Goðasteinn - 01.09.1998, Page 99
Goðasteinn 1998
Þríhyrningur þrekinn og hár
einni foldu ofar.
Hærra er þó í himna kór
hann sem skapti lönd og sjó.
Um sr. Olaf Olafsson síðar Frí-
kirkjuprest:
Séra Olafur merkis maður
hann er jafnan hýr og glaður,
allra besti ræðumaður,
sjálfsagt, ugglausl hágáfaður.
Til sr. Matthíasar Jochumssonar
kveður hann langan brag: Avítur fyrir
Islands níð. Tók hann upp þykkjuna
fyrir föðurland sitt og var harðorður.
Fyrsta vísan er svona:
Ekki hef ég Oðins vit
til að yrkja bögu drit,
langar þó að sýna lit
fyrir Islands römm útskit.
Hafði bragurinn orðið æ mergjaðri,
sem á leið bæði að efni og rími.
Þegar Sigurður var á Velli, fór hann
einu sinni sem oftar til kirkju að Staðn-
um. Þegar hann kemur heim, er hann
venju fremur gustmikill, og rigsar um
gólfið fram og aftur þegjandi, en segir
svo: „Eg sá ljótt við kirkjuna og var
mér ljóð á munni“:
Um messuna var fögur hlóðarhellan,
inni fyrir brann ástar vellan,
prjónandi, réð konu sitja hjá.
En réttast væri að rassskella hann
hann vildi ei heyra lúðurhljóm
hvellan
er prestur fram flutti stólnum á.
Húsfrú Þuríður, ekkja Páls Sigurðs-
sonar alþingismanns í Árkvörn var um
skeið húskona á Velli. Þessar vísur fékk
hún hjá Sigurði:
Þrír nú ráða Velli á
Hermann, Ingunn, Þurra.
Ekki batna skiftin þá
yfir því gjöri eg krurra.
Um unglingspilt á Velli:
Trönublámann sígur í
oft í þrætu sennum.
Kjaftinn glennir nú á mig
með vigtugheita spennum.
Sigurður fékk nýja flík, og kyssti
frúna fyrir. Stúlkur sem horfðu á fóru
að hlæja. Þá kvað hann:
Hafi ykkar skenktan skerf,
skitnar hringatróður.
Mig sú kyssti, meira er verð
en háðsins glósu skjóður.
Sigurður gamli hafði miklar mætur
á Jóni Hermannssyni á Velli. Þegar Jón
fór að heiman til Kaupmannahafnar-
háskóla, sat gamli maðurinn við kvörn-
ina og malaði. Frúin tók eftir því að illa
lá á honum. Hún gekk því til hans og
yrti á hann. Hann strauk sér um nefið
og segir: „Viljið þér heyra hvað ég orti
-97-