Goðasteinn - 01.09.1998, Síða 95
Goðasteinn 1998
Ástríður Thorarensen frá Móeiðarhvoli:
Vísur Sigurðar Þorbergssonar
Höfundur þessa þáttar, frú Ástríður
Thorarensen, var fœdd í Þúfu í Land-
eyjum 10. ágúst 1895, dóttir Kjartans
Ólafssonar hónda og skipasmiðs og
konu hans, Kristínar
Halldórsdóttur frá
A Ifhólahjáleigu. Fóstur-
foreldrar hennar frá ár-
inu 1900 voru sr. Eggert
Pálsson prófastur á
Breiðabólsstað og kona
hans, frú Guðrún Her-
mannsdóttir, en þær Ast-
ríður voru systradætur.
Astríður giftist 1916
Skúla Thorarensen óðals-
bónda á Móeiðarhvoli (d.
1948). Þau fluttu til Reykjavíkur 1944.
Astríður dó 6. ágúst 1985. Hún var
afburða vel viti borin, verkhög og
skapföst, mikill vinur vina sinna. í
framgöngu hennar og fóstursystur
hennar, frú Ingunnar Eggertsdóttur
Thorarensen, sá ég skarast fágun
fornra höfðingjaœtta í Rangárþingi við
alúð og látleysi sem prýðir hvern mann
framar öllu. Astríður gaf mér þáttinn
til frjálsrar ráðstöfunar. Hún skráði
œskuminningar sínar, mikið og merki-
legt verk sem vonandi kemur einhvern
tíma út á þjóðgötu.- Þórður Tómasson.
Sigurður Þorbergsson var fæddur í
Djúpadal í Hvolhreppi. Faðir hans bjó
þar við þröngan kost eins og margur á
þeirri tíð, fyrri hluta 19. aldar. Ekki
hefi ég heyrt af Þorbergi
neinar sögur, svo orð sé á
gerandi, nema einu sinni
var hann að sækja ljós-
móður, til konu sinnar,
austur að Stórólfshvoli.
Þegar hann kemur þar
inn, finnur hann sæta
matarlykt og dregur að
bera upp erindið í þeirri
von að hann fái að
smakka á matnum. Líður
svo góð stund. Loksins
spyr húsfreyja, sem var ljósmóðirin,
hvort hann hafi ekki átt neitt erindi. Jú,
konan var lögst á sæng. Þá fékk hann
harðar ávítur hjá húsfreyju, sumir segja
kinnhest, og ekki fékk hann neitt af
baununum sem verið var að elda. Hon-
um var lagt þetta til lasts. En sagan er
átakanlegt dæmi um allsleysi og hung-
ur og hvernig menn geta gleymt sér
þegar sulturinn sverfur að.
Fyrst heyri ég Sigurð nefndan sem
fjósamann á Breiðabólsstað í Fljótshlíð
hjá sr. Skúla Gíslasyni. Hann þótti
heldur óþjáll í geði og öllum háttum,
-93-