Goðasteinn - 01.09.1998, Síða 109
Goðasteinn 1998
og lengra út á túnið til að bíta grasið,
en alltaf kunni hún jafn vel að meta að
fá fóðurbætisköggla í uppbót á hitt.
Yfirleitt leit hún ekki við grágæs-
unum sem voru að bíta á túninu. En
einu sinni sást til hennar þegar hún
gerði sér ferð til að skoða ættingja sína,
en passaði þó að fara ekki alla leið,
hafði gott bil á milli, og sneri strax við
þegar þær veittu henni eftirtekt. Næst
þegar hún prufaði ætluðu sumar
grágæsirnar að rjúka á hana, og þá var
hún fljót að forða sér, og hætti allri
rannsókn á þessum skrítnu fuglum.
Einhver útþrá var samt komin í
hana, endurnar sem alltaf vildu vera hjá
kofanum pössuðu ekki alveg fyrir
hana, og þá tók hún upp á því að elta
heimilisbílinn, hún var lfka einkar
hænd að húsbóndanum sem gerði sér
far um að tala við hana og gefa henni.
A styttri leiðum elti hún af stað en
sneri við ef farið var lengra. En þegar
hún sá að bíllinn stoppaði út á túni eða
í haganum, kom hún oft fljúgandi og
settist skammt frá, labbaði til mannsins
og talaði við hann á sínu máli. Það
skiptir hana svo miklu að maðurinn
hafi samband við hana, tali við hana, ef
hún er eitthvað óróleg róast hún alltaf
ef talað er við hana í sama róm og hún
þekkir frá því að hún var ung, það hef
ég mörgum sinnum séð.
Tilhugalíf
Þegar lengra kom fram á sumarið
sást ungur og einkar fallegur gæsar-
steggur í námunda við bæinn, en þorði
þó aldrei að koma nærri. Unga daman
sinnti því engu lengi vel, hélt frekar
uppteknum hætti að vilja vera í nám-
unda við fólkið og endurnar. En hann
var þolinmóður að horfa til hennar, og
að lokum fór hún eins og af tilviljun að
bíta í sömu átt og hann. Þá færði hann
sig upp á skaftið, kom nær, hún lét það
sosum afskiptalaust, en sýndi lítinn
áhuga á samskiptum við hann.
En svo fór þó að þegar hún sá hann
koma átti hún leið lengra út á túnið, þar
var grasið kannski minna troðið. Svo
leyndi sér ekki að hann bar af bræðrum
sínum í grágæsastétt, óvenju stór og
tígulegur, það fannst ritara líka. Og
smám saman áttu þessar ungu sálir
meiri samleið, nálguðust hvor aðra á
túninu, og fóru stuttar flugleiðir saman,
týndust lítinn tíma fyrst, en svo lengur,
líkt og gerist hjá mannfólkinu. Og um
svipað leyti steinhætti hún að elta hús-
bóndann. Flesta eða alla daga kom hún
þó heim að kvöldi og svaf á hlaðinu
eða við kofann. Og þegar veturinn
lagðist að valdi hún kofann sinn, en fór
ekki til annars lands með þeim sem hún
var heitin.
Næsta vor þegar hún var tveggja
ára, gerðist allt með mikið hraðari
hætti. Ungur steggur kom og vitjaði
hennar, en sá sem segir frá efast alltaf
um að það hafi verið sá fallegi sem hún
féll fyrir sumarið áður. Nú var augljóst
að unga frúin tók fagnandi maka sín-
um, hún fór strax til móts við hann, og
flaug með honum á leyndan stað, og
dvaldi brátt með honum alla daga og
nætur. Meira að segja sást hún ekki
langan tíma þegar kom fram í maí, og
-107-