Goðasteinn - 01.09.1998, Síða 111
Goðasteinn 1998
breiðari og fyrirferðarmeiri en vana-
lega, spennan var mikil að sjá, sérstak-
lega hjá þeim yngsta á heimilinu, átta
ára strák. Við læddumst nær og nær,
þangað til hún hreyfði sig ofurlítið, og
undan vængjunum komu sex grænir
hnoðrar. Kannski vorum við of að-
gangsharðir? Síðan skiptir hún um
varpstað á hverju ári og reynir greini-
lega að fela hreiðrið sitt vel fyrir okkur.
Stolt móðir
Svo þegar ungarnir voru vikugamlir,
kom hún Iabbandi heim með alla
halarófuna á eftir sér, í beinni röð, og
bóndi hennar rak lestina. Stolt og ham-
ingusöm móðir var nú að koma þangað
sem öryggi hennar hafði verið, og svo
var tilhlýðilegt af henni, þar sem hún
var hálfgert ein af okkur, að sýna okkur
börnin sín. Ég fór fagnandi út að taka á
móti þeim og bauð þau velkomin. En
heima á hlaði voru tvær stórar hvítar
gæsir, sem ekkert kærðu sig um þessa
heimsókn. Og svo fannst maka hennar
þetta greinilega ekki ráðlegt og sneri
við, nú varð hann fyrstur á leiðinni til
baka en hún síðust.
Ég kallaði til hennar að koma aftur,
þá snéri hún höfðinu sitt á hvað og
svaraði mér stanslaust, en varð auðvit-
að að fylgja börnum sínum og maka,
það var hann sem réði. Oft sást til
þeirra úr fjarska næstu daga og vikur,
en þegar komið var nær sást engin gæs,
allur hópurinn lét sig þá tínast í grasið,
þau settu hausinn beint fram og skriðu
með jörðinni, nutu þess að vera svo lík
á litinn og grasið, svo ómögulegt var
að sjá þau. Og nú skýrðist fyrir ritara
sem hann hafði oft velt fyrir sér þegar
hann fór um hagana á vorin hvers
vegna svo lítið sést af gæsunum sem
verpa á þessum slóðum. Og það er ekki
það eina sem betur skilst um fugla
hennar vegna.
í byrjun ágúst kom þessi fjölskylda
svo heim, og nú voru allir aðilar hennar
fleygir, en þó heimagæsin skildi greini-
lega þegar kallað var í hana, þá var allt
breytt, hún var ekki lengur háð fólkinu,
heldur orðin sjálfs sín og sinna. Þær
héldu sig úti á miðju túni en fóru líka
út í haga eða komu heim undir bæ, og
þá kom hún stundum heim á hlað, ekki
fóru þær langt frá eða í átt að öðrum
bæjum, samt voru þær í hættu af veiði-
mönnum vegna þess að oft voru þær
nærri þjóðveginum. Og einn morgun
hafði þeim fækkað um þrjár, fóstra lifði
og fjórir ungar að ég hélt. Eða þá hinar
voru farnar eitthvað annað. En nú voru
þær reynslunni ríkari og héldu sig það
sem eftir var haustsins á öruggari stöð-
um.
Veturinn nálgaðist og nú var farið
að valda áhyggjum hvað af þeim yrði
,hvort þær myndu lil'a veturinn. En
þegar snjórinn kom og kuldinn, notaði
heimagæsin kofann sinn eins og hún
var vön sína fyrstu tvo vetur sem hún
lifði, en það var eins og henni fyndist
hann þvinga sig, og hún var ekki inni
nema bara í vondum veðrum og ung-
arnir gerðu ekki annað en koma að gat-
inu og kíkja inn, í staðinn hímdu þeir í
skjóli við eitthvað sem hlífði þeim
fram eftir vetri. Svo einn daginn voru
-109-