Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 93
Goðasteinn 1998
stúlku. Er þar líkt á komið með þeim
mæðgum, nema hvað Þuríður hefur
fengið að halda öllum sínum hjá sér.
Það má segja að með Valdimar eign-
uðust þau hjónin Sigríður og Sigurjón
góðan son, svo kær og hugþekkur var
hann þeim báðum.
Það var þeim mikið yndi og upplyft-
ing að skreppa suður og dvelja hjá
þeim og börnum þeirra um stundar-
sakir.
Ekki má heldur gleyma tengdadóttur
þeirra, Magneu Hallmundardóttur,
ekkju Einars þeirra. Hún reyndist mik-
ill stólpi við að koma börnum sínum og
Einars til manns og vera líka tengda-
foreldrum sínum góð og trygg, leyfa
þeim oft að sjá barnabörn sín og hafa
þau hjá sér tíma og tíma.
A greftrunardegi Sigurjóns 27. sept.
1969, var hans vel og maklega minnst í
Morgunblaðinu, af séra Birni Jónssyni
presti í Keflavík. Eg hef þess vegna
verið fáorð um list hans og verkmenn-
ingu.
Þess má nærri geta, að Sigríður sem
staðið hafði við hlið manns síns í blíðu
og stríðu, sorgum og gleði í 56 ár, hafi
nú þótt stórt skarð fyrir skildi og ein-
manalegt um að litast heima í Hvammi,
eftir ástvin sinn horfinn. Samt var hún
undur róleg þegar ég heimsótti hana
daginn eftir jarðarförina. En þá sagði
hún mér að Þuríður dóttir sín vildi
endilega að hún kæmi til hennar fyrst
um sinn, til þess að dreifa eyðileik-
anum.
Það varð svo að ráði að hún yfirgaf
Hvamminn, þar sem hún hafði dvalið í
56 ár og ekki hugsað sér að yfirgefa í
alvöru lifandi. En það var eins og að
örlög hennar og móður hennar ættu að
vera þau sömu f því að deyja ekki þar,
sem þær lengst höfðu alið aldur sinn.
Það var 9. júlí, einmitt þegar í óðaönn
var verið að undirbúa ferð hennar aust-
ur að Hvammi og tengdasonur hennar
var að keppast við að ná út nýjum bíl,
til þess að keyra hana í austur, að hún
hné niður máttlaus öðrum megin og var
önduð á hádegi 12. júlí. Hún var flutt á
Landakot og Þuríður vakti þar yfir
henni. En hún missti fljótt meðvitund
og leið á braut án minnstu kvala. -
Áður hafði hún eitt sinn sagt við dóttur
sína að líklega ætti hún að deyja hjá
henni, eins og mamma sín hefði dáið
hjá sér. Það var nú fram komið.
Þar sem Sigríður dvaldi í Reykjavík,
gat ég nokkrum sinnum hitt hana,
hennar síðustu mánuði. Mér fannst þá
eins og hún gæti átt eftir að lifa ennþá í
mörg ár. Eg held, að það hafi verið á
síðasta fundi okkar sem hún sagði við
mig: „Himnafaðirinn hefur verið mér
mikið góður. Ég hef átt mikið góðan
himnaföður“. - Hún kveið áreiðanlega
ekki för sinni heim til föðurhúsanna,
þar sem hún var örugg um að allir ást-
vinir, sem á undan voru farnir, væru vel
geymdir.
Fjöllin tjölduðu sínu fegursta þann
14. júlí, sem lík hennar var flutt austur
að Hvammi, þar sem hún beið þess að
verða lögð við hlið manns síns í Ás-
ólfsskálakirkjugarði 18. júlí, að við-
stöddu miklu fjölmenni, með góðum
yfirsöng og við sólardýrð og mestu
-91-