Goðasteinn - 01.09.1998, Side 88
Goðasteinn 1998
dvaldi nokkra mánuði í Hvammi. Þá
varð ég þess áskynja, að hann lúrði á
hjá sjálfum sér, bæði kaffi og kornvöru,
meira að segja harðfiski, því að hann
átti hlut í skipi. Þetta hafði hann til þess
að gleðja fátækar konur, sem komu
þegar vetri tók að halla og heldur fór
að sneyðast um björg á barnmörgum
heimilum.
Þrátt fyrir vanheilsuna var Magnús
mjög glaðvær og skemmtilegur á heim-
ili. Hann hafði mikið yndi af sögulestri.
En heilsa hans leyfði honum þá ekki
þann munað að lesa. En það var gaman
að mega fá stund og stund, til þess að
lesa hátt fyrir hann á vökunni, því að
þá var ég þó viss um að geta glatt aðra
um leið og ég naut gæðanna sjálf. Eg
minnist þessara göfugu heiðurshjóna
jafnan með mikilli virðingu. Þeir munu
nú vart lengur verða taldir, sem nutu
skjóls og umönnunar þeirra.
Þau ólu upp sér bæði skyld og
vandalaus börn. Þar ólst upp með móð-
ur sinni Björgu Sveinsdóttur, Arnlaug
Samúelsdóttir, síðar húsfreyja á Selja-
landi. En Björg var Þuríðar önnur
hönd, meðan hún nam ljósmóðurstörf
og gegndi þeim. Öllum var óhætt í um-
sjá Bjargar, því að hún var öðlingskona
og barngóð svo að af bar. Öllum börn-
um, sem sáu hana þótti vænt um hana,
eða svo var það um mig, þegar ég fór
að heimsækja Sigríði frændkonu mína,
eftir að hún kom að Hvammi. Síðar
fylgdi Björg einkadóttur sinni að Selja-
landi.
Kristbjörgu Sigurðardóttur tóku þau
unga og umkomulausa, ólu upp og
komu vel til manns, hún var lengi hús-
frú í Lambhúshól. Þegar Guðjón bróðir
Magnúsar dó frá ungum börnum sín-
um, tóku þau Hvammshjón yngsta
barnið, sem var Einar Guðjónsson
járnsmíðameistari í Reykjavík. Honurn
hefur eflaust verið hagleikur í blóð
borinn, enda hefur uppeldi hans með
snillingunum í Hvammi ekki nítt það
úr honum.
Þegar Astríður systir Magnúsar, sem
bjó í Hellnhól, missti Ingvar mann sinn
frá átta hálfuppkomnum börnum, tók
Magnús hana til sín með tveim yngstu
dætrum hennar. Síðar fluttist Astríður
til Vestmannaeyja með aðra stúlkuna,
hin sem hét Dýrfinna varð eftir og ólst
upp í Hvammi til tvítugsaldurs. Dýr-
finna mun hafa verið móðurnafn
Magnúsar og systkina hans. Jón, faðir
Þuríðar, dvaldi lengi hjá dóttur sinni og
dó í Hvammi í mjög hárri elli 1912.
Að samanlögðu var starf þeirra Þur-
íðar og Magnúsar í þágu sveitar sinnar
eins og Alfa og Omega, því að Þuríður
var ljósmóðir, sem handlék hið byrj-
andi líf. En hann var líkkistusmiður, er
bjó hverjum, sem kvaddi heiminn hið
hinsta legurúm. Auk þess var Magnús
lengi hreppstjóri, allt til dauðadags,
mun líka hafa þótt vel til foringja
fallinn.
Þau hjón höfðu líka mikið barnalán.
Börn Þuríðar af fyrra hjónabandi
mönnuðust vel. Varð Sigurður Einars-
son lærður söðlasmiður og bjó í Vík í
Mýrdal. Lifir hann ennþá hér í Reykja-
vík og mun líkjast móður sinni í því, að
halda minni og andlegum kröftum, en
-86-