Goðasteinn - 01.09.1998, Qupperneq 90
Goðasteinn 1998
hún kom frá rausnar- og myndarheim-
ili, var heldur ekki neitt barn, orðin
fullra 26 ára. Hún átti líka þá lund og
eiginleika, sem best voru fallnir til að
veita húsfreyju á stóru heimili brautar-
gengi, létta og hlýja lund ásamt óleti og
fúsleika til að létta hvers manns byrði
og erfiðleika. Kunnu hennar ágælu
tengdaforeldrar mjög vel að meta
mannkosti sinnar ágætu tengdadóttur.
Tókst þar strax gagnkvæm virðing og
kærleikur, sem ekki brást meðan ævin
entist. Magnúsi Sigurðssyni í Hvammi
hafði tekist með hjálp sinna og annarra
högu handa, sem hann hafði á að skipa,
að byggja allt upp með þeim mesta
myndarbrag sem þá þekktist í Eyja-
fjallasveit og þótt víðar væri leitað.
Eins held ég þó að heimasætan frá
Yarmahlíð hljóti að hafa saknað, og
það var bæjarlækurinn, sem spratt út úr
fjallinu fyrir ofan bæinn í Varmahlíð og
rann alltaf samur og jafn niður með
bæjarhlaðinu. En það var talsvert erfiði
að afla vatns í Hvammi, þar sem allt
vatn þurfti að sækja í lækinn neðan
undir brekkunni og bera á brattann. En
fljótt í búskap Sigurjóns kom dælan til
sögunnar. En það var erfitt verk að
dæla með handafli, svo að það var
mikil blessun, þegar Sigurjón gat graf-
ið upp smá lind við fjallsræturnar og
leitt gnægð silfurtærs vatns um bæjar-
og gripahús.
Strax 1914 eignuðust þau Sigríður
og Sigurjón sinn frumgetinn son. Það
er Magnús, sem nú býr í Hvammi. En
annað barnið var drengur, er lét lífið í
fæðingunni. En ég heyrði að hans var
saknað, litla drengsins sem dó. Þuríður
amma hans og ljósa sagði, að hann
hefði verið alveg eins og Sigurjón
hennar var nýfæddur, svo það var
engin furða, þótt hún fyndi hvers var
að sakna. Eftir það eignuðust þau
ennþá tvo syni. Einar fæddist 1919.
Hann lærði vélfræði og varð vélstjóri
og síðan fyrsti meistari hjá Eimskip,
frábært prúðmenni og öðlingur. Rúm-
lega fertugur týndist hann í hafi öllum
óvænt, frá konu og þrem hálfstálpuðum
börnum. Það var sviplegt högg fyrir
alla aðstandendur, líkt eins og þegar
nafni hans og föðurbróðir lét lífið í
sprengingunni í Vestmannaeyjum.
Þá var 4. sonurinn, Tryggvi, yndis-
leg vera, sem allir elskuðu er kynntust
honum. Hann skyldi taka við búi í
Hvammi, þegar hann hafði aldur og
þroska til. Haustið 1941 var hann
sendur til Hóla að nema þar búfræði til
þess að hann mætti vera betur búinn
undir sitt ætlunarverk, búskapinn í
Hvammi. En þótt mennirnir álykti, þá
er það Guð sem ræður. Hann veiktist
fyrir norðan af brjósthimnubólgu svo
heiftugri, að strax var örvænt um líf
hans. Faðir hans fór til hans, en kom
aftur jafnvel með veika von um bata.
En svo var það hinn 11. júní 1942, að
helfregnin barst heim að Hvammi.
Tryggvi var ekki einungis mikill harm-
dauði foreldrum sínum og nánustu
skyldmennum, heldur tók öll sveitin
sterkan þátt í sorginni.
En það er eins og sr. Matthías sagði
forðum, að aldrei er svo svart yfir sorg-
arranni, að ekki geti birt fyrir eilífa trú.
-88-