Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 89
Goðasteinn 1998
líka er hann frár á fæti. Sigríður, dóttir-
in sem er látin, bjó í London í Vest-
mannaeyjum við góðan orðstír. Eiga
þau systkini bæði afkomendur.
Saman eignuðust þau Þuríður og
Magnús tvo sonu, voru það Sigurjón,
sem bóndi varð í Hvammi eftir föður
sinn og Einar, sem lærði járnsmíði og
setti á stofn vélsmiðju í Vestmanna-
eyjum, er síðar varð hans bani, þar sem
hann varð fyrir ketilsprengingu og lést
samstundis. Hvarf hann frá konu og 6
smábörnum, var það elsta aðeins 9 ára.
Það hefur verið aldraðri móður hans
þungt högg, þótt hún æðraðist Iítt frem-
ur en hún átti vanda til. En þá var faðir
hans látinn. Hann lést snögglega í
skæðri inflúensu sumarið 1921.
Það mun nú flestum landslýð kunn-
ugt, hver snillingur og öðlingsmaður
Sigurjón í Hvammi var. Það er víst að
meðal ólærðra mann átti hann engan
sinn jafningja, svo þjóðhagur sem hann
var, bæði á tré og málma, en þó ef til
vill frekar á málma. Fyrir utan snilli
sína var hann mesta hamhleypa til allra
verka og svo ólatur að hann sást aldrei
fyrir eða hirti um að hlífa sér. Það hafa
verið margir 8 stunda vinnudagar, sem
Sigurjón lagði að baki sér um ævina.
Það er ekki of mælt þótt ég segi að
Sigurjón hafi verið eins konar dýrling-
ur sveitar sinnar, á þeirri tíð, meðan fátt
var um úrkosti og fáir áttu aura til þess
að greiða fyrir viðgerðir og alla auka-
vinnu, sem ekki var hægt að fram-
kvæma af heimamönnum. En mér er
óhætt að fullyrða, að engin vera, hvorki
barn né fullorðinn, muni hafa farið
bónleiður af fundi Sigurjóns, um hvað
sem á honum var kvabbað. Sama máli
gegndi og um Einar bróður hans, þegar
hann naut heilsu, en hann var um tíma
mjög heilsulítill, sem ungur maður,
þótt hann hlyti aftur fulla heilsu. Eg er
vel minnug þess, að það var einnig gott
að hitta hann, þegar verið var að senda
mig til þess að fá gert við skilvindu-
garminn, jafnvel um hásláttinn.
Þegar ég frétti lát Sigurjóns í
Hvammi, þann 22. sept. 1969 fullyrti
ég, að það kæmi aldrei maður, sem
fyllti hans skarð, því að þótt einhver
fæddist með hans skapgerð og hæfi-
leika, þá mundu breyttir tímar og lífs-
viðhorf sjá fyrir því, að sá fetaði aldrei
í fótspor Sigurjóns.
Sigurjón var líka bókelskur og hafði
ákaflega gaman af ljóðum, hnyttnar
bögur voru hans eftirlæti. Hann hafði
þær oft á takteinum og kunni vel með
að fara og fella þær að því, sem við átti
hverju sinni. Hann hafði erft næmi og
stálminni móður sinnar, og þótt hann
hefði lengi gengið vanheill á líkam-
anum, bæði eftir óvenjulegt vinnuslit
og slys, sem hann varð fyrir eftir miðj-
an aldur, þá fannst mér hann enn ungur
og ódrepinn í anda, þegar ég ræddi við
hann, hans síðasta vor. Þá var hann
áttræður.
Það var stórt og mannmargt heimili,
sem Sigríður Einarsdóttir frá Varma-
hlíð tók við, rétt eftir að hún kom að
Hvammi. Þá voru yngstu fósturbörnin,
Einar Guðjónsson og Dýrfinna Ingv-
arsdóttir ekki uppkomin. Einar mun
varla hafa verið meira en 10 ára. En
-87-