Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 91
Goðasteinn 1998
Sigríði í Hvammi var margt vel gefið.
En hennar stærsta hamingja í gegnum
allt lífið, hygg ég, að hafi verið, að hún
fékk allt sitt líf í blíðu og stríðu að
halda sinni björtu barnatrú og eilífðar-
vissu. Hún treysti umbúða- og tilgerð-
arlaust þeim orðum frelsarans, „því að
ég lifi og þér munuð lifa“. I sannleika
getur ekki beisk sorg eða andleg þján-
ing rúmast í birtu eilífðarinnar. Sigur-
jón var líka æðrulaus trúarhetja, eins og
móðir hans.
Þuríður var ennþá á lífi um nírætt,
þegar þetta kom fyrir. Var hún alla tíð
með fullum andlegum kröftum. Veit ég
að víst hefur hún ennþá átt kraft til þess
að hugga með sinni sterku trú. En það
var nú orðið stutt til hennar endurfunda
við ástvinina, sem á undan voru farnir,
því að síðsumars veiktist hún skyndi-
lega af þungri gulusótt og lést um
haustið í nóvember.
Veit ég að þennan vetur 1942-43
hefur verið hljótt og dapurt yfir
Hvamminum, sem hefur þá eiginleika,
að veita mikið og öruggt skjól. En
komi þangað heim stormsvipir, þá eru
þeir þungir og harðir. Þannig var það
líka í lífsreynslu fólksins. Það fékk að
þola þung högg og óvænt. En ég veit
ekki til að andleg ró og hugarfriður
brygðust þessu sama fólki.
Það birti líka heldur yfir vorið 1943,
þegar Magnús Sigurjónsson, að beiðni
foreldra sinna, flutti aftur heim að
Hvammi með sína ágætu konu Sigríði
Jónu Jónsdóttur frá Björnskoti í sömu
sveit. Faðir hennar var Jónsson frá
Reynishólum í Mýrdal, en móðir Ingi-
gerður Sigurðardóttir frá Stórólfshvoli.
Höfðu þau byrjað búskap á Efri-Rot-
um, sem eru í sjómnáli frá Hvammi.
Voru þau þá búin að eignast 3 drengi
og urðu börnin bráðlega 7, 5 drengir og
2 stúlkur. Hér fengu þau mætu hjón því
ærið nóg að lifa fyrir og dreifa hugan-
um við.
Það mátti segja, að þessi Sigríður
Jónsdóttir (Lóa) fetaði merkilega vel í
fótspor tengdamóður sinnar. Hún var
ljúfleg og sporlétt og svo veitul og ólöt
að annast um gesti sína og heimilisfólk
að jafnvel aldrei hafði verið veitt af
meiri rausn í Hvammi. Enda var nú
orðið auðveldara að nálgast föng, en
þegar hver varð að búa að sínu búri
heil misseri.
Sigríður Einarsdóttir þurfti því alls
ekki að lifa það að sjá upp á neina
niðurlægingu í heimilsháttum. Sama
mátti segja um Sigurjón. Magnús er
mikill greindar og dugnaðarmaður, sem
hefur haldið áfram starfi forfeðra sinna,
að auka við og byggja eftir tímans
kröfum, svo að ekki verður á betra
kosið enn þann dag í dag.
En þessi yngri hjón fóru heldur ekki
á mis við snöggan svip heim að
Hvammi, þegar Jón Ingi, næst elsti
sonurinn og að minni hyggju elskuleg-
asti, varð skyndilega bráðkvaddur úti á
Hellu, þar sem þeir bræður unnu á tré-
smíðaverkstæði 1967. En þessu áfalli
var einnig tekið með mikilli stillingu
og trúartrausti.
Það má heita skýr sönnun um
auðnulán Sigríðar Einarsdóttur, að
móðir hennar, sem orðin var 84 ára og
-89-