Goðasteinn - 01.09.1998, Síða 87
Goðasteinn 1998
frá þessu, sem þó var yngri. En hún
segir: „Þá færð þú mann, sem elskar
þig“. - Þetta fór hún svo að hugleiða og
varð það úr að hún játaðist honum. „Og
það voru allir dagar of stuttir sem ég
átti með honum.“
Hann vildi heldur ekki láta hana
munaðarlausa í heiminum með tvö ung-
börn, því að hann lét Magnús sem var
mikill vinur hans og hjá honum var í
banalegunni lofa sér því, að taka Þuríði
og börnin að sér.
Hefur Einar þekkt vin sinn það vel,
að hann vissi, að sá myndi ekki lenda á
hrakningi, er hann tæki að sér, ef
honum entust líf og kraftar.
Það hafa heldur ekki verið nein
neyðarúrræði að lofast til að taka Þuríði
Jónsdóttur að sér, jafnvel þótt hún væri
með tveim ungum börnum.
Þuríður var ein sú merkasta og ynd-
islegasta kona, sem ég hef kynnst, þótt
hún væri þá orðin öldruð og hefði orðið
fyrir þeirri reynslu að missa því nær
alveg getu til gangs sökum kölkunar,
sem hún fékk um mjaðmir.
Mér hverfur hún aldrei úr minni, þar
sem hún sat alla daga á rúminu sínu, vel
klædd að fornum íslenskum hætti með
skotthúfu og óvenjulega langar og
þykkar fléttur, sem voru nældar undir
húfuna, tóku henni í beltisstað. Hárið
sem var dökkjarpt, var sjálfliðað að
framan og þurfti hún enga sundurgerð,
til þess að vera hin tígulegasta ásýnd-
um. Hún var síiðjandi eða þá lesandi
guðsorð. Öll hennar breytni var til mik-
illar fyrirmyndar, ungum og gömlum.
Aldrei minnist ég þess að hún misstigi
sig á tungu sinni, svo ræðin og
skemmtileg, sem hún þó var.
Eitt sinn sagði hún við mig: „Ég bið
þess oft, að ég megi finna öll ljósu-
börnin mín í skilaréttinni stóru á himn-
um.“ - Þvílíka Ijósu áttum við börnin
undir Eyjafjöllum, sem Þuríður í
Hvammi greiddi veg til þessa misjafn-
lega hlýja jarðlífs. Hún var enda elskuð
og virt af öllum þeim sem hennar hjálp-
ar urðu aðnjótandi.
Þeim Þuríði og Magnúsi Sigurðssyni
hafði búnast mjög vel í Hvammi, munu
þó naumast hafa byrjað auðug. Þá var
líka tvíbýli í Hvammi. En síðar tókst
Magnúsi að komast yfir alla jörðina, og
þótt hann yrði fyrir miklu tjóni á heilsu
sinni snemma á búskaparárum sínum,
þar sem hann lá tvær stórlegur nær að
bana kominn af brjóstveiki, bar heldur
aldrei sitt barr þaðan í frá. En hagsýni
hans, framtakssemi, hagleikur og
snyrtimennska á öllum sviðum, gjörðu
það að verkum, að vanheilsan sýndist
ekki verða honum eins mikill fjötur um
fót og ætla hefði mátt, því að allt
blómstraði og færðist í það horf, sem
best varð á kosið á þeirri tíð.
Því var almennt trúað um Magnús,
að hann væri fjárglöggur og féfastur
maður, og má vel vera að svo hafi ver-
ið. En hann var mjög sanngjarn og vin-
fastur, mun heldur ekki hafa látið berja
bumbur fyrir sér, þótt hann viki að þeim
góðu, sem hann taldi hafa þess þörf.
Það var hans síðasti vetur í þessum
heimi, sem við áttum samleið, þegar ég
-85-