíð.
Mér fannst sem þeir Varmahlíðarmenn
gætu alla hluti vel gjört!
Úr þessu bjarta, hlýja umhverfi var
Sigríður Einarssdóttir, sem gjörðist
húsfreyja í Hvammi, sprottin. Það var
haustið 1913, sem þau giftust, Sigríður
og Sigurjón Magnússon í Hvammi.
Móðir Sigurjóns var frá Indriðakoti
undir Eyjafjöllum, dóttir Jóns og
Arndísar, sem þar bjuggu allan sinn
búskap. Mega þau hafa verið mikil
sæmdarhjón, svo ágætar voru þær þrjár
dætur, sem þau eignuðust, og Jósef
uppeldissonur þeirra, lagði okkur til
ráðherra, þar sem var Jóhann Þ. Jósefs-
son. En Magnús faðir hans var Sigurðs-
son frá Hvammi, þau höfðu búið í
Hvammi allan sinn búskap. Þuríður var
ekkja og tveggja barna móðir, þegar
Magnús gekk að eiga hana. Fyrri
maður hennar var Einar Einarsson frá
Seljalandi undir Eyjafjöllum. Hann
-83-